Þjóðstefna


Þjóðstefna - 11.01.1917, Blaðsíða 1

Þjóðstefna - 11.01.1917, Blaðsíða 1
SSBB—»«a«= "•Ig-r , .il-!-Juaaa 37. tölublað Reykjavík, timtudaginn II. janúar. , i....—.n jim—m Stephan G-. Stephansson boðið heim. . Stephan G. Stephansson er eltt af frumlegustu skáldum þjóðar vorrar, víðsýnn, djúphygginn og orðspakur. Sum kvæöi hans eru snildarverk. Hann fór tvítugur til Vesturheims 1873, og hefir dvalið þar síðan. Hann er aiþýðumaður og hefír jafnan unnlð hörðum höndum fyrir sér og sínum. þó hefir hann lagt þann skerf til bók- menta vorra, er seint mun fyrnast, þvt að hann hefír auðgaö þær bæði að efni og formi. þjóð vorri, landi og tungu ann hann heitt, sem kvæöi hans bezt sýna. — Landar hans í Vesturheimi hafa á ýmsan hátt vottað honum þökk sína, en íslenzka þjóðin hér heims hefir ekki enn sýnt honum neinn vott virðingar sinnar né þakkiætis. KvæÖin hans falla henni í skaut, og mætti ætla, að henni væri kært aö sýna á einhvern hátt þökk sína í verki. Vér undirritaðir fulltrúar: Ungmennafélaganna í Reykjavík Hins íslenzka stúdentafélags, Stúdentafélags háskólans, Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur, mentaskólafélagsins Framtíðarinnar, verzlunar- mannafélagsins Merkúrs og sambandsstjórnar U. M. F. {., höfum því afráðið, að gangast fyrir því, að bjóða skáldinu hingað í kynnisför á komanda vori, og saba því fé, er til þess þarf. Vonum vér að öllum vinum skáldslns verði ljúft að ieggja nokkurn skerf di þessa, eftir efnum og ástæðum. Reykjavík 12. desember 1916. Ágúst H. Bjarnarson, Guðbrandur Magnússon, Guðm. Daviðsson Guðmundur Finnbogason, Gunnlaugur Einarsson, Helgi Bergs, Laufey Vilhjálmsdóttir, Stefán Jóh. Stefánsson, Seindór Guðmundsson, Theódóra Thoroddsen. Félóg þessi sem um ræðir í ávarpinu, hafa átt miklar og ítarlegar umræður um þetta mál. f>au hafa kosið nefndir til þess, að ráðstafa málinu á sem hyggilegastan hátt. Menn þeir sem undir ávarpið hafa ritað eru fulitrúar þeir, sem þessar nefndir hafa kosið. Kveðskap og þjóðrækni Stefáns þekkja aliir nú oröið svo vel, að frekari meðmæli ættu að vera óþörf. Kvæði hans bera það og með sér hve heitt hann ávalt hefir þráð til ættjarðarinnar, þó ekki væri nema í bili, en efnaleysiö hefir þar verið honum sá þröskuldur í vegi sem hann tii þessa hefir ekki' getað stigið yfir. Nú er svo til ætlast aö þjóð- in íslenzka þakki honum heimþra'na og ættjaröarástina með þvf að bjóða honum heim til þess enn einusinni að iíta fósturjörðina gömlu. Honum var skrifað með síðustu ferð og boðið að koma, vegna þess að enn sem komið er hafa undirtektir verið albragðsgóðar. En almenningi verður bráðlega gefið færi á því að sýna hvers hann metur heimþrá og ættjarðarást iandanna fjariægu. A I þ i n gi. —o— Eins og getiö var unt i síðasat blaði, tók myndun hinnar nýju stjórnar 3/s parta tíma þess, sem upprunalega var ákvaröaður til aukaþingsins. Á undan ráðherra- frumvarpinu voru að vísu lögð fyrir þingið stjórnarfrumvðrpin 6 og jafnmörg þingmannafrumvörp, en þeim var jafnharðan skipaö í nefndir til íhugunar og Htt eða ekkl rædd. Ráðherralögin voru afgreidd sem lög frá þinginu 30. des. f. á., símuð til stjórnarskrif- stofunar í Kaupmannahöfn á ný- ársdag og staöfesti konungurþau 2, jan. — Að kvöldi þess 4. jan. barst hingað símskeyti með kvaðn- ingu Jóns bæjarfógeta Magnús- sonar til forsætisráðherra og Björns bankastjóra Kristjánsson- ar og Sigurðar Jónssonar frá Istafelli sem ráðherra. Var þar með tekinn úr slagbrandur sá, sem verið haföi fyrir aðgerðum Alþingis, enda virðist að eftir þetta fari að koma skrið á þing- störfin. Eins og fram er tekið lagði stjórnin í byrjun þings fram 6 lagafrumvörp, nefnilega bráða- byrgðalög jjau, sem gefin höfðu verið út síðan þingi sleit, 1915 og voru þau þessi. 