Voröld


Voröld - 11.06.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 11.06.1918, Blaðsíða 1
LJOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR til að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- val af stórum silki-afklippum, hentugar í ábreiður, kodda, sess- ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 23. P.O. Box 1836 WINNIPEG Branston Violet-Ray Generators j Skrifið eftir bæklingi “B” og j verölista. j Lush-Burke Electric Ltd. j 315 Donald St. Phone Main 5009 j Winnipeg I 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 11. JÚNÍ, 1918 NÚMER 18. Allegretto. Hver er alt of uppgefinn! (Fyrir blandaðar raddir) " Jón Friðfinnson. =#= =±=F= \ v -1 T" * Í' V -f- -tr f- T--p; f=*=£= Hver cr alf oj- upp ■rí ■ inn, cm. - 6L nölf aö kueda1 oq vcik - a,) J —r— i —<•— S. j? -4 , r -r*— =f=^= .\ J> —l—r— i' x -1»—i JL =~ V 1 —t— —X— =£= f" 2~l/- - V T \ £■ i -i i' rJiJ ■' 1 J. .1 - 'J É %-r-j 'r t .11 ? " jr f f s' .f \ C g '■+ - - - -in lei'R - tnrv aua-ue.lcl - ast - a s+renq-mn. Sma. Lcqqi-a/ Lai a, om - <x> c,i X v * f p U f xff 1 t' r r t; ' j—j i b? | j v..........' -* J * J 11 j'j a =E=f=^- ■{ ) t —-- p' ^ p p f r rJp=f--f—p 1 1 U .1 j j- 4 J T 4-Hrr~*-^ J. 1-t3l Ji 1S,J *=*-* J J I | -J -4-pM r ~ ' e i* p r > ii» r r r =rl r 'r I P -:i , f ^ ^ " f -f \r.rf- [ C4 u. ' lun.c(-s)iil-ið of hilt Nú skal strjúka hlítt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum, Grípa vorsins þrá og þrótt þungafult en milt og rótt— úr þeim söng er sumar nótt Syngur glatt í lækjar niðnum. pað er holt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, Séð með vinum sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt,— aukið þræði í æfiþátt aðrir þegar stóðu á fætur. Úti grænkar lauf og lyng litkast rein við akra sána, Eg í huga sé og syng sumar-drauma alt um kring. Út að fjarsta aldar hring yztu vonir þar sem blána. Vini kveð eg, þakka þeim þessa sumar-nætur vöku! Úti tekur grund og geim glaða-sólskin mundum tveim. Héðan flyt eg fémætt heim; fagran söng og létta stöku. Stephan G. Stephansson.— ALMENNAR FRETTIR Vistatakmörkun á Englandi hefir verið afar mikil að undan- förnu. 1 vikunni sem leið voru þær fyrirskipanir gjörðar að allir fengju fullan skamt. Er sagt að þetta séu afleiðingar af því hversu vel Bandaríkja menn hafi staðið í stöðu sinni að flytja vistir. Tuttugu og tvö börn hafa dáið úr mislingum í Winnipeg í apríl- mánuði í ár. Bólan hefir gert talsvert vart við sig í London í Ontario; hafa þar þegar dáið úr henni 11 manns. Jafnaðarstefnu félagið í Win- nipeg, samþykti fyrra þriðjudag áskorun til Manitoba stjórnarinn- ar þess efnis að hún útnefni kvendómara til þess að rannsaka mál ungra stúlkna. Sama félag krefst þess að hjónaskilnaðar lög- in verði þannig lagfærð að jafn- hægt sé fyrir konu að fá skilnað og fyrir mann. Telegram segir þá frétt, fyrra mánudag að Ilamilton bankin hal’i stefnt Commerce bankanum og krefjist $150,000 skaðabóta, fyrir það að hann hafi látið byggja of nærri sér árið 1915 á Aðalstætinu. Rannsókn hefir verið skipuð til þess að komast að niðurstöðu um það hvort sannar séu alvarlegar og margar ákærur um illa með- ferð á