Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						12
síður
12
síður
50. árg.
Miðvikudaginn 18. maí 1960
110. tbl.
Fyrir nokkrum dögum kviknaði í ibúðarhúsi í Höfnum, og var
slökkviliðinu á KefTavíkurflugvelli gert aðvart um eldinn. —
Sendu þeir þegár lið á stáðinn og tókst því fljótlega að ráða
niðuriögum eldsins, sern' var í litln einnar hæðar timburhúsi.
I slökkviliði' fhigvallarins eru bæöi bandarískir menn og ís-
lenzkir, og birtist hér mynd af nokkrum þeirra eftir að slökkt
hafði verið í húsinu í Höfnum.
Kjamorkuvélm í Sayannah
hefur verið prófuð.
Eyðir 60 kg. af kjarnkleyfu
efni á 3 árum.
Framkværnd hefur verið
fyrsta prófun á kjarnavélinni,
sem sett verður í kaupfarið
Savannah.
Fór prófun þessi fram hjá
fyrirtækinu Babcock & Wilcox
í Virginíu, sem smíðar vélina
fyrir kjarnorkunefnd Banda-
ríkjanna. Var þess getið, að
komið hefði verið af stað fyrstu
keðjuverkun úraniums í vélinni
þ. 8. apríl.
Þegar frekari prófanir hafa
farið fram á vélinni, mun hún
Verða sett í skipið í sumar, þar
sem það er smíðað í Camden í
New Jersev-fylki, en síðar á ár-
inu verður skipið afhent kjarn-
orkunefndnni og siglingamála-
nefnd Bandaríkjanna til próf-
ana í hafi.
Uraníum-kjarninn í vélinni
vegur 7000 kg. Skipið á að geta
siglt í 3 ár eða um 300,000 sjó-
mílur án þess að skipt sé um
; eldsneyti, en á þessu tímabili
eyðast aðeins 60 kg. af hinu
kjarnkleyfa efni og úrgangur-
inn verður m. a. 18 kg. af verð-
mætu plutoníum.
Savannah er 22,000 lestir og
á.að geta flutt 60 farþega og
9500 lestir varnings.
Rússar njósna yfir
Pakistan.
Sovézkar flugvélar fara iðu-
lega inn fyrir Pakistan í njósna-
skyni.
- Svo sagði forseti landsins við
fréttamenn í London. Hann
yppti öxlum, er þeir spurðu
hann, hvort engar gagnráðstaf-
anir væru gerðar. Forsetinn
sagði aðeins: Til hvers væri
það?
Njósnir í V.-Þýzkalandl
Yfír 18 þúsund njósnarar handtekntr þar
á 8 árum.
Innanríkisráðherra Vestur-
Þýzkalands tilkynnir, að á und-
angengnum 8 árum hafi yfir 18
þúsund njósnarar Sovétríkj-
anna verið handteknir í V.-Þ.
Af þeim voru 1799 dæmdir til
fangelsisvistar, — hinum var
sleppt. Tilkynningin var aðal-
fréttin í vestur-þýzku blöðunum
um seinustu . helgi. ¦. Skýrslan
nær yfir tímabilið frá 30..ágúst
1951 til 31. des. 1959. 80% njósn-
aranna komu frá hernámssvæði
Rússa í Þýzkalandi. — Árið
1959 voru 3051 handteknir fyrir
njósnir, 264 frá Sovétríkjunum,
2325 frá austur-þýzka hernáms-
svæðinu og 462 frá öðrum kom-
múnistalöndum.
Fyrstu 3 mánuði þessa árs
hafa 588 menn verið handteknir
fyrir snjósnir í V.-Þýzkalandi.
riisévs
liii
iir víðbióð.
IIiiii er fordæmd hvarveina
í vesti'æiaum löndum.
Æðstu menn á förum frá París.
Framkoma Nikita Krúsévs eftir að hann korii til Parísar til
þess að sitja fund æðstu manna, sem af lýst hefur nú verið, hefur í
vakið viðbjóð meðal forustumanna vestrænu hjóðanna og cr
almennt fordæmd.
í helztu blöðum Bretlands og
annarra vestrænna landa kem-
ur fram sú ákveðna skoðun, að
Krúsév hafi ekki komið til Par-
ísar til samkomulagsumleitana.
Times er meðal þeirra blaða
er halda því fram, og telur
framkomu hans í gær móðg-
andi, er hann fór burt frá París
meðan verið var að gera tilraun
til að bjarga ráðstefnunni. í
augum milljóna manna út um
allan heim, segir blaðið, gera
menn þær kröfur til þjóðaleið-
toga, að þeir hagi sér virðulega
— það séu lágmarkskröfur til
þeirra, sem hafi örlög þjóðanna
í höndum sér.
í ýmsum blöðum kemur fram,
að enginn þjóðarleiðtogi hefði
getað orðið við kröfum þeim
eða útslitakostum Krúsévs til
Eisenhowers, að hanrr bæðist
afsökunar.
