Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 17
• 77 « I þróunarinnar. Siðafræðin á að kenna oss að gjöra fúslega og vit- andi vits það, sem vér hljótum að gjöra, hvort heldur sem oss líkar betur eða miður. I einu orði að segja, er siðafræðin óhugs- andi án skyldu, og hinn verulegasti partur hennar er hennar objektíva verund, hennar ósveigjanlegi strangleiki og harða alræði (autoritas). Vér segjum við hedónistann: Góð athöfn er eigi siðleg af því að henni fylgir ánægja, heldur af því, að hún er samkvæm skyldunni. Vér megum eigi fara eftir því, sem heitir oss ánægju, heldur ber oss að leita vorrar æðstu unaðssemdar í því að gjöra það, sem tilverunnar allsherjar-lögmál (eða trúarfræðislega sagt: guð) heimtar af oss. Peim, sem neita því að til sé objektív regla fyrir réttu og röngu í tilverunni, hættir við að framfylgja hinu sama og Huxley, að maðurinn hafi eigi komist af í lífsstríðinu sökum siðgæðis síns, heldur þvert á móti sakir siðleysis síns. Sagt hefir verið, að mað- urinn væri rángefnari, síngjarnari og ranglátari en dýrin. Vér neitum því eigi, að siðlaus maður kunni ástundum að sýnast dýrs- legri en dýr, en hitt sjáum vér eigi, að maðurinn sé eins siðlaus eða siðlausari en dýrin. En þetta þarf íhugunar við. í dæmisögu Æsóps segir úlfurinn: »því mundir þú hafa rétt, er þú etur lambið, þar sem það er talið órétt gjört af mér?« Er maðurinn eigi líkum lögum háður og úlfurinn? Eða slátrar eigi maðurinn fleiri skepnum en allir úlfar á jörðunni eta? En þó nú úlfurinn hafi mikið til síns máls, þá sjáum vér þó, að maðurinn lifir en úlfum er eytt, sem er gild sönnun þess, að maðurinn er í meira samræmi við skipulag og lög alheimsins. Og þó virðast athafnir beggja, úlfs og manns, vera sviplíkar, eða öllu heldur hitt, að sé sökin því þyngri sem hún er meiri að vöxtunum þá er saman er borið, yrði málstaður úlfsins öllu vænlegri; því að maðurinn nú á dögum lógar fleiri sauðum, svínum og öðrum skepnum á einu ári, en úlfar fá gleypt á heilli öid. Hvað afsakar nú þennan slátursköst annars vegar, og ásakar sama hlut hins vegar? Vér viljum ekki svara þessari spurningu með því að vegsama þann sið manna, að þeir lifa á holdi meðskepna sinna. Frá sið- legu sjónarmiði sæmdi manninum betur að viðhalda lífi sínu á öðru en á slátri af lömbum, kálfum, fuglum og fiskum. Vér skul- um eigi skoða málið frá huglægu eða háleitu sjónarmiði, heldur bera blátt áfram saman breytni úlfa og manna; og þá sjáum vér, 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.