Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skólablašiš

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 11. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skólablašiš

						174                  SKOLABLAÐIÐ
Sent Skólablaðinu.
Á heimlelð. Skáldsaga úr sveit-
inni.  Eftir Quðrúnu Lárusdóttur.
Þeim fjölgar, skáldsögunum, og þær falla í góðan jarðveg
hér á landi. Hér kemur nýr höfundur fram á sjónarsviðið, og
sagan þó síst viðvaningsleg. Sagan er úr sveitinni, íslenskri sveit,
vel sögð að því er vér höfum best vit á, og hugðnæm að lesa
og heyra frá upphafi til enda. Gæti vel verið að hún yrði les-
in eins oft til skemtunar á vetrarkvöldum eins og sögur hinna
eldri skálda. Nokkuð snertir hún andleg efni, og ætti ekki að
fæla frá lestrinum. Dettur þó í hug maðurinn, sem leit í Bók
œskunnar, þegar hún var að koma út. Hann rak augun í fyrir-
sögn fyrir einum kaflanum: »Æskan í guðs ríki«, og varð að
orði: »Æ, var ekki hægt að segja þelta öðruvísi? — Guðs ríki!
Þá lesa menn ekki lengra«.
Lyndiseinkunnir sögufólksins eru dregnar skýrum og hrein-
um dráttum, trygg ást, trúmenneska, fórnfýsi. Ýms atriði úr
sveitalífinu eru séð glöggu auga, og ágætlega lýst, svo sem
ferðalögum, mannfundum og ekki hvað síst hestunum. Það gera
karlmennirnir vart betur.
Skólabl. mælir hið besta með þessari skáldsögu við unga
og gamla.
Hinn almenni mentaskóli.
Rektor er settur við hann frá 1. f. m. Geir T. Zoega yfir-
kennari, og frá sama tíma er Böðvar Kristjánsson settur þar ad-
junkt; var áður aukakennari við skólann. Yfirkennari Pálmi Pálsson.
Kennaraskólínn.
Dr. Björn Bjarnason hefur verið fatlaður frá kenslu afsjúk'
dómí undanfarið. Hann er enn erlendis þennan vetur sér til
heilsubótar; í hans stað kenna þar í vetur þeir Sigurður Guð<
mundsson cand, mag. og cand. Halldór Jónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176