Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Rifrgfjóri QrnEidsson
Akranes-Valur 5i2
LEIKURINN í I. deildinni í gær
kvöldi milli Akurnesinga og Vals
fór svo, að þeir fyrrnefndu sigr-
Uðu stórt, skoruðu 5 mörk gegn
aðeins 2. Eftir öllum gangi fyrri
hálfleiksins, er Valur lék gegn
nokkurri golu, mátti ætla, að enn
betur tækist til í síðari hálfleikn-
um. En bað var nú eitthvað ann-
að. Þá fyrst komust Akurnesing-
ar í gang fyrir alvöru.
Sókn Vals er mikil í fyrri hálf-
leiknum, eins og sjá má af því að
þá fengu Valsmenn 10 hornspyrn-
ur á mótherjana gegn aðeins 2. —
En þrátt fyrir margvísleg tækifæri
þar á meðal vítaspyrnu, fóru þau
Öll í súginn. Ríkharður skoraði
fyrsta mark Akurnesinga er 20.
mín. voru liðnar, og aðeins 5 mín.
síðar bjargaði Þorsteinn bakvörður
Vals í horn hörkuskalla frá Ei-
leifi og enn 10 mín. síðar skoruðu
Akurnesingar aftur, eftir regin
mistök í Vals-vörninni. Stóðu
þannig leikar þar til á 37. mín.
að Hermann Gunnarsson, miðherji
Vals skoraði ljómandi skalla úr
hornspyrnu. Rétt fyrir leikslok
bjarga Akurnesingar á línu.
í síðari hálfleiknum skoruðu
Akurnesingar þrívegis, fyrst Skúli
úr aukaspvrnu, boltinn fór undir
markvörðinn, Sigurð Dagsson, sem
nú  áttl  sinn lélegasta  leik  til
þessa, hægri útherji, Matthías,
óð næst beint af auga með
knöttinn, og sendi hann úr opnu
færi og óáreittur í markið og inn.
Loks skorar svo Björn Lárusson,
vinstri útherji ekki ósvipað mark
15 mín. síðar.
Þessari markasúpu fékk Valur
aðeins svarað með einu marki, sem
Ingvar skoraði úr góðri fyrirsend-
ingu Gunnsteins. Þrátt fyrir öll
þessi mörk var leikurinn heldur
tilþrifalaus, mikið um ónákvæmar
sendingar og fum. Akurnesingar
léku þá betur og áttu nákvæmari
sendingar, en bezti maðurinn í liði
þeirra var Jón Leósson, hinn
mikli dugnaðarþjarkur. í liði Vals
átti Hermann Gunnarsson beztan
leikinn. Knattleikni hans bar af.
í liði Vals eru nú f jórir leikmenn
úr 2. flokki. Tveir þeirra hafa lítt
eða ekki komið við sögu meistara-
flokks áður, þeir Sigurður Jóns-
son, hægri útvörður og Gunnsteinn
Skúlason, hægri innherji og dugðu
þeir báðir mjög vel, sem vænta
má mikils af er stundir líða.
Magnús Pétursson dæmdi leik
inn vel. — EB.
Valur  (b)  og  Breiðablik
keppa í bikarkeppni KSÍ í kvöld
fel. 20.00 á Melavelli.
DAN SHERRY, Kanada setti
heimsmet í 110 yds flugsundi í
grær — 58,1 sek. 9/10 úr sek. betra
en gamla metið, sem Berry. Ástra
líu átti.
HERRMANN, Au.-Þýzkalandi
setti landsmet í 5 km. í fvrradagr,
hljóp á 13,30,0 mín., sem er 12,4
sek. betra en gamla metið. Þetta
er fjórði bezti tími, sem náðst
hefur í greininni. — Nordwig, Au.
ÞýzkaL stökk 5,05 m. á stöngr, sem
er bezti árangur í Evrópu í sum
ar.
IBV SIGRAÐIÍA 4:1 AN
LANÐSLID5MANNANNA

Áí:ý-ý:

w %
$&£&&«?*
Keppcudur íslands á Norðurlandameistaramótinu komu til Helsing-
fors í grær. Á myndinni sést Valbjörn Þorláksson kasta spjóti, en
hann er talinn mjög sigurvænlegrur í tugþraut á mótinu.
VESTMANNAEYJAR og Akra-
nes háðu um liðna helgi bæjar-
keppni í knattspyrnu á grasvell-
inum í Eyjum. Margt fólk horfði
á leikinn enda völlurinn staðsett-
ur skammt foá Herjólfsdal þar
sem Þjóðhátíðin fræga fór fram
um sama leyti. Ekki sendu Akur-
nesingar sitt sterkasta lið til
leiksins, landsliðsmennirnir sátu
heima. Kannski hafa Akurnesing-
ar ekki reiknað með neinni telj-
andi mótspyrnu hjá II. deildar-
liðinu en raunin varS nú önnur.
