Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. október 1965 — 45. árg. — 249. tbl. — VERÐ 5 KR, Mannbjörg er síld- veiðiskip sekkur Reykjavík — OÓ Síldveiðiskipið Eldey GK. 37 sökk í fyrrinótt um 50 mílur suðaustur af Dalatanga Mannbjörg varð. Veður var slæmt á þessum slóðum og var skipið að veiðum þegar það lagðist á hliðina Sjór rann inn í lestir þess og vélarrúm. Skipið lá lengst á hliðinni áður en það sökk. Skipverjar fóru fljót lega í gúmmíbjörgunarbáta en þrem tímum seinna fóru þeir aft- ur um borð í Eldey til að freista þess að bjarga skipinu og voru önnur skip komin til aðstoðar. Skömmu síðar sökk Eldey og voru Hörb átök um Pleik Me Saigon, 23. október (NTB - AFP - Reuter) HARÐIR bardagar geysuðu í dag úmhverfis bandarísku herstöðina í Plei Me í fjöllunum í miðhluta Suður-Vietnam, þar sem Vietcong hefur sótt nokkuð j'ram síðustú daga og tekizt. að brjótast gegnum varnarlínur B'andarikjamanna. Liðsauki var í dag fluttur með þyrlum og flugvélum og Banda- ríkjamenn búa sig undir kröftuga gagnsókn, sem miðar að því að hrekja hermenn Vietcong frá út- virkinu, að því er ságt er í Saigon Ekki er vitað um mannfall Banda ríkjamanna við Plei Me en 100 hafa til þessa fallið í liði Vietcong. >000000000000000 ÍVildu kennal [háskóla við jleif heppnaí Columbus, Ohio, 23.10. (NTB* 1 2 ÁFP.) — Stúdentar við Oiiio-7' háskóla í Columbus hafa lagt til, að háskólinn ..verði skírð ur upp og kallaður Ericson háskóli til heiðurs Leifi Eir íkssyni. Borgarstjörnin í.Colúmbus tók mj.ög illa.í tillöguna og engar ljkur voru til þess að hún næði fram að ganga. >000000000000000 þá skipverjar aftur komnir í björg unarbáta. Voru þeir teknir um borð í varðskip og sigldi það með skipbrotsmennina til Neskaup- staðar. Skipverjar á Eldey voru 12 að tölu og skipstjóri var Pétur Sæ- mundsson. Skipið var smíðað úr stáli árið 1960 og var um 150 lestir að stærð. Þá vildi það óhapp til á svip- uðum slóðum að annað síldveiði- skip, Pétur Sigurðsson RE 331 lagðist á hliðina og yfirgáfu skip- verjar það, en nokkru síðar Iosn- aði nótin frá skipinu og rétti það sig við aftur og fóru þá skipverj- ar aftur um borð og sigldu því til hafnar. Tollurinn verður 40 kr. báðar leiðir REYKJANESBB AlíT verður opnuð til almennrar umferðar n. k. þriðjudag kl. 10 f. h. Gengur þá í gildi regiugerð um innheimtu um- ferð'argjalds af bifreiðum og öðrum ökutækjum, scm aka um veginn. Kotsnaður við lagningu vegarins mun nema nær 270 millj. kr. Yfir 90% kostnaðar er greitt með lánsfé. Reglugérðin uni innheimtu umferðargjaldsins er eftirfarandi: l.gr. Af hverju ökutæki, sem ekur um Reykjanesbraut, framhjá gjaldstöð nálægt bænum Straumi sunn'an við Hafnarförð, skal greiða umferðargjald, miðað við aðra leið sem hér segir: 1. fl. Fólksbifreiðar undir 1100 kg. eigin þunga og sendiferðabif reiðar undir 450 kg. að búrðár magni. 