veiku fólki á Selkirk sjúk- rahúsinu. Er því haldið fram að þar sé bæði lítill matur og illur; farið sé að öðru leyti með sjúkl- ingana fremur sem fanga en veikt fólk og fleira er þar talið athuga- vert. Verkamannablaðið sem hér var geefið út um verkfallstímann, og Prentað hjá Ilecla Press verður gefið út um verkfallstíman, og ,r komið til orða að blaðið Voice í tt.i aó koma út en Labor News korni í þess stað. S. R. Parsons, forseti verksmið- jueiganda, flutti ræðu í Hamilton, I. júní, þar sem hann fordæmdi niður fyrir allar hellur þá stefnu Vestur Canada að vilja minka tolla. Hann kvað verksmiðju- eigendur verða að taka saman höndum til þess að halda við toll- um. “þegar Verið var að kjósa Crerar,” sagði hann, “var oss sagt að ekki yrði hreyft við toll- málum á meðan stríðið stæði yfir, en nú hvín frjálsverzlunar söng- urinn í þeim Vestur-Canada búum Vér verðum að sýna stjórninni, sýna stjórnmálamönnum, sýna blöðunum, sýna fólkinu að verk- smiðjueigendur eiga lieimtingu á tollvernd í sínu eigin landi.” Percey ITagel var tekinn fastur á fimtudaginn vestur í Saskatche- wan fyrir í'&ð að drekka áfengi á veitingastað. Telegram byggingin brann að miklu leyti á laugárdaginn. Er skaðinn metin á $150,000. Bygg- ingin er eign Sir Rodmonds Rob- lins og sonaf hans. Hræðilegt morð var framið á föstudaginn í Ottawa. vMaður frá Winnipeg, sem Arthur Rod- way hét og var prest sonuf, var nýfluttur til Ottawa. Hér í bæn- ium hafði liann þekt stúlku er hét Myrtle Styan, og höfðu þau felt saman ástir. Stúlkan flutti einn- j ig til Ottawa ojg voru þau bæði |hjá systur hennar. Rodway vildi jfá liana til þess að giftast sér, en jhún hafði fundið það út að hann jvar kvæntur maður. Tók hann það til bragðs þegar stúlkan vildi eklvi verða við tilmælum hans að hann skar hana á háls með rak- hníf, og sjálfan sig á eftir. þau dóu bæði svo að segja samstundis. Eldur mikill kom upp í Mikla- garði á fimtudaginn og urðu þar 150,000 Múhameðstrúarmenn heim I ilislausir. Maður sem J. Scullion hét og tekinn hafði verið nauðugur í stríðið ætlaði að fyrirfara sér í Minto herbúðunum á föstudaginn með því að skera sig á háls tví- vegis. Bordenstjórnin gerði þá sam- þykt nýlega að banna bæði flutn- ing ávaxta og ýmislegs annars inn í landið. petta mæltist svo illa fyrir að mótmæli bárust úr öllum áttum, og varð það til þess að bannið var tekið af ávöxtum áður en það gekk í gildi. Bordenstjórnin hefir leigt Manitoba College fyrir skóla I handa heimkomnum hermönnum. Hefir stjórnin samið um leiguna um langan tíma eftir að stríðið sé úti. Meðal annara muna voru $15,- 000 virði af gimsteinum sent á Lusitania til Englands þegar henni var sökt. Gimsteinarnir voru trygðir fyrir $13,000 og borgaði félagið ábyrgðina. Fyrir! nokkrum dögum vildi það til að írsknr sjómaður var að draga upp net sín og veiddi hann þar gim- steinapokaml með öllu sem í var. EKKI AF BAKI DOTTINN Sir Wilfrid Laurier er staddur í Toronto í dag. Er hann þar á ráðstefnu við ýmsa saiiiverka- menn sína og mun hafa í hyggju að byrja öflugt starf í þá át.t að færa líf og framkvæmdir í frjáls- lynda flokkinn imi alla Canada. Tvö þingsæti eru auð nú sem stendur í Ontario; annað