Akurnesingar urðu að bíta í það
súra epli að tapa fyrir Eyjamönn-
um og það með miklum mun eða
1—4. Eyjamenn voru vel að sigr-
inum komnir, þeir höfðu alla yfir-
burði í leiknum og voru um tíma
einráðiri á vellinum. Leikurinn
var all fjörugur og á köflum á-
gætlega leikinn og þá sérstaklega
af hálfu Eyjamanna. Það er ekki
laust við að Vestmannaeyingar
séu ánægðir með lið sitt og eru
miklar vonir bundnar við það
þegar það mætir Þrótti á Laugar-
dalsvellinum á laugardaginn. Vest
mannaeyingar telja vera kominn
tíma til að lið þeirra fari að sýna
sig í 1. deild og þeir munu fjöl-
menna „suður" til að hvetja
strákana sína til dáða.
KAREN Muir, 12 ára gömul skóla-
stúlka frá Suður-Afríku setti ný-
lega heimsmet í 110 yds baksundi,
synti á 1.08.7 mín. Hún vann af-
rekið á brezka meistaramótinu í
Blackpool. Gamla metið, 1.09.5
mín. átti Ludgrove Englandi
Unglingakeppni
FRÍ á morgun
Á MORGUN kl. 4 hefst ungl
íngakeppni FRÍ að Laugum
í Suður-Þingeyjarsýslu og-
lýkur á sunnudag, en bá
hefst keppnin kl. 2. Um 60
stúlkur og piltar 18 ára ogr
yngri frá 15 aSiIum keppa í
fjölmörgum greinum, en áð-
ur hefur farið fram eins-
konar undankeppni um allt
land. Á móti þessu koma
því fram drengir og piltar
morgundagsins, ef svo má
að orði kveða. Á myndinni
er Einar Þorgrimsson, ÍR,
sem keppir í sveinaflokki (16
ára drengir og yngri) en
hann. er í úrslitum í fimm
greinum, 100 m. hlaupi, 80
m. grindahlaupi, hástökki,
langstökki og stangarstökki.
Einar er meS bezta árangur-
inn í tveim greinum, grinda
hlaupi og hástökki.
muwuuMWMmMWMUim
Úrslitaleikir í II.
deild og yngri
flokkum íslands-
mótsins
MÓTSNEPND KSÍ hefur nú á-
kveðið, að úrslitaleikir í eftir-
greindum landsmótum skuli fara
fram sem hér segir:
2. deild. úrelitaleikur milli,
Þróttar og Vestmannaeyinga fer,
fram á Laugardalsvellinum 1
Reykjavík, laugárdaginn 14. ágúst
n. k. kl; 16.
2.  flokkur. Úrslitaleikur milli
Vals og FH fer fram á Melavell-
inum í Reykjavík miðvikudaginn
25. ágúst n. k.
3.  flokkur. Úrslitaleikur milll
KR og Fram fer fram á Melavell-
inum í Reykjavík sunnudaginn 15.
ágúst kl. 8 e. h.
4. flokkur. Úrslitaleikur milH
Fram og ÍBK fer fram mánudag-
inn 16. ágúst nk. á Melavellinum
kl. 8 e. h.
5.  flokkur. Úrslitaleikur milii
Vals og Vikings fer fram mánu-
daginn 16. ágúst á Melavellinum
kl. 7 e. h.
1:58,4 mín. í 800
m. hlaupi
Á LAUGARDAG var keppt í 800
m. hlaupi á Melaveiiinum, hlaup-
iS var fyrst  og  fremst úrtöku-
keppni milli Þórarins ArnórssoBf
ar, ÍR og Þórarins Ragiiarssonar
KR um það, hvort þeir ættu að
hlaupa 880 yds í landskeppninnl.
gegn Skotum. Úrslit:
Halldór Guðbjörnsson, KR, 1.56$
Agnar Leví, KR, 1.58.0 mín.
Þórarinn Arnórsson, ÍR, 1.58.4 Z
Þórarinn Ragnarsson, KR, 2.02.0Í
Kristl. Guðbj.son, KR. 2.02.6.
Tími Þórarins Arnórssonar eí>
sá bezti, sem hann hefur náð £
vegalengdinni.                -;
Heimsmet í :
kringlukasti kv.
TAMARA PRESS, Sovét, hefur
sett heimsmet í kringlukasti
kvenna, kastaði 59.70 m., sem er
41 sm. betra en gamla metiff. —
Beljajev setti sovézkt met í 3000
m. hindrunarhlaupi í Moskvu,
hljóp á 8.29.6 mín. Beztu afrehin
í 3000 m. hindrunarhlaupi í heim
inum frá upphafi eru nú: Roe<
lants, Belgíu, 8.26,4 mín.. Belja-
jev, Sovét, 8.29.6 mín., Krzyszko-
wiak, Póllandi, 8.30.4 Kiulínski,
Sovét, 8.31.0, Tran, Sovét, 8.31.2
Alzksejunas, Sovét, 8.31.8, Chro-
mik, Póllandi, 8.32.0, Sokolw,
Sovét, 8.32.4, Herriott, Englanái,
8.32.4 mín.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. ágúst 1965" |j
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16