Vínland - 01.01.1907, Blaðsíða 1

Vínland - 01.01.1907, Blaðsíða 1
V.árg. II. MINNEOTA, MINN., JANÚAR 1906. II Nr. 11. Jarðskjálftinn á Jamaica i Helztu Viðburðir $ ^6í€ir€S€S66«66e€e€e6ee6S6€e6e«i Mánudaginn 14. janúar, síðdegis, varð jarðskjálfti mikill á eynni Jamaiea. sem er ein af hinum stærstu Vestur- beimseyjum. Vorujarð- skjálftakippirnir 1 a n g - liarðastir á suðurströnd- inni um miðbik evjarinn- ar, par sem höfuðborgin stóð, er Kingston beitir. Tveir kippir komu par um kveldið svo liarðir, að flest hin stærri bús borgarinnar brundu til grunna,og fjöldi manns beið bana, X>ví næst gaus upp eldur víðsvegar í borginni, °g gjöreyddi að mestu leyti pað, sem eftir stóð. Harðir jarðskjálftakippir korau einnig næstu daga á eftir, og ströndin seig í sjó og par með allmikill liluti af rústum borgarinn- ar, er næstur var höfninni. Annars var voða- atburður pessiaðflestu svipaður peim, erfyr- ir skömmu hafa gerst í San Francisco og Valparaiso, og manntjón varð bér meira en í San Francisco, en fjártjón miklu tninna, af pví að Kingston var miklu minni bæren San Franeiseo. E>ess vegna hefir einnig verið auðveldara að liðsinna peim, er eftir lifðu og bjúkra peim er ósjálfbjarga voru eftir [>ennan jarðskjálfta, heldur en eftir jarðskjálftann í San Francisco, par sem fólksfjöldinn var svo mikill að varla varð við ráðið. Englending- ar veittu eyjarbúuin alla pá bjálp,er peir gátu við komið og Bandamenn, sem pá liöfðu nokk- ur herskip par við eyna, gengu röggsamlega fram að bjarga fé og mönnnm og líkna peim, er nauðstaddir voru. Ein pá varð Swettenbam, borgarstjóra í Kingst.on, sú skyssa á, að hann ritaði Davis, sjóliðsforingja Bandamanna, napurt skammabréf um pað, að bann og menn bans væru að sletta sór fram i pað, sem Eng- lendingum kæmi einum við,og peir væru ein- færir um að annast öll bjargráð, er við yrði komið par á eynni. Davis lagði pá öllum flota sínum frá eynni, og bannaði hverjum Bandamanni að koma par nærri. Varð pað hinum bágstöddu eyjarbúum mjög tilfinnan- legur missir, pví að bjálp Bandamanna var þeim áður hið mesta bapp. En hér í landi reis allmikil pykkja af pessu til Breta, pví að svo virtist flestum, som pessi embættismaður þeirra befði gert Bandamönnum svívirðu all- mikla með þessu athæfi. En Bretastjórn bað brátt afsökunar á ókurteysi þessari, og veitti Swettenham harðar átölur fyrir framhlevpn- ina, svo að nú er um heilt gróið með þeim og Bandamönnum, en líklogt er að Swettenham verði að segja af sér embætti áður langt líður. Jamaica er stærst af Vesturheimseyjum þeim, er Bretar eiga. Hún er um 6,400 ferh. mílur að flatarmáli og liggur 90 mílur suður frá C'uba austanverðri. Ibúarnir eru um 650,000, meiri hlutinn blökkumenn og kyn- blendingar. Eyjan er einkar frjótt land og fagurt. Fjallgarðurliggur um hana endilanga frá austri til vesturs, vaxinn péttum skógi. llæstu tindar eru par um 7,000 fet. Eldf jöll eru par engin, en eldmynduð jarðlög eru á eynni sunnanverðri, í héruðunum umhverfis Kingston. Jarðskjálftar og fellibyljir hafa áður margsinnis unnið par stórtjón, og oftast hefir mest að því kveðið í Kingston og par í nágrenninu. Til ársins 1698 var Port Royal höfuðborg eyjarinnar. Dað ár eyddist sá bær af landskjálfta, og Kingston hefir síðan verið par höfuðstaður. Höfn er þar hin bezta á eynni, og bærinn hefir blómgast og rekið mikla verzlun undir umsjá Breta, prátt fyrir ^ms óhöpp, er hann hefir orðið fyrir, líkum [^essum, pó aldrei hafi áður svo mikið að peim lcveðið. Borgarbúar voru um 50,000 fyrir jarðskjálftan, og Bretarhöfðu unnið þarstór- virki mikil við hafnargerð ogumbætur íbæn- um sjálfum. Um 1,200 manns er ætlað að beðiðhafi banaaf