Vísir - 17.04.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 17.04.1959, Blaðsíða 1
49. ár. Föstndaginn 17. apríl 1959 85. tfcl. VerBur Geirfugbdrangl „sökkt"? Hafa Brefar einnig haff dranginn að skotmarki? Láta herskip þelrra faliiiyss6s» sk©t dyEifa á EheMiatm? Ýmsir menn hringdu til Vísis i í ^ær vegna fregnarinnar um l>að, hvernig farið er með Geir- fugladrang, svo að hann er að niinnka og hverfa. Var fullyrt við blaðið, að kvarnað muni hafa verið úr dranganum áður en bandarísku flugmennirnir fóru að nota hann fyrir skotmark, því að brezk her- skip muni oft hafa notað hann í sama tilgangi, notað hann til að þjálfa fallbyssuskyttur sínar, þegar skipin hafa verið hér við land einhverra erinda. ÍHirfa menn ekki að fara í neinar grafgötur um það, að Bretar muiui telja sér tals- verðan liag í því, ef drangur- inn væri leikinn svo, að liaim kæmi ekki einu sinni lir kafi á mestu fjöru og yrði þannig úr sögunni sem grunnlínu- staður nýju landhelginnar. Hér er um alvarlegt mál að ræða, þótt um óbyggilegt sker sé að ræða, og ættu íslenzk stjórnarvöld að athuga málið fyrr en siðar. Þau gætu byrjað á því, ef það þætti þægilegra og umstangsminna, að ræða við sjó- menn og spyrja þá um þetta mál. til Berlínar Þegar maður sér þenna mikla sívalning á mynd inni til samanburðar við bílanna hjá honum, gerir maður sér fyrst grein fyrir stærðinni. Þe ssi sívalningur er blásari — notaður til að mynda vindhraða, er nemur jafnvel þúsundum km. á k lukkustund — svo að unnt sé að kanna flug- hæfni flugvéla. Vindinn mynda rafmótorar, sem framleiða 80,000 liestöfl. Fangaupp’pot í Montana. Eyjabátar urðu fyrir mikhi tjóni á netum. valda deilum. — Nýjar yfirlýsmgai' varðandi Berlín McElroy landvarnaráðherra Bandaríkjanna hefur endurtekið, að Bandaríkjainenn muni halda áfram að fljúga eins hátt i lofti og nauðsyn krefji á loítleiðum til og frá Berlín. Hann kvað notaðar vera í flug ferðum þessum flugvélar (þot- ur), sem yrðu að fljúga hátt, en flugvélarnar væru notaðar af því, að það væri efnahagslega hagkvæmara. Sú væri ástæðan og engin önnur. Hann kvað Breta ekki hafa borið fram nein mótmæli út af þessum ferðum, en Selwyn Lloyd hefði með milligöngu sendiherr- ans í Washington gert fyrir- spurn til Herters setts utanrikis- ráðherra. Brezku blöðin ræða þetta mál enn í morgun og játar Daily Telegraph að svo kunni að vera litið á í Frakklandi og V.-Þ. vegna afstöðu Breta, að þeir þori ekki að hætta á neitt, og gæti það haft eins óheppilegar afleiðingar og ef til áreksturs kæmi út af flugferðunum. News Chronicle og fleiri blöð telja Bevlínarmálið svo mikilvægt og svo viðkvæmt mál, að forðast beri allt sem leitt gæti til á- árekstra — og þessar flugferðir telur blaðið óþarfar og Rússar líti á þær sem ögrun. Orðsendingar hafa farið fram milli rikisstjórna Bandaríkjanna og Sovétrikjanna um þessi mál. Hermálaráðherra Bandarikj- anna kom til Berlínar í gær og kvaðst vera kominn til að ítreka ummæli Eisenhowers um, að Bandarikjamenn myndu ekki vöcja um hársbreidd frá afstöðu sinni varðandi Berlín, og McLeod verkamálaráðherra Bretlands, sem var staddur í Bad Godes- berg, V.Þ. í gær, sagði að Bretar litu á Berlín sem hluta hins frjálsa heims. Hann neitaði, að Bretar væru á nokkurn hátt fjandsamlegir V.