Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						45. árg. — Sunnuáagur 14. júní 1964 — 132. tbl-
riöji báísfundur
haug hér á landi
Patreksfirði, 13. júni. AP-GO.
FORNMINJAR hafa fundizt í
Yatnsdal hér í firSinum, Ýta var
aS róta í jarSvegi þegar upp komu
mannabein og haugfé. ÞjóSminja-
verSi var tafarlaust gert aSvart
um fundinn og sendi hann Þór
Magnusson vestur lil að gera at-
huganir í dysinni. í ljós kom, að
þarna hafa verið dysjaðar 5 mann-
eskjur og nokkurt fé, ennfremur
fundust leifar af báti, sem mun
hafa verið um 24 feta langur. Lik-
legt er að fólk og fé hafi verið
lagt í hann, en dysin er síðan úr
ramri heiðni, meira en 1000 ára
gömul.
(Framhaíd á 4. síðu).
Sveinbjörg í Svanavatninu
Fyrir nokkru skýrðum við frá Crankos,  sem  dansað  hefur við
því hér í blaSinu, að 19 ára göm-
ul stúlka úr Reykjavík, Sveinbjörg
Kristín Alexanders, hefði getið
sér mjög góðan orðstír sem ball-
etdansmær  í  balletflokki   John
Stuttgart-óperuna í vetur. Dans-
aði hún sóló í fyrsta sinn í Svana-
vatninu í Scuttgart 4. apríl í vor,
en á ballettvikunni í vor dönsuöu
Frh. á 4. siðu.
FOR-
SÍÐU
LEIÐ-
ARI
FÓRNIR á áltari umfefðarinnar eru orðnar ískyggilega tíðar hér á landi. Bif-
reiðum landsmanna hefur fjölgað örar undanfarin tvö ár en dæmi eru til áður.
Aukin umferð befur skapað aukið öngþyeiti, því ökurými hefur ekki aukizt, né
umferðarmenning batn'að í hlutíallil við f jölgun bifréiða.
Ástandið í þessum efnum er nú að flestra dómi orðið ískyggilegt; svo í-,
skyggilegt, að ekki má lengur við una.  í höfuðborginni eru árekstrar og slys
svo daglegt brauð, að einungis stórslys eða banaslys þykja frétt-
næm.  I hverjum árekstri verður tjón á bifreiðum svo tugum, ef
ekki hundruðum þúsundfec skiptir. Þegar fólk slasast, hlýzt oft af ævi-
löng örorka og stundum dauði.
Höfum við ísfendingar efni á að láta þessa þróun halda áfram
án þess reynt sé að hamla á móti? Tvímælalaust höfum við það ekki.
Það hefur engin þjóð.
Brezkur þingmaður sagði nýlega í blaðagrein, að þær þjóðir.
sem ekki gerðu sitt bezta til að reisa rönd við þessari óhugnanlegu
þróun, gætu vart talizt siðmenntaðar. Hann vildi lát-a skera upp berör gegn
umferðarslysunum, og það er einmitt verið að igem víða um löndi um >essar
mundir. En við íslendingar .höldum að okkur höndum og höfumst ©kkií að. Yfir-
völd halda ekki vöku sinni og slysaf jöld inn eyfcst.
Það er sár sannleikuf, að í Reykjavík, þar sem slys eru tíðust og árekstrar
flestir, hefur síðastliðin ár harla lítið vex*ið gert til að gera umferðina örugg-
ari. Umferðarljós <voru sett upp á horni MMubrautar og Lönguhlíðar, þegar þar
höfðu orðið tugir árekstra og slysa. Umferðarljós vantar á fjölmörg gatnamót í
borginni, en ekkert er a§ gert.
Upplýst er, að fjárskortur er ekki orsök framkvæmdaleysisins. Stöðumæla-
sjóður á tvær og hálfa milljón króna, sem geymdar eru á bankabókum í ýms-
um peningastofnunum. Þar er féð haft í útlánum og veltu, meðan ástaridið í um-
ferðarrriá'lum borgarinnar hríðversnar með hverri vikunni sem líður. Þetta fé á
skilyrðilsllaust að nota til að bæta umferðina í borginni og það án tafar. Það er
óafsakanlegt, að ráðstafa fénu á þennan hátt meðan þörf úrbóta er jafn knýj-
andi og raun ber vitni.
-¦          -                                        Framhald 'ú 2. síðu.
500 LÓÐIRHREINSAÐAR
Á KOSTNAÐ EIGENDA
R*ykjavík, 13. júní. — EG.
Síðastliðnar þrjár vikur hafa
um 500 lóSir í borginni verið
hreinsaðar á kostnaS eigenda. 80
bílhræ hafa verið fjarlægð, — og
töluvert á annaS hundraS skúrar
hafa veriS rifnir. AS þessum
hreinsunum hafa unniS 20 menn
sem hafa haft 3 bíla til umráða
og að auki hafa um 80 unglingar
úr unglingavinnu borgarinnar unn
iff aS hreinsun á ýmsum opnum
svaeðum.
Fréttamönnum var boðið í öku-
ferð um borgina fyrir þremur vik
um og þá sýnt hve víða var þörf;
á róttækum hreinsunaraðgerðum.
t dag buðu borgaryfirvöld í sams
konar ökuferð til að sýna hver
árangur hefði orðið á þessum tíma.
Mjög víða hafði orðið veruleg
breyting á til batnaðar. Strætis-
vagnaskrifli, forljótir skúrar og
annað álíka þokkalegt var nú
horfið af ýmsum lóðum, sem m.
a. hafa verið birtar myndir af hér
í blaðinu.
Páll Líndal, skrifstofustjóri
borgarstjóra, tjáði fréttamönnum
að einkaaðilar hefðu undanfarið
komið með 6000 bílhlöss af rusli
til sorpeyðingarstöðvarinnar, enda
mætti nú víða sjá mun á borginni.
Páll sagði ennfremur, að um þess-
ar mundir væri verið að gera alls
herjar hreinsunarherferð á Rvík-
urflugvelli og ætti flugmálastjóri
frumkvæðið að því. Hann sagði að
undirtektir almennings gagnvart
herferðinni hefðu orðið mjög góð-
ar. Svo virtist sem mönnum væri
nú ekki eins sárt um ruslskúra og
annan ósóma eins og oft áður. —
Því til sönnunar nefndi hann, að
Reykjavíkurborg hefur aðeins ver-
ið hótað málshöfðun vegna
tveggja eða þriggja skúra, sem
rifnir hafa verið. Það væri fjarri
Iagi, að hreinsunarherferðina ætti
aðeins að miða við lýðveldisaf-
mælið sagði Páll að lokum. henni
á að halda áfram eftir bað. og
hafa nokkrir aðilar fengv'S frest
til 1. júlí til að hreinsa.til.hji sér.^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16