í Glen- garry, hitt í Norður Ontario, og mun erindi Laurier’s meðfram vera það að vera með í vali þing- mannaefna fyrir frjálslynda flokkinn, þegar kosningar fai’a þar fram. 1,500 bifreiðaslys liafa átt sér stað í Winnipeg síðastliðið ár eftir því sem nýjustu skýrslur sýna. FULLTRUAR BANDAM. OG STJORN- ARFORMENN NÝLENDANNA BÚAST TIL AD TALA UM FRIDARSKILMALA FOCH, YFIRHERSHÖFDINGI SEGIR AD BREYTA VERDI TIL í STRÍDINU þANNIG AD BANDA- MENN GJÖRI ÁHLAUP SEM ÓVINIRNIR GETI EKKI MÆTT. Á ANNAN HÁTT SÉ SIGUR ÓMÖGULEGUR. NÚ VERDI AD SKRÍDA TIL SKARA. SITT AF HVERJU. (Eftir Eyvind). það verða sundurlausir molar sem ég sendi Voröld undir þessu nafni. Mér ctettur oft ýmislegt i hug sem ég álít að til umbóta horfi, og sem þarft væri að vekja máls á, en sá er galli á að ég er ekki nógu vel ritfær til að skrifa vekjandi ritgjörðir. En Voröld er blað alþýðunnar, blað bónd- anna. Eg álit þvi að alþýðu- menn eigi að láta þar í ljósi skoð- anir sínar á sem flestu. Við finn- um bezt' sjálfir hvar skórinn kreppir, en ef við förum skakt með, eða skiljum ekki rétt þá munu þeir leiðrétta sem betur kunna. pessar smágreinir verða flestar i spurningarformi, og tilgangur þeirra er sá að hefja umræður á ýmsu því er orðið gæti mér og öðr- um til fróðleilis og nytsemdar. Ég treysti'því að ritstjóri Voraldar og aðrir mér færari menn taki þar við sem mig þrýtur, og bendi á nýja, eða betri vegi þar sem ég sé aðeins fen og forræði. Mörg eru manna meinin nú um stundir, og fátt er það sem til framfara horfir “því endalaust sígur á ógæfu lið, ” eins og þor- steinn Erlingsson kvað. Stjórn- arfarið má víst ekki minnast á— það eru nú kölluð landráð—nema ef maður vildi syngja henni lof og þakkargjörð fyrir allar hennar gjörðir. En okkur bændunum finnst við hafa fullan rétt til að sjá kosti hennar og lesti, því við lítum svo á að stjórnin sé til fyrir okkur, en við ekki fyrir stjórnina. það er því örðugt að sannfæra okkur um að hún sé “heilög og friðhelg,” þó á ófriðartímum sé. Herskyldan er nú fyrst farin að sýna okkur hvað í vændum er, því nú er henni beitt takmarkalaust við bændur og bændasyni; þvert á móti loforðum og yfirlýsingum stjómarinnar í vetur, en lát- nú nógu ilt, út af fyrir sig, en lát- um svo vera að það sé nauðsyn- legt, eins og sakir standa. En það er ekki nóg. Um leið er okk- ur skipað að auka framleiðslu í öllum greinum, og þó er steinum kastað á götu okkar í þeim efnum, en ekkert gjört til að létta undir með okkur. það er ekki nóg að teldnn er frá okkur beztí mann- krafturinn: Verði á vörum okkar eru takmörk sett á markaðnum, en auðfélögunum gefið tækifæri til að njóta góðs af. Auðfélögunum er leyft að halda inni stórum byrgðum af nauðsynjavörum, til að bíða eftir hærra verði, en fyrir bændur eru þær ófáanlegar, eða því seni næst. Auðfélögunum eru engin takmörk sett með sölú á glisvarningi og óþörfustu tegund- um af munaðarvöru, og þær get.a bændur fengið í tonnatali hvar sem vera skal, en nauðsynjavaran er skömtuð úr hnefa. ! pó tekur síðast.a ráðstöfun stjórnarinnar öllu öðru fram. Nú er bændum skipað að færa kaup- ! mönnum aftur alt. það hveiti sem l^eir kunna að liafa keypt til heim- ilisþarfa,og