Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						napQH
I  -
50. árg.
Þriðjudaginn 10. maí 1960
103. tbl.
Njósnaflugiö hefur aukið
spennu á alþjóðavettvangi.
Oliklegt, að úr henni dragi
fyrir ftund æðstu manna.
Nikita Krúsév forstisráðherra
Sovétríkjanna sagði í gær. í mót
tökn í sovézka sendiráðinu,
þar sem margir erlendir am-
bassadorar voru, að e£ áfrám-
hald yrði á njósnai'iugferðum
inn yfir Sovétríkin, yrði gripið
til ráðstafana gegn herstöðvum,
sem slíkar stöðvar kæmu frá.
Enn fremur sagði hann, að
Sovétsfcjórnin drægi sínar álykt
anir af því, að flugvélin U2 var
send í njósnaleiðahgurinn rétt
fyrir fund æðstu manna, það
hlyti að hafa verið gert í ögr-
unarskyni. — Malinovsky her-
málaráðherra varaði í gær við
öílum árásum á Sovétníkin. —
Hann kvað njósnaflugið hafa
verið farið til þess að byrja
kalda striðið á ný..
Helztu þingleiðtogar i Banda-
ríkjunum ræddu í gær við þá
Hertér utanríkisráðherra og
Allen Dulles yfirmann leynd-
arþjónustunnar og spurðu þá
margra spurninga.
Herter sagði síðar um daginn,
að flug í athuganaskyni til ör-
ýggis vestrænum þjóðum hefðu
átt sér stað í grennd við landa-
mæri Sovétríákjanna um mörg
ár og var ekkert í greinargerð
Líki5 fannst í
fjarðarboíni.
Frá fréttaritara Vísis. —
ísafirði í gær.
Lík Sveinbjarnar Benedikts-
sonar formanns, er hvarf úr bát
síirum við Bæjarbryggjuna hér
s.I. Þorláksmessu fannst sjórek-
ið nær fjarðarbotni sl. mið-
vikudag.
Sveinbjörn var kvæntur Guð-
rúnu Guðmundsdóttur. Svein-
björn gerði út vélbát á rækju-
veiðar og handfæri og var for-
rnaður sjálfur.       ________
hans, sem var vísbending um,
að slík athuganaflug færu ekki
fram áfram. Hann benti á, að
Sovétríkin hefðu hafnað tillögu
Eisenhowers um alþjóð'aeftir-
lit í lofti, og þar tíl slíkt sam-
komulag væri gert, væri nauð-
synlegt að vera vel á verði gegn
hugsanlegum árásum.
Eisenhower forseti sat fund
með öryggisráði Bandaríkj-
anna í gær og fyrirskipaði
hann rannsókn á starfsháttum
og skipulagi leyndarþjónustu
Bandaníkjanna.
Framh. ai 4. síðu.
Drottningarmó&ir
í suóurför.
Elísabet drottningarmóðir
jleggur í dag upp í ferð til
Njassalands og Rhodesiu, én
þangað fer hún í þriggja vikna
opinbera heimsókn.
Heyrst hafa raddir um,  að
óhyggilegt hafi verið að halda
til  streitu   áformunum   um
þessa heimsókn nú, einkum i
Rhodesiu,  en  það  sjónarmið
hefur ráðið, að heimsókn drottn
jingarmóður gæti orðið til góðs.
ÍHún  hefur  áður  komið  til
pnargra Afríkulanda og nýtur
hvarvetna vinsælda og virðing-
ar.
? Um þúsund stúdentar í
Ankara, Tyrklandi, og aðrir,
hópuðust að bifreið Mend-
erez forsætisráðherra á götu
f. helgi æptu að honum
og skoruðu á hann að biðj-
ast lausnar. Menderez
reyndi tvívegis að taka til
máls en orð hans drukknuðu
í hávaðanum. — Ríðandi
lögregla dreifði mannfjöld-
anum. — Herlög eru enn í
gildi í Ankara.
Francis Powers —
hann flaug U2,

Barbara Powers —
hún beið í Tyrklandi.
------V-----------------------
Alltaf f inna nienn ráð.
Nú kaupa þeir bara íslenzkt brennivín.  -
Rykský yfir Balkanskaga
Eru þau upprunnin vegna
uppblásturs í Kahaikstan?
Sagt er frá því í brezkum
blöðum', að rykmekkir miklir
hafi sézt yfir Balkanskaga, og
hafa komið fram tilgátur um
að óhemju ryk "hafi þyrlazt upp
á landsvœðum í Afríku eða Asíu
þar sem miklir þurrkar hafa
gengið.
Ein tilgátan er sú, að vegna
þurrkanna hafi stórt lahdsvæði
í Kazhakstan blásið upp ;fr? ein-
mitt þar. sem hinar stórfelldu
jarðræktarframkvæmdir Krús-
éys hafa verið í framkvæmd á
undangengnum tíma.og sé þetta
svq, hafi komið til sögunnar
nýtt og mikið vandamál fyrir
hann. Miklar vonir voru bundh-
ar við framkvæmdir þar, enda
stórfelldustu   jarðræktarfram-
Fellibyl jir
Fellibyljir gengu tvívegis
yfir fylkin Oklaholma og Ar-
kanas í Bandaríkjunum um s.I.
helgi.
