Voröld


Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 1
UOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR til aS búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- val af stórum silki-afklippum, hentugar í ábreiöur, kodda, sess- ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 23. P.O. Box 1836 WINNIPEG Branéton Violet-Ray Generators SkrifiS eftir bæklingi “B” og verölista. Lush-Burke Electric Ltd. 315 Donald St. Phone Main 5009 Winnipeg i 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 9- JÚLÍ, 19188 NÚMER 22. ALMENNAR FRETTIR. Fjörir Iestastjórar hjá C.P.R. fél- aginu voru fundnir sekir fyrir rétti, 28. júní og dæmdir í 10 daga fangelsi ®g $500 sekt hver, fyrir það að hafa |>egið mútur frá farþegum til þess að þeir (farþegjarnir) gætu ferðast án |>ess að borga fult far. það er tæði hættulegt og í eðli sínu rangt að ferðast þannig, og ætti enginn að íreista þjóna félagsins í því efni. Maður sem Konrað Babi heitir var áæmdur í árs fangelsi og til 10 vand- arhagga 27. júní fyrir að hafa nauðg- að tveimur ungum stúlkum. Maður að nafni Peter Ricker var dæmdur daginn áður í árs fangelsi fyrir sama athæfi. Verkamanna þingið á Englandi sem endaði 28. júní samþykti áskorun til forsætisráðherra nýlendanna sem þar voru staddir að beita áhrifum sínum ÍR þess að írland fengi sjálfstjórn. Maður sem Jacob Kulla heitir og er kaupmaður í New York mætti fyrir lértti nýlega, kærður fyrir að hafa grætt ósanngjarnlega mikið á hveiti- aölu. Hann var fundinn sekur og var dæmdur til þess að greiða $25,- 900 f Rauða Krosssjóðinn, eða tapa verzzlunarleyfi að öðrum kosti. Rússneskur maður, sem John Per- elmda lleitir, var kærður fyrir land- ráð í samsæri gegn Canadisku stjórn- ihni nýlega; málið kom fyrir í Wind- sar, Ontario, og sannaðist það fyrir séttinum að hann var fyrirliði rúss- aesks- flokks hér í landi sem það hefir fýrir markmið að koma á upp- reist, innan Iands. Hafði hann sent heilmikið af ritum í ýmsar áttir. f einu bréfi sem hann hafði sent til ýxnsra bæja hélt hann því fram að aBfr stjörnendur og öll stjórnarvöld aettu að brennast á sameiginlegu báli áður en árið væri úti. (Free Press, 4 júlí). Jámbrautamefndin í Canad-i hefir Ibyft jámbrautarfélögum að hitklia SUtningsgjald á vörum sem nemi 25 pró cent. Kemur það í gildi 1. ágúst. þessi hækkun er auk þeirra 15 pró> centa sem áður var getið um. Jámbrautarfélögin hafa því hækkað fiutningsgjald um 40 pró cent á fá iim mánuðum. Læknir sem J. P. Ruskin heitir, í Stratfcri'd, og er þingmaður, var sekt- aður urn $50 á þriðjudaginn, fyrir það að gefa Iyfseðil fyrir potti af brenni- víni. það þótti óþarflega mikið. Læknir er staddur hér í bænum sem A. F. Jordan heitir og er frá Van- æouver. Hann er hér í þeim erind- um að rannsaka nokkur börn sem fengið hafa máttleýsis veikina. pví hefir verið haldið fram, eins og kunn- agt er að veikin stafaði af sótt- tveikjum og væri því næm, en þessu neitar Dr. Jordan. Kveðst hann geta sannað að hér sé um enga sóttkveikju ®g engan næmleik að ræða. Hann kveður orsök veikinnar vera alt aðra, og hefir þessi staðhæfing hans vak- :ið allmikið umtal. Afar fjölment verkamannaþing verður haldið innan skamms í Lundúnaborg; þar verða fulltrúar frá jafnaðarmönnum, t.d. Albert Thomas frá Frakklandi, sem er einn aðal leið- togi jafnaðarmanna