Einna  harðorðast  allra
brezkra blaða er verkalýðs-
blaðið Daily Herald, sem seg-
ir um Krúsév, að hann hafi
nú sýnt og sannað, að hann
sé ómerkilegur áróðurskarl,
haldinn minnimáttarkennd.
Menn eru þeirrar skoðunar,
að allt hafi verið skipulagt fyr-
ir fram. U2 á að hafa verið skot
in niður 1. maí — ekki er til-
kynnt neitt um atburðinn fyrir
5. maí, og þá til þess smám
saman að herða áróðurinn unz
hann náði  hámarki  16.  maí.
Bent er á, að hann sé notaður
sem átylla til að ónýta fund
æðstu  manna, — njósnaflugið
hefðu Bandaríkin og Sovétríkin
átt að getað gert út um sín í
milli, ef það hefði verið vilji
Krúsévs.
Tito forseti Júgóslavíu hvatti
eindregið til þess í gær, að
njósnaflugið væri  ekki  notað
Blóðugar óeirðir
í Leopoldville.
Til blóðugra óeirða kom í s.l.
viku milli kynþátta í úthverfi í
Leopoldville, Belgiska-Kongó.
Þrír menn biðu bana. Vara-
lögregla var send á vettvang og
herflokkar og útgöngubann
sett. — Kosningabarátta er haf-
in, en eins pg kunnugt er fær
landið sjálfstæði 1. júlí.
'sem átylla — en það ba'r engan
árangur.
í fyrri fregnum var sagt:
Hætt hefur verið við fund
æðstu manna. Tilkynningar um
þetta voru birtar síðdegis í gær
í París. í tilkynningu leiðtoga
Vesturveldanna segir, að ekki
hafi verið kleift að hefja athug-
anir og viðræður á fundi æðstu
manna um þau vandamál, sem
samkomulag hefði verið að
ræða, vegna afstöðu og fram-
komu Krúsévs forsætisráðherra
Sovétríkjanna.
Leiðtogar    Vesturveldanna
segjast fyrir sitt leyti vera sann-
Framh. á 7. síðu.
SV gola og rign-
ing með köflum.
Kl. 9 í morgun var vestan
og norðvestan hægvðri um
allt land, rigning á stöku
stað vestan lands, en bjart-
viðri sunnan lands og austan.
Hiti var 8—13 stig.
I Reykjavík var suðvestan
gola og 10 stiga hiti. Skyggni
30 km. Loftvog 1028 millib.
Úrkoma engin síðastl. nótt.
Hæð er yfir sunnanverðu
íslandi og grunn lægð yfir
Grænlandi.
Veðurhorfur í Reykjavík
og nágrenni: Suðvestan gola
og rigning með köflum.
Unglingarnir hafa oft gaman
af að sýna, hversu fj'ndnir og
skemmtilegir þeir eru, og sýnir
breyting á umferðarskilti við
Þverholt, að þetta má sýna með
ýmsum hætti.
Til hvers er
brúðan?
Bandarískir vísindamenn eru
helzt þeirrar skoðunar, að með
því að skjóta Sputnik IV. á loft
hafi ekki verið stigið nema lítið
skref í áttina að því marki, að
senda mannað geimfar út í
geiminn.
Furðu þeirra vekur, að hafa
brúðu í farþegaklefanum — það
hafi ekkert gildi með tilliti til
líffræðilegra rannsókna. En
öðru máli væri að g^gna, ef lif-
andi dýr hefði verið haft þar.
Og einnig vekur það furðu, að
eftir fyrstu fregnum Rússa virt-
ist svo, sem gervihnötturinn
með farþegaklefanum myndi
eyðast í gufuhvolfi jarðar, án
tilraunar til þess að ná honum
aftur til jarðar.
Gengu í það heilaga,
er fimmburar fæddust.
Urðu þá landskunn og hófust úr fátækt.
Hinn 8. þ. m. eignuðust
hjónaleysi í Mexíkó fimmbura,
en þau áttu tvö börn fyrir. Fjór-
burar voru á lífi og við góða
heilsu er síðast fréttist, drengur
og 3 stúlkubörn. Annar dreng-
urinn dó þegar eftir fæðingu.
Hjónaleysin urðu þegar
landskunn, Paula Guerrero
Munga, 43ja ára og Gilbert
Diaz Rosas, 28 ára, en hann er
vinnumaður í sveit, og hefur
ekki haft stöðuga atvinnu. Og
riú'-eru þau búin að láta gefa
sig saman í borgaiiegt hjóna-
band og eiga kirkj ubrullaup
framundan.
Með tilkomu fjórburanna
losnuðu þau úr örbirgð. Þau
urðu landskunn á svipstundu
— ríkið sér fyrir börnunum —
og Gilbert fékk fastan starfa
í fyrsta skipti á ævinni. Diaz
segir annars, að þau hefði verið
búin að láta gefa sig saman fyr-
ir löngu, ef þau hefðu ekki ver-
ið bláfátæk og tengdaforeldrar
hans verið því mótfallnir, •   u
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12