1. Um heimlld fyrir ráðuneýtið til að skipa nefnd tU að ákveða verölag á vörum. 2. Um heimild handa lands- stjórninni til ráðstafana til trygg- ingar aðflutningum til landsins. 3. Um útflutningsgjald af söit- uðu sauðakjöti. 4. Um þyngd bakarabrauða. 5. Um heimild handa ráðuneyt- inu til ákvörðunar sérstaks tíma- reiknings. 6. Um heimild handa ráðuneyt- inu til að leyfa íslandsbanka að auka hina lögákveðnu seðlaupp- hæð. þingmannafrumvörp þau, sem fram eru komin eru þessi: 1. Um breytingu og viðauka við lög um mælingu túna og mat- jurtagarða nr. 58, 3. nóv. 1915. 2. Um niðurlagning Njarðvík- urkirkju og sameiningu Keflavík- ur og Njarðvíkursókna. 3. Um breytingu á lögum nr. 40, 2. nóv. 1914 um heimiid fyr- ir landsstjórnina til þess að á- byrgjast fyrir hönd landssjóðs skipaveðlán h/f. Eimskipafélags íslands. 4. Um breytingu á lögum nr. 25, 20. okt. 1905 um vátrygging sveitabæja og annara húsa í sveit- um, utan kauptúna. 5. Um breyt. á toll-lögum fyrir ísland nr, 54, 11. júlí 1911 (um að afnema sykurtoil). 6. Um einkasölu landsstjórnar- innar á stelnolíu. 7. Um breyt. á lögum nr. 17, 3. okt. 1903, um aðra skipun á æðstu stjórn landsins (Ráðherra- lögin). 8. Um að landsstjórninni veit- ist heimild til að greiða styrk úr landssjóði (allt að 7000 kr.) til viðgerðar á sjógarðinum fyrir Einarshafnarlandi og Óseyrarness í Árnessýslu. 9. Um heimild fyrir landsstjórn- ina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. 10. Um breyt. á lögum um fasteignamat nr. 22, 3. nóv. 1915. 11. Um heimiíd fyrir lands- stjórnina til þess að selja almenn- ingi landssjóðsvörur undir verði og gjalda fyrir almenning nokk- urn hluta verðhækkunar á inn- íendum vörum. 12. Um breyt. á lögum nr. 54, 3. nóv. 1915 um stofnun brunabótafélags íslands. 13. Um að verkamönnum lands- sjóðs skuli reikna kaup í land- aurum. 14. Um takmörk verzlunarlóð- arinnar j Bolungarvík. 15. Um kaup á eimskipi og út- gerð þess á kostnað landssjóðs. 16. Um frestun á framkvæmd laga um uliarmat nr. 45, 3. nóv. 1915. 17. Um lýsismat. 18. Um útflutningsgjald af síld. 19. Um verðlaun fyrir útflutta sfld. 20. Um bann við sölu og leigu skipa úr landi. Af þingsályktunartillögum eru framkomnar: 1. Um landssjóðsverzlunina (að selja iandssjóðsvörur með sama verði allsstaðar á landinu). 2. Um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga mál, er snerta við- skiftin við bresku stjórnina og vöruflutninga milii ianda. 3. Um að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta reglulegt Al- þingi frumvarp til laga um láns- stofnun, er eingöngu veiti hentug lán til ræktunarfyrirtækja og jarða- bóta. 4. Breytingartiilaga vlð 1. 5. Um kaup á nauðsynjavörum til tryggingar landinu. 6. Um rannsókn á hafnarstað fyrir smáskip og vélbáta á svæð- inu frá Berufirði til Skinneyjar- höfða. 7. Breytingartillaga við 6. 8. Breytingartillaga við 5. 9. Viðaukatillaga við 6. 