og fyrverandi váðherra. Canadiska skipið “City of iTenna,'” lilaðlð hermönnum strandaði við aust- ur strönd Canada á föstudaginn var. Bandaríkjaskip bjargaði flestum af skipinu. poka var afskapleg og hafði sklpið runnið upp að strönd. FuIIur járnbrautarvagn af sprengi- efni sprakk í loft upp í Montreal 24. júní, urðu af því alllmiklar skemdir á húsum og munum; mörg meiðsli og þrir menu mistu lífið. Sprengikúlu var kastað að heimili Joseph Labays, í Quebc 22 júní, og skemdist það stórkostlega. Labay var skrásetjari stjórnarinnar. Maður sem Frank Crandon hét, og var aðstoðar-forseti félagsins Canada Cycle and Motor Co., hér í Winnipeg, íanst örendur í Rauðánni, 27. júní; vel látinn maður og hæfileikum gædd- ur, fertugur að aldri. William J. Boyd hefir verið kosinn formaður afturhaldsflokksins í suður Winnipeg. Flokkurinn hafði nýlega fulltrúaþing fyrir Manitoba í Hotel Royal Alexandra og var deyfðin þar svo mikil að ekki var hægt að fá menn til þess að takast á hendur leið- togastöðu. par er því aðeins um höfuðlausan her að ræða. Stúlka sem Florence Bugg hét, og heima átti i Whitla, í Alberta, drekti sér í Rock Lake, 21. júní, af ótta fyrir því að hún yrði ef til vill að fara að heiman ef hún skrásetti sig, og fólk yrði skyldað til þess að vinna þar sem stjórninni þóknaðist. Nefnd sú er það hafði með hönd- um að ákveða kaup stúlkna er á verk- smiðjum vinna hefir nú lokið starfi sínu. Ákvað nefndin að kaupið skyldi vera $10 á viku. Petta ákvæði snertir um 300 konur og stúlkur hér í bæ. í Ástralíu hafa 426,000 nienn gengið í herinn; 320,000 hafa þegar verið fluttir, yfir 14,000 mílur til vígvall- arins. Astralía hefir borgað hvert cent fyrir útbúnað, vistir, vopn og flutning hermanna sinna. Álitið er að Asrtalía hafi gengið betur fram og hraustlegar en menn frá nokkru öðru landi bandamanna. f Astralíu var tvisvar felt að lögleiða herskyldu, en þar var fylgt Laurier stefnunni. Fyrra föstudag voru reknar frá kenslu allar giftar konur við alþýðu- skólana í Winnipeg nema þær sem eru hermannakonur. Um 40 konur er sagt að verði fyrir þessu, og þykir það mörgum ósanngjarnt, sérstaklega þegar það er gert fyrirvaralaust og engin ástæða gefin. (Ti’ibune). Siðbóta og heilbrigðisfélag hefir verið stofnað hér í Winnipeg Aðal- maður þess er W. J. Battley, sá er áður var samskonar embættismaður undir stjórnar umsjón og var sakaður um vitorð með óiifnaðar húsum en sýknaður með málamyndar yfirlýs- ingum, án þess að fylkisstjórnin léti nægilega rannsaka mál hans. Er það margra álit að hann hafi að ein- hverju leyti verið sannur að sök um þar sem á hann var borið. Járnbrautarlest á leiðinni frá Yan- couver austur, rakst á jarðfall á mið- vikudaginn, 15 mílur fyrir austan Spence Bridge, en svo að segja ekk- ert slys hlaust af. Samkvæmt nýútkomnum skýrslum er skaði af eldi í Canada sem nem- ur $2.73 á hvert einasta mannsharn árlega. Er það meira en í nokkru öðru siðuðu landi í heimi. Alls bafa brunar orsakað Canada siðan ríkið var stofnað um $700,0000,000 tap. Af því eru $$3550,000,000 beinn skaði; $150,000,000 eru innifaldir í eldsvörn- um og slökkvi áhöldum, en $197,000,- 0000 það sem borgað er í eldsábyrgð um en ekki fæst fyrir þegar hrennur. Auk þess brenna til bana um 200 manns á hverju ári, um 500 manns hættulega slasaðir af bruna Að