Þ. Á 3ja hundraÖ börn - Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Inflúenzufaraldur sem geng- ið hefur á Akureyri á aðra viku hefur lagt mörg hundruð barna og unglinga í rúmið. Veikin hefur aðallega lierjað nemend- ur « gagnfræðaskólanum og Menntaskólanum, sem loka varð vegna veikindaforfalla nokkra daga. Kennsla hefst aftur í skólanum á morgun. Frakkar skjóta á þorp í Tunis. Tunisstjórn hefur sent Frakk landsstjórn mótmæli út af fallbyssuskothríð Frakka á þorp í Tunis. Þetta á að hafa gerst á mið- vikudagskvöld. Var skotið í 4 klst. á þorpið. Eignatjón varð mikið, en manntjón ekkert. Yfir 600 fangar í ríkisfang- elsinu í Montana í Bandaríkj- unum hafa gert uppreist. Vopnaðir hrífum og hverju er til náðust réðust þeir á fangaverði og' handtóku að- stoðar-fangelsisstjórann og 18 menn aðra. Því næst gerðu þeir orð ríkisstjóranum og kváðust ekki semja, nema hann kæmi sjálfur á vettvang. Ríkisstjórinn svaraði með því að bjóða út Þjóðvarnarliði, sem hefur umkringt fangelsið. a unglingar , sjúk. í gagnfræðaskólanum voru 180 nemendur af 420 fjarver- andi vegna inflúenzu, en ekki hefur tekin ákvörðun hvort loka skuli skólanum um tíma. í barnaskólum í bænum hefur borið minna á veikindaforföll- urn en þó hafa mörg börn veikst, þó sjúkdómstilfellin séu ekki eins tíð og meðal unglinga. Allmargt fullorðið fólk hefur veikst, en svo virð- ist að faraldurinn leggist þyngra á unglingana. Flestir liggja í viku. Veik- inni fylgi mikill sótthitai. Ekki er talið að veikin sé í rénum enn, því sjúkdómstilfellum fjölgar fremur en hitt. Álitið er að inflúenzan hafi borizt hingað frá Siglufirði en þar gekk faraldurinn fyrir nokkr- um vikum og lagði fjölda manns í rúmið. Krúsév er 65 ára í dag. Influenzufaraldur truflar kennslu á Akureyri. Bátarnir fóru allir á sjó í morgun. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. Síðustu þrjá sólarhringa hef- ur óslitið verið stormur og ekki sjóveður. Þó hafa hinir stærri bátar reynt að ná upp netum sínum en þeir munu hafa orðið fyrir talsverðu netatjóni. Laust fyrir hádegið í dag fór vindinn að lækja og bátaflot- inn, þar með taldir handfæra- bátar, lögðu úr höfn því afla- von er, ef hægt er að vera við veiðar. Á miðvikudag var vont veður og sömuleiðis.í gær fóru þá nokkrir bátar að vitja neta sinna, en sú ferð mun hafa mörg um orðið fremur til tjóns því þeir réðu ekki við neitt fyrir sjó- gangi. Netin voru hjá mörgum hverjum bunkuð af fiski og slitnuðu niður. Urðu þeir allir að hætta við svo búið. Dælan í vi5geri er fnísið brann. Frá fréttaritara Vísis. — Selfossi í gær. I gær fór fram rannsókn út af brunanum, scm varð á sjó- búð og geymsluhúsi í Þorláks- höfn í þessari viku. Húsin voru tryggð hjá Bruna bótafél. fslands fyrir 160 þús- und krónur, en það sem í hús- unum var, veiðarfæri, einangr- unarkorkur o. fl. var tryggt hjá Samvinnutryggingum. Að húsunum undanteknum var tjónið metið á 900 þúsund, krónur. Slökkvidælan í Þorlákshöfn var í viðgerð þegar kviknaði í. Það hefur verið nóg að gera í landi, enda þótt almennt hafi ekki verið róið þessa þrjá daga. í aflahrotunni undanfarnar vik- ur hefur til dæmis ekki gefist nægur tími við að umstafla salt- fiski, og ýmsum öðrum störfum varð að fresta. Enn virðist vera mikill fiskur við Eyjar. Þorpið sóp- aðist í ána. Þorp eitt í Mexíkó vestarlega — Huaritumbas — hefur sóp- azt af yfirborði jarðar. Þorpið stóð á bakka árfar- vegs, en vegna rigninga bólgn- aði áin, sem venjulega er að- eins lítil spræna, og gróf svo hratt undan þorpinu, að það steyptist í flauminn. Átta menn drukknuðu, 25 er saknað og um 600 eru heimilislausir. Enginn vissi um hamfarirnar fyrr en 12 stundum eftir að þær voru um garð gengnar, því að þorp- ið er svo afskekkt. Hussein heim- sækir Brefa. Ilussein Jordaniukonungur cr væntanlegur til London á morgun og dvelst 10 daga á Brctlandi. Hann kemur þangað frá Bandaríkjunum. — Daily Mail segir í morgun, að hann sé' djarfur konungur, sem tvívegis hafi bjargað landi sínu úr bráðri hættu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.