elja við lægra verði en I nii er gangverð, en kaupa aft.iir j fárra daga forða í einu, við hærra verði. Verði þessu ekki lilýtt, ikvað eiga að gjöra hjá mönnum húsléit og taka hveit.ið með valdi, án endurgjalds, en bændur sæti sektum og fangelsi að auk. þetta kemur hart niður á þeim sem búa fjærri járnbrautum, og eru því vanir að kaupa ársforða af hveiti ! á vetrum, vegna vegleysu og fjar- lægðar. þessir menn verða nú Ineyddir til að fara margar ferðir til markaðar um mesta anna tím- ann, og borga þannig margfalt verð fyrir nauðsynjavöru, sem þeir voru áður búnir að kaupa. Hvert stefnir þetta? Er það nokk- ur ávinningur fyrir stríðsþjóðirn- ar? Græðir nokkur á þessu nema auðfélögin og stjórnin, sem fær sektarféð ? Hvað ætli komi næst ? Líklega verða teknar af okkur kýrnar, svo við tefjum okkur ekki við að heyja handa þeim. Væri ekki sæmra fyrir stjórnina að finna ráð til að létta bændum framleiðsluna, í stað þess að gjöra hana sem erfiðasta? Máske eitt- hvað slíkt sé á leiðinni? þarf ekki að hlynna að neinu nema auðfél- öguni^m? Eða, eru það auðfélög sem ráða gjörðum stjórnarinnar? þetta er nú líklega nóg til þess ég verði kallaður landráðamaður; en það verður að sitja við það. •• • - • • « * * ‘ ‘ það er svo margt, ef að er gáð sem um er þörf að ræða. ’ ’ Svo kvað Jónas Hallgrímsson forðum, og dró þá upp ófagra en hlæilega mynd af ýmsu því sem mest fór aflaga í þjóðfélagin ís- lenzka á þeirri tíð. Ekki veit ég hvort það er áhrifum kvæðisins að þakka, að margt af því sem hann leikur þar verst, er nú gjör- breytt til batnaðar. En enginn efi er á því, að margur hefir séð þar ófagra, en sanna, mynd af sjálfum sér. Margir fleiri hafa vakið þjóðina heima bæði í bundnu og óbundnu máli, en enginn eins skarplega eins og Gestur Pálsson, í fyrirlestrin- um, “Lífið í Reykjavík,” og svo er mér sagt af kunnugum mönn- um að fátt muni hafa snortið Reykvíkinga eins gagnlega eins og hann. Á líkan hátt þyrfti að vekja okkur Vestur íslen'dinga. p’að þarf að sýna skýra en sanna mynd af því sem mest fer aflaga hjá okkur. þetta er verkefni fyrir rit- stjóra Voraldar og aðra ritfæra menn. þetta heyrir undir þjóð- ernis spursmálið, sem honum og öllum góðum Islendingum er á- hugamál. Um það er búið að rita svo margt að ég hefi þar engu við að bæta, að sinni, enda mundu það köíluð landráð nú á dögum. það er aðeins ein hlið á því máli sem mér virðist að ekki hafa verið nægilega gaumur gefinn; það er afbökun íslenzkra nafna. það mun óhætt að fullyrða, að full- kominn helmingur landa hér hafi breytt nöfnum sínum, á einhvern liátt. Sumir hafa lagt niður ís- lenzku nöfnin með öllu, og tekið enslt nöfn í taðinn; aðrir hg.fa reynt að þýða íslensku nöfnin á ensku, og verða þær þýðingar oft næsta kynlegar, t. d. James, fyrir Guðmund, Edward fyrir Eirík,. Nelly fyrir Helga. Barney fyrir ! Björn, Anderson fyrár Árnason, og jfl. því líkt. þá eiu enn aðrir og ] mun sá flokkurinn f jölmennastur, S sem halda nöfnunum, en rita þau ] og bera fram, eins nærri enskum ] rithætti eins og hægt er, t.d., John fyrir Jón, Howard fyrir Hávarð, ! Freda fyrir Fríða, og svo frv. Ég j er ekki fær um að rita um þetta I mál eins og ég