með- altali er tap af eldi í Canada $2.73 á hvern mann, konu og barn á hverju ári; í Bandaríkjunum er það $2.26; á Englandi 64 cents, á Frakklandi 7"4 cents, á pýzkalandi 28 cents, og á Svisslandi 13 eents. Sjötíu af hund- raði af þessum eldum eru af kæruleysi og altaf fara brunar í vöxt af því leið* ir það að eldsábyrgðir eru að hækka. Á föstudaginn var sökk skip á Illi- nois ánni, nálægt Peoria, með 500 manns. Varð mörgum bjargað, en um 150 er álitið að hafi drukuað eða troðist undir til bana. Skip'ð hafði rekist á grynninga vegna þoku, eii var á fullri ferð og fólkið að koma úr skemtigarði þar sem það hafi verir um daginji. Skipið hét Columbla. Noel Pemberton-Billing, þingmaður | á Englandi, sá er kærurnar bar fram ! gegn heldri mönnum þar fyrir ósið- ! semi og landráð var látinn út úr þingsalnum með valdi á fimiudaginn. i Tillaga hafði verið samþykt um það 1 að svifta hann þingfrelsi, en hann kærði sig hvergi og sat kyr. Fór hann að ræða fangavist útlendinga og þingstjóri skipaði honum út. pegar það hafði engin áhrif var haon. látinn út með valdi og veitti hann svo mikla mótstöðu að kalla varð hjálp utan þing húss. Látinn er á Englandi Allen Baker, þingmaður, ættaður frá Toronto. Stefna hans ’í striðinu var frlður án lándvinninga og með samniagum. Miss Jeanette Rankin, fyrsta og eina kona á sambandsþingi Banda- ríkjanna sækir um kosningu í efri deildina í haust. Ákveðið var að halda hátíð legan 4 júlí sumstaðar á Englandi til vináttumerkis við Bandaríkjamenn, fyrir það að þeir fóru I stríðið John Purroy Mitchell, fyrverandi borgarstjóri frá New York, sem var foringi í flugliði Bandaríkjanna, varð fyrir slysi á flugi í vikunni sem leið, og beið bana af. Rannsókn hefir staðið yfir i kær- um sem stjórninni bárust um geb- veikrahælið í Selkirk. Hefir rann- sóknarnefndin sýknað hlutaðcigendur af öllu og telur hælinu vel stjórnað. Heimkomnir hermenn sem aðallega gengust fyrir rannsókninni, segja þessa rannsókn aðeins píltatusarþvott til þess að blekkja fólkið og virðast fleiri vera á sama máli. Eitt sem rannsókninni er talið til ónýtis er það að Oxton aðstoðarverkamálaráðherra útnefndi sjálfan sig sem formann nefndarinnar og dómara. Fylkisstjórnin I Manitoba hefir keypt 2,350 ekrur af landi við Birch River af sambandsstjórninni fyrir $1 ekruna, sem á að nota fyrir fangabú- garð. pað er góð ráðstöfun og þörf. Allmiklar óeirðir hafa átt sér stað í Suður Afriku að undanförnu, en Botha forsætisráðherra hefir tekist að bæla þær undir með lögreglu og hervaldi.” HREKKUR UPP AF SVEFNI Einn ráðherranna i Manitoba, hefir loksins vaknað. Valentine Winkler búnaðarráðherra hefir sannfærst um að svo mikil vandræði stöfuðu af her- skyldulögunum að þúsundir ekra verði ekki hirtar í haust vegna vinnumanna skorts. Han hefir því hafið rannsókn i þessu máli um alt fylkið. Winkler kveðst vita til þess í mörgum tilfell- um að eini maðurinn hafi verið tek- inn í herinn og jörðin skilin eftir svo að segja í eyði. Hann kastar engum steini á hervaldið né stjórn- ina, en segir að eitthvað verði að gera til þess að vista framleiðsla hindrist ekki. , NIDINGSVERK Sjötíu milur frá ströndum írlands skaut þýzkur neðansjávarbátur á hos- pítalskipið Landowery, frá Canada, 27. júní, og sökti því. Er sagt að því hafi verið sökt fyrirvaraiaust. Alls voru 258 mans á