10. Breytíngartillaga við 5. 11. Um kolarannsókn og kola- vinnslu. 12. Viðaukatillaga við 5. gr. 13. Breytingartill. við 3. 14. Um styrk og lán tii flóa- báta. 15. Um styrkveitingu til Bjarna Jónssonar frá Vogi tii ísl. þýð- ingar Göethes Faust. 16. Um skipun bankastjórnar. 17. Um rétt landsjóðs til fossa o. fl. í afréttum. 18. Um einkasölu landssjóðs á steinolíu, 19. Um heimild handa stjórn- inni tíl þess að lána mönnum ié tii garðræktar. 20. Breytingartill. við 6. 21. Breytingartill. við 11. 22. Um skipun landsbanka- stjórnarinnar. 23. Um lánveitingu til raflýs- ingar á Isaflrði. 24. Um heimild fyrir landstjórn ina að verja 4000 kr. til Laugadals- vegar í Húnavatnssýslu á næsta sumri. 25. Um skaðabætur til farþeg- anna á Flóru í júlí 1916 (Eng- landsförin). 26. Um dýrtiðaruppbót handa embættis- og sýslunarmönnum landssjóðs. 27. Viðaukatillaga við 14. 28. Viðaukatillaga við 14. 29. Um skipagöngur sameinaða gufuskipafélagsins til landsins á yfirstandandi ári (að halda fast við samninginn frá 1909 og 1912). 30. Um framlengingu á útflutn- ingsleyfi fyrir íslenzkt sauðakjöt. 31. Viðaukatill. við 26. 32. Breytingartill. við 18. 33. Breytingartlilaga við 6. þegar á það er litið, að nálega þrjárvikur eyddust af þingtíman- um til þess að ljúka einu máli (stjórnarfyrirkomulaginu), verður eigi annað sagt, en að þingið hafl siðjn rekið af sér sllðru orðið, þar sem það þannig hefur haft til meðferðar 26 lagafrumvörp og 33 þingsályktunartillögur. En mörgum mun verða á að spyrja, hvort verkið á því sú ekki líka eftir því. Og það mun flestum finn- ast, þar sem 13 af þessnm 33 þingsályktunartillögum eru breyt- ingar- eða viðaukatillögur við hinar 20 og jafnvel 3 og 4 við sömu tillöguna. Svo hafa og all-margar þingsályktunartillögur verið teknar aftur eftir að búið hefur verið að eyða mörgum klukkustundum í umræður um þær. Ber þetta vott um þrent: Á einu leytinu, að flytjendur þeirra hafa lítt athugað, hvað þeir væru að gera, er þeir báru þær fram. í öðru lagi, að þeir láta sig furðu litlu skifta gagn þjóð- arinnar og þá eínnig kjósenda slnna, er þeir eyða tima þingslns og þar með fé almennings ( þann hégóma, er þeir við nánari at- hugun — eftlr á — sjálfir játa að hafi verið svo fánýtur, að sæmd þeirra sé betur borglð með því að þeir eti það ofan i sig sjálflr en bíða þess, að þlng- heimur færi þeim helm sannlnn með þvf ,að drepa mállð*. Og síðast en ekki sfzt ber þetta vott um svo megnt þroskaleysl þeirra og skort á samvinnuhæfilelkum að óhæfa má heita. Kjósendur virðast sannarlega eiga heimtingu á því, að fulltrúar þeirra á lög- gjafarþinginu séu svo þroskaðir, að þeir ielti hófanna hjá og beri sig saman við svo marga af starfsbræðrum þeirra, áður en þeir kasta málunum inn á þingið, að þeir þó viri fótum sfnum svo mikið forráð, að eiga ekki á hættu að þurfa „að eta sfna eigin spýju“, eins og máltækið segir. Og hve mjög mætti ekki spara tima þings- ins og þá kostnaðinn við hán- ingu þess, ef þingmenn bæru sig saman um málin fyrir tram, og kæmu sér saman um þau svo eigi þyrftu 3 og 4 breytingar og viðaukatiliögur vlð hvert þeirra jafnharðan og þau eru lögð fyrir þingið. Grani. Nærfatnaður mikið úrval fyrlr karla og konur. Sturla Jónsson. Saltfiskur ágætur fæst í verslun » » ^mutv&a ^.ttva^otvat

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.