Ollu þau miklum spjöllum á
mannvirkjum og ökrum bænda,
en -auk þess varð af þeim mikið
manntjón. Meðal annars fór,
annar fellibylurinn eins og
risaplógur gegn um 30 húsa-
samstæður í smáborg einni í
Oklahoma og urðu þúsundir
manna húsvilltir af þeim sök-
um. Alls varð tjón á húsum og
fleiri mannvirkjum í 12 borg-
um í þessum hamförum.
Það voru hvorki meira né
minna en 29 manns, sem urðu
fellibyljum þessum að bráð, en
auk þess varð að flytja um 250
manns í sjúkrahús vegna alls-
konar meiðsla.
kvæmdir sógunnar, sem þar átti
að framkvæma á tiltölulega
stuttum tíma, breyta hinum víð-
áttumiklu sléttum Kazhakstan
í gróðursæla akra. Tugþúsund-
um saman var úngt fólk flutt
þangað til að rækta landið og
feiknin öll af nútíma jarðrækt-
arvélum, og þessu fólki og þjóð-
inni allri heitið gulli og græn-
um skógum. En það hafa orðið
rnikils virta kommúnistaleið-
þetta hefur gengið og skuldinni
skellt á þá, sem framkvæmdir
höfðu með höndum, m. a. áður
mikils virts kommúnistaleið-
tögá í Kashakstan, er var vikið
frá. Meðal sakargifta var ó-
heppilegt fyrirkomulag véla«
.notkunar og fleira í því sam«
bahdi.
• Nú er spurt um það, hverjar
stjórnmálaíegar afleiðingar það
hafi fyrir Krúsév, ef það skyldi
fara svo, að Kazhakstan yrði
ekki kornforðábúr, heldur upp-
blásturssvæði (í fréttuhum ér
notað orðið dust bowl (ryk-
skál), eins og gert er í Banda-
ríkjunum um uppblásin lands-
svæði.
Skarðið rutt.
Unnið er nú affi þvi að ryðja
veginn yfir Siglufjarðarskarð
'og opna leiðina suður. Jarðýta
hefur verið þar að verki síðan
á miðvikudag. Albnikil fönn
var í Skarðinu,
Er þá næst fyrir hendi að
ryðja fjallveginn að vestan,
þegar búið er að ryðja. Lág-
heiði, en þar vinna nú tvær ýtur
Veður hefur farið hlýnandi.
„O-þetta gengur bara furð-
anlega, þakka þér fyrir," sagði
verzlunarstjórinn í Nýborg í
morgun, þegar ég spurði hann
um  söluna.
„Fyrirtækið stendur föstum
fótum?"
„Já, ég ér ekkert að kvarta.
Þetta slampast einhvern veg-
inn."
„Enginn samdráttur vegna
verðhækkana?"
„O-fjandakornið. Það held ég
ekki. Ekki svoná í það heila."
„Það hraðminnkaði salah hjá
ykkur þarna um tíma, fyrst á
eftir að verðið hækkaði. Ég
man að hú varst hálf-angistar-
fullur ^rfir því að fyrirtækið
færi nú á hausinn."
„Já, blessaður, þetta var bara
Stundarfyrirbrigði. Menn átt-
uðu sig strax á því að það þýð-
ir ekkert að berja haushum við
steininn, og svo ftmdu þeir réttu
leiðina."
„Nú?"
,.Já, þeir kaupa bara innienda
framleiðslu. Hún er ódýrari."
„Alltaf finna raenn ráð .. ."
„Það er eins og salan í dýru
vínunum, t. d. koníaki, hafi al-
veg dottið niður, en innlendú
vínin eru 65% af allri sölunni.
Peningamagnið, sem kemur inn,
er nokkru meira en áður vegna
þess að verðið hefur hækkað,
en það mætti segja mér að vín-
magnið sé ósköp svipað."
„Og þú ert ánægður ...?"
„Ég kvarta ekki..."
G.'
Togarar hætta Eng-
landsferðum unt sinn.
Ótryggt ástancf í Grimsby.
Vegna hins ótrygga ástands
um löndun úr íslenzkum skip-
um í Hull og Grimsby hefur
tveimur togurum, sem tilbúnir
voru að sigla með fisk til Eng-
lands verið snúið aftur að ráði
Þórarins Olgeirssonar ræðis-
manns í Grimsby.
Ekki hefur borið á neinni
mótstöðu hafnarverkamanna
gegn löndunum úr íslenzkum
skipum. Hafa þær farið fram
með eðlilegum hætti. Verkfall
það sem yfirmenn á togururn
í Grimsby hefur boðað 15. maí
fær ekki stuðning stéttarbræðra
þeirra í Hull svo talið er að svo
geti farið að ekki verði neitt
úr því.
Er það mikið áfall fyrir Denis
Welch í baráttunni gegn íslend-
ingum að fá ekki liðsinni stétt-
arfélaga sinna í Hull, en for-
maður skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins þar hefur lýst
því yfir að þeir muni ekki styðja
verkfall Grimsbymanná.
Eigi að síður þykir óráðlegt
að láta íslenzku skipin sigla til
Englands að svo stöddu.
Talið er að fiskverð muni
,'fara lækkandi næstu Vikur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8