20.00 kr. 2. fl. Fólksbifreiðar yfír 1100 kg. eigin þimga, séndiferðabifreið ar yfir 450 kg. að burðarmagni og vörubifréiðif undir 1.5 tonn að burðármagni., 25.00 kr. 3. fl. Vörubifreiðar með burðar magn 1,5 tonn—5 tonn, almennings bifreiðar 8—20 farþega 50.00 kr. 4. fl. Vörubifreiðgr með yfir 5 tonna burðarmagn, kranabifreið ar og almenningsbifiSeiðar fyrir fleird en 20 farþega.] 100.00 kr. 5. fl. Vörubifreiðar |neð yfir 5 tonna burðarmagn,- mcYT tengivagn og dráttarbifr. með fe|tiv. 150.00 Önnur ökutæki >. e» bifreiðar greiði: i Éigin þungi 1—3 tonn’sámkv. 2. fl. Eigin þungi 3—6 tonn sarnkv. 3. fl E’gin þungi yfir 6' tonn samkv. 4. flokki. 2. gr. Umferðargjald samkv. 1. gr. skal innheimt af Vegagerð ríkisins í gjaldstöð nálægt Straumi sunnan við Hafnarfjörð. Skal gjaldið inn heimt þar tvöfalt af öllum öku Framh. á bls. 10 FIMMTÍU ára afmælis Sjó- mannafélags Reykjavíkur var minnzt á veglegan hátt í öll um blöðum í gær, í fyrra- kvöld var efnt til afmælisfagn. að'ar á Hótel Sögu. Fagnáður inn var f jölsóttur og tókst hið bezta. Við segjum nánar frá honum á blaðsíðu þrjú. Mynd in hér að ófan er tekin af Jóni Sigurðssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur Eggert G. Þorsteinssyni, sjáv arútvegsmálaráðherra, og eig inkonum þeirra við borðhald ið. (Mynd: JV.) Brezkur togari tekinn að ólöglegum veiðum Rvík, - ÓTJ. JjANDHELGISFLUGVÉLIN sif tók brezkan togara, St Andronicus að> ólöglegum veiðum, tvær mílur innan landhelgislínunnar út af Bjarnarey í fyrrakvöld. Er þetta Kveikt í - - Rvík, - OTJ. INNBROTSÞJÓFUR kveikti í bók bandsstofunni Arnarfell, við Ein holt í fyrrinótt, er honum tókst ekki að finna neitt verðmætt til að hafa á brott með sér. Ingólfur Þorsteinsson hjá rannsóknarlögregl unni sagði Alþýðublaðinu að veg I farandi hefði séð reyk leggja út | um glugga bókbandsstofunnar tun þrjú leytið um nóttina. Gerði- hann slökkviliðinu'fjót- lega aðvart og kom það brátt á vettvang ásamt lögreglúnni, Tókst’ slökkviliðinu fljótléga' að ráða nið urlögum eldsins, og urðu skemmd ir ekki miklar. Innbrotsþjófurinn hefur farið inn í skrifstofuna í leit að þýfi og rótað þar og tætt í skrifborð um og’ skápum, en þar var enga peninga að finna. Fór hann þá fram í sjálfa vinnustofuna og kv.eikti í pappírsúrgangi. Einnig hafði hann reynt að kveikja eld á þremur öðrum stöðum, en ekki tekizt. fyrsti erlendi togarinn sem SIF tekur í landhelgi, en hún hefur tekið mikinn fjölda af sniábátum að ólöglegum veiðum, Þegar fl ug vélin renndi sér yfir togarann, varð þar mikið uppþot og sigldí hann þegar til hafs á fullri ferff. Varðskipið Óðinn var statt eigi alllangt frá, og hóf þegar eftirför Náði það brátt togaranum, og féllst skipstjórinn á að fylgja meff því inn til Seyðisfjarðar. Flug- s'tjóri á SIF er Guðjón Jónsson, en. skipherra í þessari ferð var Þröst ur Sigtryggsson. Áhöfnin á SIF gaf skýrslu í Sakadóini Reykja víkur í gær en hún verður síðan send til Seyðisfjarðar þar sem yfirmenn Óðins munu mæta t«I réttarhalda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.