Fósturjörðin - 11.05.1914, Blaðsíða 4

Fósturjörðin - 11.05.1914, Blaðsíða 4
28 FÓJSTURJuRÐIN. þaé sem Sofnvörpungar með þurfaf IJr, Klukkur, Gullskúíhólka og Gullstáss. er best og ódýrast í Veiðarfæraversluninni VERÐANDI. Sími 288. Hafnarstræti 18. Vopnasmiðttrínn í Jýrns. Eftir Sylvanus Cobb. (Frh.) ---- Útlit hans lýsti því glögglega að hann var ekki fæddur íTýrus; en hvaðan hann kom var öllum hul- ið. Samt var enginn sá til, er ást- sælli væri af alþýðu en hann, og einskis manns mundi hafa verið meira saknað. Ró hann væri lágt standandi handiðnarmaður, þá urðu þó aðalsmennirnir að fá sín beztu vopn hjá honum, og enginn var sá, er gengi svo fram hjá iðn- aðarhúsi hans, að hann ekki veitti honum meira en vanalegt athygli. Sumir pískruðu i hljóði, undar- legar sögur um hinn föngulega vopnasmið, og sumir fóru jafnvel svo langt, að þeir sögðu að sjálfur Herkúles hefði gætt hann yfirnátt- úrlegu atgeríi. En slíkar pískurs sögur voru óljósar og reikular, jafnvel þó að þær liefðu í ein- stöku tilfellum við nokkur rök að styðjast, þegar hjátrú þeirra tiina er tekin til greina. Vopnasmiður- inn gaf slikum hlutum lítinn gaum, en hélt stöðugt þá braut sem hann hafði valið sér, sam- kvæmt sínum leynda ásetningi, án þess að sinna því sem honum kom ekki við. Gio gætti að járninu með al- vöruaugnaráði, og loksins dróg hann það út, lagði það á lítinn ihvolfan steðja, og byrjaði að mynda úr því brjóst-skjöld. Högg- in dundu ótt og þungt, og ekki leið á löngu, áður en hann var orðinn mátulegur eftir fyrirmynd þeirri úr tré, er lá á hlið við hann. Það færðist hýrt bros yfir andlit hans, er hann sá hve vel honum' hafði tekist að reikna út hitastig það, er hann hafði látið málminn ná, og svo sneri hann sér að drengnum, um leið og hann lagði plötuna á bekk, og sagði: ■ »Þarna Abal, slökktu eldinn fyrir ( kvöldið, og undirbúðu þessa plötu fyrir fæinguna«. »Handa hverjum er hún herra?« spurði drengurinn, og hætti að blása i eldinn. »Hún er handa Strato«. »Unga kaupmanninn?« »Já«. »Það hélt eg«. »En því spurðirðu þá?« mælti Gío, sem virtist með látbragði sinu veita drengnum ótakmarkað mál- frelsi. »Af þvi mér fanst það undar- legt, að hann skildi þarfnast hennar«. »Allir ráðvandir menn í Týrus kynnu að þarfnast þeirra áður en langt um líður«. »Eg get ekki skilið af hverju«. »Bíddu þá þar til raun gefur vitni. Reynslan er besti kennarinn«. Gío talaði þessi orð, í nokkuð hranalegum málróm, og Abal snéri sér að verki því, er honum hafði verið falið á hendur. Tvisvar sinnum virtist hann vera kominn fast að þvi, að bera upp enn eina spurningu; en hinir þungbúnu hniklar, er komnir voru i auga- brýr hins kraftalega vopnasmiðs, bægðu honum frá að segja meira. Drengnum varð samt lítið úr verki; þvi naumast hafði hann snúið sér að því, er flóttaleg stúlka kom hlaupandi inn í verksmiðjuna, Hið langa hár hennar flaxaðist niður um herðarnar. Föt hennar voru rykug og andlitið náfölt af ótta. »ó, frelsið þér mig herra!« mælti hún, og rjetti fram báðar hendurn- ar í ofboði. »Hver sem þér eruð þá frelsið þér mig!« »Hvernig, og frá hverju?« spurði Gíó, sem var auðsjáanlega stein hissa, á þessum skyndilega atburði, um leið og hann dáðist að af- bragðs fríðleik stúlkunnar, er flúði á náðir hans. »Frá óvinum mínum«. »Og geta yðar líkar átt óvini í vorri góðu Týrusarborg?« mælti vopnasmiðurinn, um leið og hann lagði hina breiðu hönd sína á enni stúlkunnar. »Já ó! talið þér ekki meira; frelsið þér mig heldur!« æfti stúlk- an og leit óttaslegin aftur fyrir sig. »Eg er saklaus — alsaklaus. Frels- ið þér mig frá morðingjum föður míns!« »Hver er hann — faðir yðar?« »Ivison Ludinn var faðir minn«. »Heixi það hinn mikli guð Her- kúles!« kallaði Gío »eg veit nú hver þér eruð, og hver það er sem að leitar yðar. Hérna Abal lylgdu lafðinni til hei'bergis dóttur minnai'. Fljótt nú!« Drengurinn opnaði litlar dyr á bakhlið hússins, og óðara en stúlk- ( an var hox íin út um þær lokaði hann þeim á eftir séi', og sló slag- brandi fyrir, Gío sló eirlitum hnefanum á bi’jóst sér, og hálf- sögð bölbæn hvíldi á vörum hans. Hinn þungbúni svipur sem komið hafði á andlit hans, við tal dregsins, var nú orðinn ægilega myx'kui’. Að lítilli stundu liðinni heirði hann skindilega fótatak á steinstjettinni fyrir utan, og rétt á eftir komu sex menn inn, og var Phalís konungs- sonur í fararbroddi. «Kom ekki kvennmaður hingað inn fyrir dálitilli stundu?« spuiði Phalís óðamála og lafmóður. »Jú dóttir mín, konungssonur« svai’aði Gío. »Eg á ekki við hana, það er önnur sem ég leita að, og hún fór hér inn. (Framh.) Einnig hin alþektu Panzer R,eiÖlijól og alt til Reiðhjóla og viðgerða á Úrum og Klukkum. F’ljótt og vel af hendi leyst. Alt þetta sem að ofan er talið eru hinar vönduðustu og ódýrustu vörur sem hægt er að fá eftir gæðum. Pórður Jónsson, i Úrsmiðjunni. Austurstræti 6 Margfalt meíri birgðir af KP£F V efnaðarvörum en nokkru sinni fyrri. Alt best og ódýrast eftir gæðum. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, hafa ætíð mikið úrval af Vefnaðarvöru og Karlmannsfötum, ytri sem innri. - Vöruvönðun Jiekt. '«5 Margarínið alþekta, sem undanfai’in ár hefur verið selt i Nýlenduvörudeild Edinborgar, og sem hefur þótt svo ágætt, er nú og verður framvegis til sölu í Glervörudeild verslunarinnar. Verslunin Edinborg. Prentsmiðjan Gutenberg. — 1914.

x

Fósturjörðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.