Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 1
Reykjavík, 27. maí, ÁG LÖGREGLAN í Reykjavík tók í gær og fyrrinótt nokkrar unglings stulkur og pilta til yfirheyrslu vegna gruns um a3 vændi ætti sér stað í ákveðnu húsi hér í borg. Ilafði lögreglan þá fylgst með þessu húsi áður í nokkurn tima. Einn piltur var færður í varðhald 1 en sieppt skömmu síðar. Við yfirheyrslu hefur ekkert það komið í ljós, sem bent gæti til þess, að þarna ætti sér stað skipu lagt vændi. í húsi þessu búa tveir ungir menn, og hefur mikiil straumúr af stúlkum á aldrinum 15—17 ára verið þa'rna inni og úti á þverri nóttu. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort rannsókn í máli þessu sé lokið. töðugir fundir Reykjavík, 27. maí. FULLTRÚAR VERKALÝÐS- FÉLAGANNA fyrir norðan og austan og fulltrúar atvinnurek- enda voru á fundi með sáttasemj- ara tii klukkan hálf þrjú aðfara- nótt þriðjudags. Annar fundur hófst klukkan 20,30 í kvöld og var honum ólokið er blaðið fór í pressuna. Þá hefur verið haldið áfram við ræðum ríkisstjórnarinnar og full- trúa ASÍ. Fulltrúar þessara aðila ræddust við í dag og verða fram hald þeirra viðræðna á morgun. Undirræfndirnar þrjár, sem skip aðar voru og fjalla um húsnæðis- mál, vinnutíma og verðtryggingu launa hafa nú því nær lokið störf um. Blaðið ræddi í gær við einn með lim samninganefndar verkalýðs- félaganna fyrir norðan og austan og sagði hann, að undanfarið hefði mest verið rætt um ýmis a6 riði í samningum félaganna, önnur en bein kaupgjalds og flokkaskipt ingarákvæði, og hefðu ýmis at- riði verið samdæmd. Hins vegar væri enn ekkert farið að ræða um kaupgjald eða flokkaskiptingu og væri beðið átekta með það. Sagði hann, að það sem miðað hcfði í þessum samningaumleitun. um væri í rétta átt, þótt hæg6 færi. Fundur sáttasemjara með nefnd um norðan og austanmanna stóð enn, sem fyrr segir, er blaðið fór í prentun. i kki skipulagt vændi Krústjov sagður mesti svikarinn VIN, 27. maí (NTB-Rauter) — — Enver Iloxlia hershöfðingi, al- banski kommiinistaleiðtoginn, lief ur í ræðu kallað Krústjov forsæt- isráðherra mesta og skitnasta svik arann í sögu kommúnismans. Hoxlia sagöi í ræðu á sunnudag inn í tilefni afmælis fyrsta and- fasíska albanska þjóðarþingsins, að tilraun Nikita Krústjov til að sverta Stalín væri algerlega unn in fyrir gýg. Krústúov er sem fluga samanborðið við hinn mikla Jósef Stalín“, sagði hann. „Nikita og glæpaklíka hans eru raunverulegir glæpamenn og rætn ustu menn, sem til eru. Þeir hafa verið svo óvífnir, eins og Mikoj an gerði, að segja upp í opið geðið á okkur, að beir hafi haft í hyggju að myrða Stalín. Krústjov og glæpaklíka hans hafa ákveðið að breyta Sovétríkjunum í borgara- legt auðvaldsþjóðfélag. Það felst í fyrirætlunum þeirra, að gera al- þýðulýðræðisríkin í Evrópu að hreinum þrælarikjum. í dag ríkir hrein ógnarstjórn í Sovétríkjunum með morðum, fang elsunum, þrælabúðum og nauðung arflutningum. Krústjov-klíkan skipuleggur nú í Sovétrikjunum hina svörtu ógnarstjórn sósíalíst- ískra byltingarmunna, trotzkýista og mensévista og ógnarstjórninni er beint gegn marxistum, lenínist um og sovézku þjóðinni", sagði Hoxlia í ræðunni, sem albanska fréttastofan skýrði frá. Nýju Delhi, 27. maí (NTB - Reuter) INDVERSKA þjóðin var slegin harmi í dag vegna andláts Nehrus forsætisráðherra. Fán- ar voru í hálfa stöng og fólk grét á götum úti í Nýju Delhi. Stjórnin hefur lýst yfir tólf daga þjóðarsorg. Þúsundir manna hafa safnazt saman fyr- ir utan heimili forsætisráðherr, ans. Lík Nehrus verður brennt við Kuma-ána, skamt frá þeim stað þar sem lík Gandhis var brennt fyrir 16 árum. í kvöld lá lík Nehrus á við- hafnarbörum á þrepunum fyrir framan aðalinnganginn að for- sætisráðherrabústaðnum. 250 þúsund Indverjar, karlar, kon- ur og börn, gengu fram hjá lík- börunum til þess að votta hin- um látna forsætisráðherra hinztu virðingu sína. Fréttin um lát Nehrus var fyrst kunngerð í þjóðþinginu. Forseti þingsins bað um hljóð og sagði.’' „Ég hef alvarlegar fréttir að færa þingi og þjóð. Forsætisráðberrann er ekki lengur á meðal okkar. Ljósið hefur slökknað”. Því næst var fundum þings- ins slitið. Nehru lézt kl. 14.00 að stað- artíma. Hann virtist vel fyrir- kailaður og í góðu skapi þegar hann gekk til rekkju um kl. 23 í gærkvöldi. Undir morgun kvartaði liann yfir verk í hryggnum. Tveir læknar voru þegár til kvaddir, og var ann- 37 krafthlakkir Bátarnir eru nú sem óðast að. búa sig undir suinarsíld- sveiðarnar og einn liður í þeim er að láta yfirfara kraftblakk irnar. Það segir frá hetmsókn í vélsmiðjuna Þrym á þiðju síðunni í dag, en í smiðjunni voru 37 blakkir til viðgeröar og athugunar í gær (Mynd: KG). í opnunni í dag er spjallað við Gunnar Gunnarsson list málara, en svo skemmtilega vill til að hann á einmitt fimmtugsafmæli í dag. ar þeirra sérfræðingur í hjarta sjúkdómum. Blóðþrýstingurinn tók að lækka og Nehru missti meðvit- und meðan læknarnir voru hjá honum. Sex aðrir læknar voru kvaddir á vettvang, m. a. sér- fræðingur í heilasjúkdómum. En allt kom fyrir ekki. Hjartað lét undan kl. 14.00 eftir staðar- tíma. Nehru var við góða heilsu svo að segja alveg þangað til hann veiktist í nýra vegna vír- ussmitunar 1962. í janúar sl. veiktist hinn 74 ára gamli for- sætisráðherra á nýjan lqik. Hann þjáðist af of liáum blóð- þrýstingi, og var þreklítill vinstramegin í líkamanum. Nehru sneri nýlega aftur til Nýju Delhi úr orlofi í Dehra Dun. Ætlunin var að hann dveldist sér til heilsubótar í Kalimpong í byrjun næsta mánaðar. Hann sagði blaða- mönnum nýlega, að hann hefði dálitið hugsað um að láta af störfum forsætisráðherra og starfa í stað þess sem ráðunaut ur. Hann bætti því við, að hann teldi ekki að líf hans tæki enda í næstu framtíð. Framh. á bls. 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.