vildi, til þesssker tir mig kunnáttu á báðum málunum, málfræðislega þekkingu og margt jfleira. En ég hefi þáð á tilfinn- j ingunni, að sk/rnarnafn hvers | manns, ætti að vera friðhelgt; ætti ! ekki að breytast, og yrði ekki j þýtt á önnur mál nema til að gjöra úr því skrípi. Að þessi skoðun mín sé rétt, bendir það að ég man ekki eftir að nokkur maður sem mentunar hefir notið heima á gamla landinu, hafi breytt nafni sínu hið minsta, þegar hingað kom. Sama má segja um marga af hinum skynsamari mönn- um hér í landi. En hvernig stendur á því að enginn af menta- mönnum okkar hefir tekið sér fyrir hendur að rit-a um þetta? Er þetta ekki þjóðernisspursmál út af fyrir sig? Væri ekki gjörandi að benda unga fólkinu á það sem betur mætti fara i þessu efni? Eg skora nú á ritstjóra Voraldar að taka þetta mál til umræðu. Hann er manna bezt til þess fær, og ég tel víst að orð hans í þessa átt hefðu meiri áhrif en flestra ann- ara. þetta er þjóðlöstur frá þjóðernislegu sjónarmiði, sem þarf lækningar með. Háðið, nógu napurt, nógu biturt, er máske bezta lækningin. SAFNAD í BRUNASJÓD Aður auglýst...............$61.00 Hjálmur Árnason, W’peg.....$ 0.50 Jón Jónsson, Winnipeg.........50 Mrs. Halli Björnson, Riv- erton..................... 5.00 Mrs. Lilja Eyjólfson ...... 1.00 Helgi Stefánsson........:.. 1.00 Mr. and Mrs. E.Th. Eyjólfs- son.................... 5.00 Miss Guðrún Johnson, Winnipeg.................. 1.00 G. Kristjánsson, Winnipeg 1.00 G. Sigurðson, Stoney Hill.. 1.50 Mrs. G. Sigurðson, Stoney Hill ..................... 1.00 Th. G. Sigurðson, Stoney Hill...................... 1.50 Pétur Bjarnason, Mikley.... 1.00 Th. J. Jónasson, W’peg..... 2.00 Mrs. Thordís, Gislason, Lundar..................... .50 Jóhannes Helgason, River- ton....................... 1.00 þórður Bjarnason, og fjöl- skylda, Nes............... 5.00 Kvenfélag Skjaldborgar- safnaðar.................. 5.00 Bjarni Johnson, Winnipeg 2.00 Markús Jónsson, Baldur..... 5.00 Ónefnd, Winnipeg .......... 1.00 Jóhannes Jónsson, Wpeg.........50 Samtals ..............$103.00 TIL MINNIS það er oft að fóllc man ekki hvenær ferðir eru á milli Winni- peg og annara staða eða að það man ekki hvenær reglulegir fund- ir eru í hinum ýmsu félögum hér í bænum. Voröld ætlar hér eftir að flytja minnisspjald um ýmis- legt þess háttar sem oft getur ikomið sér vel að hafa. Vagnaferðir milli Winnipeg og Selkirk j.Frá Winnipeg þá virkum dög- !um):— I kl. 8.00, 9.00 og 10.00 f.h.; kl. 11.30, 3.30, 5.30, 6.30; 7.30 og 11.30 j e.li. (Á sunnudögum) kl. 9.00 og j 11.00 f.h.; kl. 2.00, 4.00, 6.00, 8.00 jog 10.00 e.h. Frá Selkrik (á virkum dögum): ! Kl. 6.50, 8.00 og 9.00 fh.; 12.30, 2.30, 4.30, 5.30, 6.30 og 10.30 e.h. IÁ sunnudögum: Kl. 8.00 og 10.00 jf.li.; kl. 1.0Q, 3.00, 5.00 og 7.00 e.h. FASTIR FUNDIR Skuld—Miðvikud. kl. 8 e.h. Hekla—Föstud. kl. 8 e.h. ! VERKFALL TIL MÓTMÆLA GEGN STRÍDI. Svo segja fréttir að alþýðufólk í Austurríki hafi lýst því yfir að jþað ætli sér að enda stríðið inn- an skamms. Ivveðst það muni gjöra verkfall um land alt til mótmæla og muni slíkt hafa þau áhrif að friður hljóti að komast á.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.