skipinu, þar með- taldar 14 hjúkrunarkonur og 80 menn úr lækna- og hjúkrunar deildinni. All- margir björguðust, en fjöldi fórst og aðrir lemstruðust alla vega. Er þetta níðingsverlc af versta tagi. Um mánaðarmótin maí og júní segir Lögrétta frá því að sainningar hafi tekist milli Englendinga og ís- lendinga. peir Klemens Jónsson og Rikharður Thors og Eggert Briem frá Viðey, vorj sendir til Englands til þess að komast að samningum. Eng- lendingar (eða bandamenn) lofa að greiða fyrir innflutningi til íslands á nauðsynjavörum. Peir skuldbinda sig enn fremur til þess að selja ís- lenzku stjórninni ákveðna tölu smá- lesta af kornvöru, steinolíu og bensíni fyrir ákveðið verð. Sömuleiðis á- kveðna upphæð af kolum á Englandi og salti á ftalíu. íslenzka stjórnin skuldbindur sig til þess aftur á móti að láta bjóðá fulltrúum bandamanna á fslandi þær íslenzkar afurðir sem ekki eru ætlaðar til notkunar f land- inu sjálfu, svo sem fisk, þar með talin síld, lýsi, þorskahrogn, fiskimjöl, sauðakjöt, ull og gærur. Ekki er talið líklegt að bandamenn noti rétt sinn að því er síld snertir, en að þeir muni leyfa að 50,000 tunnur verði fluttar til Svíþjóðar með vissum skil- yrðum. Sömuleiðis er leyft með sér- stökum skilyrðum að flytja 1,000 hesta til Danmerkur. * Margar voru getgátur um afdrif þingsins á fslandi I ár. Héldu sumir að þar mundi alt lenda í uppnámi og stjórnin springa, aðallega út úr sam- bandsmálinu; en nú hefir ekki raun- in á orðið. Umræður höfðu orðið miklar um málið í dönskum blöðum vegna þess að það hafði verið rætt á pýzkalandi og Englandi. Héldu þjóðverjar því fram að Englendingar reru a ð því öllum árum að ísland skildi við Danmörk og að enski ræð- ismaðurinn á íslandi réði þar lögum og lofum. pessu mótmæltu Eng- lendingar tafarlaust í símskeyti; lýstu þeir því yfir að fulltrúarnir frá ís- iandi ættu einungis að ræða um end- urnýjun verzlunar samninganna &- samt fulltrúum frá Englandi. Frakk- landi, ftalíu og Bandaríkjunum; sam- ningar þessir komi stjórnmálum ekk- ert við. ólafur Fi'iðriksson var skömmu síð- ar staddur i Kaupmannahöfn. Hann er ritstjóri jafnaðarmanna blaðsins Dagsbrún, og segir hann í dönskum blöðum að á fslandl rísi upp skilnað- arkrafa ef fáninn fáist ekki; annars muni fslendingar una í sambandi við Dani þangað til þeir geti gengið sem sjálfstæð þjóð inn í “Bandaríki Norð- urlanda.” TIMINN SANNAR f Norður Dakota fóru fram kosn- ingar 26. júní. Baráttan var afai'- snörp og var beitt sömu vopnum þar og hér áttu sér stað í fyrra. En Dakota búar létu ekki hræða sig með landráðabrígslum né stæltum hnefum og hótunum. Tveir flokkar börðust aðallega; annar undir forustu Frazi- ers ríkistjóra sem stjórnar bænda- flokknum en hinn undir forustu manns sem John Steen heitir. Róg- burðir og sleggjudómar voru aðal- vopn gegn Frazier bónda flokksfor- ingjans, allir taldir landi'áðamenn er með honum greiddu atkvæði, en hinir einir hollir og trúir; Frazier var þar nokkurs konar Laurier. En fólkið í Dakota var ekki eins auðtrúa og Canadamenn. Við í'íkiskosningarn- ar náðu þeir allir lcosningu' sem fyrir bændaflokknum stóðu, og er nú fróð- legt að vita hvort hinir halda þeirri kenningu afram að öll Norður Dakota stjórnin sé skipuð þýzksinnuðum landráðamönnum. Sömu brögðum var beitt í Minnesota, þar sem bænda- flokkurinn kom einnig