Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 1
 7 Fimmtudagur 5 október 1965 - 45. árg. - 225. tbl. - VERD 5 KR. Rannsókn gerð hjá 122 gjaldendum ALÞYÐUBLAÐINU liefur bor izt fréttatilkynning- frá Fjármála- ráðuneytinu í tilefni skrifa Þjóð'- viljans um starfsemi skattrann- sóknadeildar við embætti ríkis- skattstjóra. Segir í tilkynningunni, að dcildin hafi byrjað rannsóknir hjá 166 gjaldendum, og lokið rann sókn 34 mála. en af þeim var í 11 tilfellum ekki tilefni til frek- ari aðgerða. 23 málurn hefur ver ið vísað til meðferðar hjá ríkis- skaítanefnd, og hefur* hún af- greitt 7 af þeim málum. Tilkynning ráðuneytisíns fer Jiér á eftir: Vegna ritstjórnargreinar í dag. blaðinu „I>jóðviljinn“ 5. þ. m. þar sem spurzt er fyrir um störf skattrannsóknadeildar við eni- bætti ríkisskattistjóra og jafnframt Nokkrir árekstrar l'; Reykjavík, ÓR. NOKKRIR árekstrar voru hér í borginni í gærdag og gærkveldi, en ekki urðu slys á mönnum. Taldi lögreglan, að bílamir, sem til sýn is eru víða um bæinn, stórskemmd ir eftir árekstra og veltur hefðu þegar haft áhrif í þá átt að bæta umferáarmenninguna. Nokkur ölv un var á götunum í gærkveldi, en þó ekki meiri en venjulegt er í miðri viku. gefið í skyn, að stofnun skatt- sektanefndar hafi verið linun á fyrri málsmeðferð skattlaeabrota og til þess ætluð að „semja í kyrrþey" við hina seku , telur fjár málaráðuneytið rétt að taka fram eftirfarandi: Stofnun skattrannsóknadeildar við embætti ríkisskattstjóra á ár- inu 1964 var til þess ætluð að vinna kerfisbundið að því í sam vinnu við önnur skattyfirvöld í landinu, að reyna að uppræta hin víðtæku og alvarlegu skattsvik, sem því miður um langan aldur hafa átt sér stað og eru vissulega mi-kil þóðfélagsmeinsemd. Það er hafið yfir allan efa, að í embætti ríkisskattstjóra og skatt rannsóknastjóra hafa valizt hinir hæfustu menn, sem ötullega hafa unnið að því að Skipuleggja sem bezt sín vandasömu störf. Rann- sóknir skattamála eru oft mjög umfangsmiklar og því ekki þess að vænta, að á skömmum starfs- tíma rannsóknadeildarinnar hafi tekizt að upplýsa mikinn fjölda skattsvikamála. Hins vegar hefir verið að þessum málum unnið á skipulegan hátt, sem mun væn- legri er til árangurs en handahófs kenndar athuganir, og leitazt við að finna úrræði til þess að 'gera mönnum erfiðara fyrir um röng framtöl. Það er engum efa bundið, að starfsemi rannsóknadeildarinnar hefir þegar haft jákvæð áhrif á framtöl manna. Rannsóknastörf sem þessi eru Framhald á 10. síðu- Víti til varnaðar í> Það er hafin herferð gegn um ferðaslysunum. Einn liður í henni er að stilla upp á almannafæri flökum af bifreiðum, sem eyði- lagzt hafa í árekstrum. Myndin hér til hliðar er af leigubifreið- inni sem þrír ölvaðir unglingar óku á fyrir nokkrum dögum. Flak ið er til sýnis í Austurstræti. Sjá nánar á blaðsíðu 3. (Mynd: JV). RÚMLEGA HÁLFRI MILLJÓN STOL Reykjavík. — ÓTJ. RÚMLEGA hálfri milljón króna var stolið í innbroti, sem framið var í verzlunina Krónan, við Mávahlið 25, í fyrrinótt. Héð- inn Skúlason hjá rannsóknarlög- reglunni, sagði Alþýðublaðinu, að eigandi verzlunarinnar, Guð- mundur Kristjánsson, hefði gleymt peningakassanum í búð- inni, þar sem hann lá á borði í bakherþergi. Um hádegið í gær- dag hefði hann svo ætlað að fara að borga reikning sem komið var með, en þá var kassinn horfinn. Héðinn sagði, að farið hefði ver- ið inn í verzlunina kjallaramegin. Þar var tekin burl járnplata, sem var fyrir glugga, og þjófurinn svo skriðið inn. — Þetta er í fyrsta skipti, sem mér verður það á að gleyma kass- anum, sagði Guðmundur Kristj- ánsson við fréttamenn Alþýðu- blaðsins. Eg hefi alltaf haft það fyrir reglu, að taka hann heim með mér að kvöldi. En í fyrra- kvöld vildi svo til, að ég þurfti að keyra út nokkuð af pöntun- um, og m. a. heim til sjálfs mín. Það komu til okkar gestir, og ég steingleymdi að fara aftur eftir kassanum eins og ég hafði ætlað mér. Eg man ekki nákvæmlega hversu mikið var í kassanum, on það hefur verið hátt á sjötta hundrað þúsund króna. Mest var í ávísunum, sumar mjög stórar, og ég man ekkert hver gaf þær út eða á hvaða banka þær voru, nema þær stærstu. — Hefurðu einhverja trygg- ingu við svona löguðu? — Nei, því er nú verr. Mér hef- ur verið sagt, að liægt sé að fá einhvers konar þjófnaðartrygg- ingu, en ég hefi því miður aldrei hirt um *það. Frh. á 10. síðu. Ráðizt á konu Reykjavík. — ÓTJ. DRUKKINN karlmaður réðist á konu á heimili hennar við Vifils- götu sl. laugardagsmorgun. Hlaut hún við það glóðarauga, höfuð- högg og fleiri áverka. Konan vissi nafn mannsins og heimilisfang, og var hann brátt handtekinn af rannsóknarlögreglunni. ÞARNA BRAUZT ÞJOFURINN iNN Gnðmundur Kristjánss. kaupmaðúr í Króuunni, stendur við glug-gaim, sem þjófurinn fór inn um. — Eg hef aldrefl g-leymt )íeningakassanum í búðinni fyrr, sagði Guomundur við fréttamann Álþýðublaðsins.( Mynd: JV).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.