jarðskjálftanumog eldinum. Byltingamenn á Rússlandi eru enn ekki aðo-erðalausir. Deir virðast nú hafa tekið þá stefnu, að hætta fyrst Harðstjórar um sinn öllum lyðæs- Rússa ingum, og láta sem Týna Tölunni mÍDst {l sér bera 1 ®t>- inberum illdeilum við stjórnarliðið, en peþn mun röggsamlegar ganga þeir fram í pví, að taka af lífi pá em- bættismenn og harðstjóra, er grimmilegast hafa beitt embættisvaldi sínu gegn frelsinu og fjandmönnum einveldisins. Deir hafa nú um hríð lagt niður pá illræmdu aðferð, að varpa sprengikúlum að peim, er þeir vilja af dögum ráða, og limlesta svo eða drepa sak- lausa menn, sem nærstaddir erd. Nú vega peir með vopnum, og þykir betur takast en áður, er sprengikúlurnar voru notaðar, því að nú missa þeir ekki þess manns, er þeir vilja feigan, en verða ekki saklausum mönnum að slysi. Þeir senda ávalt fyrirfram þeim manni er þeir ætla að drepa, boðskap um það, að hann sé til dauða dæmdur og megi því búast við að verða drepinn áður en liðinn sé sá tírni, er þeir ákveða, og það hofir nú um hríð al- drei brugðist, að þeir hafi fullnægt þeim dómi. Enginn varðgæzla eða varúðarreglur virðast nú að neinu haldi koma til að afstyra því að peir fullnægi refsidómum sínum. Svo virð- ist sem þeir hafi jafnan í vitorði með sérnán- ustu kunningja og varðmenn peirra liöfð- ingja, er peir vilja af dögum ráða, annars gætu peir ekki komist svo í færi við pá, sem raun er á, að þeir ávalt geta hindrunarlaust. Af öllu pessu eru hinir harðsvíruðu stórbokk- ar í stjórnarliði Rússa svo hræddir orðnir, að peim er nú næst skapi að láta undan. Til pess er líka leikurinn gerður. Favloff, hermálastjóri,hefir síðastur orðið fyrir refsidómi byltingarmanna. Ilann «ar illræmdur grimdarseggur og alDa manna óvinsælastur á Rússlandi. Um sig hafðihann svo traustan vörð, að enginn gat nærri hon- um komið leyfislaust. En 9. p. m. gekk mað- ur sá, er sendur var að drepa liann, rakleiðis að honum fram hjá öllum varðmönnum, oo- skaut hann par sem hann var á gangi i skemti- garði sínum. Pavloff féll dauður,en vegand- inn var handsamaður. Hann var pegar dæmd- ur til dauða og dóminum fullnægt eftir.fáa daga, en ekkert gerði hann uppskátt annað en pað, að hann hrósaði happi yfir því, hve vel sér hefði tekist að framkvæma ætlunar- verk sitt. Kosningar fóru fram á Þjóðverjalandi 25. þ. m. og urðu sósíalistar par algerlega undir, en keisarinn og Keisarinn stjórnarflokkur lians hafa Ber aldrei,hin síðustu tuttugu Hærri Hluta árin, unnið jafnmikin sig- ur og nú við kosningar.— Síðan árið 1887 liafa sósíalistar stöðugt auk- ið flokk sinn á þingi svo mjög, að út leit fyr- ir að þeir myndi brátt vaxa öllum öðrum flokkum par langt yfir höfuð, þeir hafa á því tímabili bætt frá 5 til 20 þingmönnum við sinn flokk við hverja kosningu, þangað til nú. Nákvæmar fréttir af atkvæðagreiðslu hafa ekki borist enn frá öllum kjördæmum, en tal- ið er þó víst að sósíalistar hafi mist 17 eða 18 sæti á þingi, en stjórnarflokknum hafi áskotn- ast að minsta kosti 20 þingmönnum fleira en hann áður hafði. í Berlín urðu sósíalistar undir í fyrsta kjördæmi; en par hefir keisarinn og æðstu embættismenn hans aðsetur sitt, og þótti því stjórninni mikils um vertað ná því kjövdæmi úr höndum sósíalista. í öllum öðrum kjör- dæmum par i borginni báru sósíalistar hærri hluta. í öðrum stórbæjum par í landi, eink- um í Breslau, Magdeburg, Halle, Leipzigog Königsberg gengu mörg kjördæmi úr hönd- um þeirra. f Hamburg hafa kosningar fall- ið þeim helzt í vel, sú b®rg hefir lengi vetjð í þeirra höndum, og þaðan er Bebel, setn lengi hefir verið leiðtogi sósíalista, enn send- ur á þing.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.