Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 1
Miðvikhdagur 28. júlí 1965 — 45 árg. - 166. tbl. - VERÐ 5 KR. HEATH LEIDTOGI IHALDSFLOKKSINS Edward Heath LONDON, 27. júlí (NTB- Reuter). — Edward Heath verður næsti leiðtoffi brezka íhaldsflokks ins. Hann hlaut flest atkvæðí í form legri atkvæðagrei-ðslu í þingflokki flokksins, en náði ekki kosningu þar eð hann hlaut ekki minnst 15% fleiri atkvæði en næsti mað ur eins og tilskilið var. Eftir atkvæðagreiðsluna til- kynnti helzti keppinautur hans, Reginald Maudling, að hann mundi draga sig í lilé. Sama gerði Enoch Powell fv. heilbrigð- ismálaráðherra, og þess vegna get ur þingflokkurinn kjörið Heath einróma er hann kemur aftur sam an á fi-mmtudag til þriðju at- kvæðagreiðslu. Peter Thorneycroft fv. land- varnaráðherra, sem einni'g hefur verið talinn koma til greina sem Framh. á 14. síðu. WMMWWMWWMMWWWWWWWHWWtWMWWMWMW SAMNINGAR UM AFURÐA- VERÐIÐ Á NÆSIA LEITI Reykjavík, KB Verðlagsgrundvelli landbúnað- arafurOa hefur nú verið sagt upp, eins og reimdar hefur gerzt árlega um langt skeið, Fulltriiar bænda sönðu grund• vellinum upp snemma í þess- um mánuði. Samningaviðræður milli full- trúa bænda og neytenda um nýj an verðlagsgrundvöll munu væntanlega hefjast í síðari hluta ágústmánaðar, að því er Sæmundur Ólafsson forstjóri tjáði blaOinu í dag. Ekki taldi hann þó öruggt, að samkomu- lag tækist þá strax, en taldi hins vegar liklegt, að eitthvað færi að gerast í verðlagsmálun- um, þegar komið væri nokkuð fram i september. WWMWtWWWWWMWWMWWWWWWWMWWWWWl WMWWWWtMMWWWMWWWMmWWMWMWWMMWWWW Takið myndir ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í dag fjórar slður um Ijós- myndun, sem er eitt vinsæl- asta tómstundagaman nútím- ans. Oddur Ólafsson, Ijós- myndari skrifar um mynda- vélar og myndatöku fyrir byrjendur í listinni og segir að nú geti allir tekið mynd- ir. Sjá bls. 7, 8, 9 og 10. wvtwwi'MWi mívmtttttntvttttttttttttttttHtttttttttttttttv >ttttttwt»twtwtttwtttttwttwtttttttww»tttttttitt%ttttt»tttiwttM»tttw>immtttwttttt Um þessar mundir stendur afhending nafnskírteina yfir í gamla Iðnskólahúsinu við Lækj- argötu. Afhending skírteinamia hefur gengið greitt fyrir sig, því í gærdag höfðu um 37 þúsund manns sótt skirteini sín. Afhendingunni verður haldið áfram næstu daga. Mynd JV. Jakob spáir góðri síldveiði í haust Reykjavík OÓ. ALLT bendir til þess að haustsíldveiðin verði ágæt, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann um borð í Ægj í gær. Mikil síld er fyrir Austurlandi, en hún er enn dreifð. en búast má við að hún fari að þéttast fyrr en síðar. Ég þori ekki að ábyrgjast hvaða daga það verður en skilyrð in í sjónum eru mjög góð, sagði Jakob. Ægir er nýkominmá miðin. aust ur af Langanesi, þar er síld í dreifðúm torfum og ' erfitt að ná henni, þar sem hún mjög stýgg. Annars er mikil síld-dreifð djúpt út af Austurlandi, 08081 fyrir sunn an og norðan. Kvaðst Jakob vona Samningafundur féll niöur Sáttafundur í farmannadeilunni stóð yfir frá því laust eftir há- degi á mánudag langt fram á nótt án þess að árangur næðist. í gær- dag var síðan boðað til fundar með fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna í Vestmanna- eyjum út af deilunni, sem þar hef- ur staðið að undanförnu um yfir- vinnuálag. Sá fundur féll þó nið- ur af óviðráðanlegum orsökum, en nýr fundur sömu aðila mun hafa verið boðaður í dag. að hún færi að þéttast þegar kem ur fram í næsta mánuð. Norski síldarstofninn sem hefur vetur- setu fyrir austan er mjög stór núna og ætti að geta orðið þarna góð veiði þegar líður að hausti. þótt ástandið í sjónum sé óeðli- legt núna, og þessi stofn ekki enn genginn á íslandsmið. Þátt allfc bendi til góðrar haustveiði er ald rei hægt að segja með fullkomnvt öryggi hvtVflig síldin komi til með að haga sér. Síðan skipulagð ar rannsóknir á vetrarsetusíidl hófust árið 1950, hefur stofninn ávallt safnast saman djúpt út af Austurlandi og hefúr þetta reynzt mjög árvisst, og hlýtur þvi þessi síld að koma þótt síðar verði. Síldin sem íslendingar eru nú að veiða við Hjaltlandseyjar, kem ur ekki við nema að því leyti að Framhald á 15 siðu Jakob Jakobsson fiskifræðingur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.