fram, en þar íiefir gengið hægar að leiða—afvega- leiða— en í Norður Dakota, því þar töpuðu bændur. • Annars mun Voröld innan skamms skýra ítarlega þessa bænda hreyfingu í Bandaríkjunum. Tíroinn sannar hvort bændaflokkurinn er landráða- flokkur. Síðustu blöð sem hingað bárust voru frá 12. júni og var þá rex'ið að ræða sambandsmálið í þingnefnd í Danmörku. Læknar á íslandi mynduðu félag 17. maí; gefa þeir út rit og eru þessir í i stjórn félagsins: Guðmundur Hannes- son, Guðmundur Magnússon, Sæm. Bjarnhéðinsson, Halldór Steinsson, og Georg Georgsson. Læknar fóru fram á það í þingi að gjaldskrá þeirra yrði hækkuð um 100 pró cent, til þess að þeir fengju 2 kr. fyrir skoðun á sjúklingi og 60 aura fyrir klukkutím- an á ferðalögum, á meðan dýrtíðin stæði yfir. petta frumvarp var felt í neðri deild, en þá 'hótuðu læknar landsins að segja lausum embættum sínum. Margir læknar fengu tafar- j laust gjöld sin hækkuð með samþkki fólksins. Kom þá fram frumvarp í neðri deild þingsins, þess efnis að laun lækna yrðu hækkuð upp í 2,500 kr. og þóknun aukalækna upp i 1,500 kr. pað varð úr að stjórninni var heimilað að hækka laun lækna til muna á meðan stríðið stendur yfir og dýrtíðin. Allmikið hefir verið gert tii fram- kvæmda við Tjörnes kolanámurnar. Stjórnin hefir borgað 18,077.50 kr.; látið byggja hús fyrir verkamenn sem kostaði 40,451.72 kr.; frá því í maí, 1917, til júní byrjunar 1918, höfðu ver ið unnin þar 10,275 dagsverk að húsa- j gerð meðtalinni; höfðu 1,430 smá- ! lestir af kolum verið teknar upp, j Kostnaðurinn er mjög miktll; kaup j og hlunnindi verkstjóra eins um 18,000 kr. Fæði og matreiðsla að j meðaltali 3.20 kr. á dag fyrir mann- j inn. JTalli á fyrirtækinu þegar all- j ur kostnaður er talinn er um 102,- j 161.83 kr. Samþykt var að reyna að leigja námuna ef ekki yrði talið j hægt að reka hana hallalaust á lands- kostnað i sumar. Saroþykt var frumvarp uoa bæjar- réttindi í Vestmannaeyju með bæjar- fóget.a—sé það sýslumaðurinn er eftir það nefnist bæjarfógeti og hafi í stjórn með sér 9 manns, en ef tveir j þriðju kjósenda samþykkja með leyni- j legri atkvæðisgreiðslu þa skal kosinn borgarstjóri í stað bæjarfógefa. Stofnaðir hafa verið á tvær smjörlíkisverksmiðjur. íslandi Séra Sigurður Gunnarsson sjötugur 25 maí. Látnir eru þeir: Bjarni pórðarson j frá Reykhólum; lést í Reykjavík hjá pórði kaupmanni syni sínum 25 maí, j í'íimlega áttræður; Halldór Benedikts- ! son frá Skriðuklaustri í Fljótsdal, og varð! Helgi Laxdal í Tungu á Svalbarðs- j strönd. Botnvörpungurinn Rán hefir verið við fiskiveiðar við strendur Ameríku um tíma; Sigfús Blöndal, einn af eigendum hans dvelur vestan hafs; skipstjóri er Arinbjörn Gunnlaugsson. Séra Lárus Halldórsson frá Breiða- bóii er seztur að í Reykjavík Komin er út stór skáldsaga eftir Einar Hjörleifsson sem heitir “Sam- býli,” og mikið er látið af. önnur saga er ný prentuð eftir Jón Trausta. Hún heitir “Bessi Gamli,” úr nútíð- arlífi á íslandi. Látinn er á Laugarnesspitalanum, 9. maí, Asmund. Sigmundsson, sonur Sigmundar Friðrikssonar og ólafar Sigurðardóttur konu hans í Iðu í Biskupstungum. _ V “Börn dalanna” heita nokkrar sög- ur sem nýiega eru komnar út eftir Axel Thorsteinsson. “Páll Postuli” heitir kvæða flokkur eftir Frederlck W. H. Myers, nýlega kominn út á ís- lenzku. pýðingin eftir Jakob Jóh. Smára. Ágætis tíð á íslandi og hlaðafli j kringum alt land. Stjórninni á íslandi var heimilað af þinginu að taka að sér einkaverzlun á lífsnauðsynjum meðan stríðið stend ur yfir og taka á sitt vald vörur kaup- manna gegn sanngjörnu verði að mati þriggja manna nefndar. Hótel ísland var nýlega selt fyrir 185 þúsund kr. f fyrra haust var það selt fyrir 120 þúsund. Góður árs- gróði. Nýlega eru þau gift f Reykjavík, Páll J. ólafsson tannlæknir, (sonur Jóns ólafssonar) og Jóhanna Bjarna- son (dóttir Lárusar H. Bjarnassonar, háskólakennara) Ragnhildur Bjai'nardóttir á Prest- bólum andaðist 5. júní. Kún var ekkja Páls sál. ólafssonar skálds. Hún lézt af slagi 74 ára gömul. 10. júní druknaði séra Gisli Jónsson prestur að Mosfelli. Hann var um fimtugt, sonur þeirra Jóns pórhalls- sonar og pórunnar Gísladóriir konu hans. Stríðið. í stríðinu hefir band-imönnum gengið vel síðan Voröld kom xit sein- ast. ítalir áttu í orustu við Austur- ríkismenn á fimtudaginn og tóku af þeim 300 fanga og talsvei't af skot- vopnum. peir í-uddust áfram og rufu skarð í fylkingar óvinanna á þrem- ur stöðurn og tóku alls hálfrar mílu svæði á sex mílna lengd. Bretar gerðu áhlaup á þjóðvei'ja næsta dag á eftir og komu þeim að óvörum; tóku þeir 1,300 fanga, 100 vélabyssur og allmiklar vistir. Var þetta í Somme héraðinu. Flesta fangana tóku þeir hjá bænum Hamel. undir samninga í því skyni; þar á meðal voru Voraldarmenn og Heims- kringla. Svo fór þó að prentararnir fengu $4 hækkun og vinna nú í næstu sex mánuði fyrir $29 á viku. VERKFALLI LOKID pess var getið í síðasta blaði að prentarar hefðu gert verkfall, kröfð- ust þeir þess fið fá $30 um vikuna, en sumir þeiria höfðu ekki haft nema $25. Mörg prentfélögin neituðu að hækka og var Lögbergsfélagið eitt xeirra; flest hækkuðu þó viðstöðu- 1 lust til þess að koma í veg fyrir vjrkfallið og skrifuðu samstundis Philipp Seheidemann, jafnaðar- manna foringi á pýzkalandi, fór hörð- um orðuiu um stjórnina á þioginu á miðvikudaginn, og George I.edebor, annar foringi jafnaðarmanna, kvað það skyldu fólksins í öliu þýzka ríkinu að gera uppreist til þess að láta stríðiö hætta. VERKAMANNA FUNDUR verður haldinn á verkamanna salnum j á James stræti, á sunnudaginn, kl. 3 j e.h. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson talar j þar á íslenzku og fleiri ræðumenn koma fram, auk þess að har verða j frjálsar umræður. Æskilegt væri að 1 sem flestir íslendingar gætu mætt. Verkamannahreyfingin er enn í bernsku, en hún á sér vissa framtíð fyrir höndum og því að eins getur i hún orðið áhrifamikil að fundir séu1 : sóktir og fræðslu leitað þar sem þess er kostur Safnaðarfundur í Skjaldborg annan föstudag. BITAR. “Sauðir varla sofa rótt,' sagt var fyrir skemstu. “Hafa allir höfuðsótt höfðing.iarnir fremstu.” J.J.D. “Auðvaldið leggur álíka xnikið til þæginda þjóðlíkamans og lúsir í rúm- inu gerir fyrir þann sem í þvi sefur.” Soltis. Ný kosningalög voru búin til í Can- ada fyrir síðustu kosningar. Nú hefir O’Connor verið falið að búa til ný kosningalög.—Diaz gam i i Mexi- co var vanur að láta búa til liosninga- lög fvrir hverja kosningu, og hélt sér þannig við völd um tugi ára. íslenzkuna um alla tíð ætti að reka héðan, því skal nota þetta strið, þurka’ hana burt á meðan. I

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.