Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						12
síður
12
síður
50. árg.
Föstudaginn 20. maí 1960
112. tbl.
nesKur-logan
vio íestar í RekavfL
Sögðu Óðinsmönnum að vélin
hefði bilað.
Varðskipið Óðinn kom í gær
að togara sem lá við festar
skammt undan Iandi í Rekavík
bak Látur. Rekavík er næsta
vík norðaustan við Straumnes
þar sem radarstöð varnarliðs-
ins er staðsett. Togarinn hafði
uppi merkjaflögg er gáfu til
kynna að vél skipsins væri bil-
uð. Reyndist betta vera rúss-
neski togarinn O.H. Cpt. Poex-
obo-P 9013 frá Kaliningrad.
Yfirmenn af Óðni fóru um
borð í togarann, en skipstjórinn
Mikailovich, kvað sig ekki
þurfa á aðstoð að halda, skip-
verjar myndu gera við bilunina
sjálfir. Var því ekki um frek-
jari afskipti af togaranum að
ræða.
Að því er Pétur Sigurðsson
forstjóri landhelgisgæzlunnar
sagði er ekki mikið um það, að
rússneskir togarar séu hér við
land, hins vegar verður þeirra
alloft vart, þegar þeir eru á leið
'á miðin við Grænland eða Ný-
fundnaland. Engin önnur rúss-
|nesk skip voru á þessum slóð-
um.
Mikill fjöldi af erlendum
togurum hefur að undanförnu
verið á íslandsmiðum og eru
flest skipin brezk eða um 80
talsins. Veður hefur verið stillt
og hafa skipin haldið sig langt
frá landi.
Bandarískar Sierstölvar í
Japan næstu 10 ár.
Ne&ri deifd Japansþings hefur staðfest
varnarsamningana.
Neðri deild Japansþings hef-
ur staðfest varnarsáttmála
Bandaríkjanna og Japans og
sent til efri deildar þingsins.
Vonast er til, að umræðu um
hann verði lokið og hann búinn
að fá lokastaðfestingu fyrir
komu Eisenhowers til Japans
eftir um það bil mánuð.
Til alvarlegra uppþota hefur
komið að undanförnu í Tokíó
út af þessum samningi og hafa
kommúnistar róið þar undir
öllum árum. Hefur iðulega kom
ið til átaka milli þeirra og lög-
reglunnar, sem margsinnis hef-
ur dreift hópum þeirra með
táragasi og kylfum.
Samningarnir tryggja Banda-
ríkjunum herstöðvar í Japan
næstu 10 ár a. m. k.
-jfc- líoris Pasternak, rússneska
skáldið og rithöfundurinn,
er sagður alvarlega veikur.
•fc í Setif í Alsír beið náms-
stúlka bana af völdum
sprengju og 30 menn meidd-
ust sl. laugardag.
Sauðburður er um það bil að hef jast úti um landiðr en „kaup-
staðarbörnin" eru fyrr á ferðinni. Þessi eru til dæmis þegar farin
að Iitast um af i'orvitni.
Hann er í ham þarna, Krúsév karlinn, enda var hann ýmist eins o% gammur eða friðardúfa á
blaðamannafundinum í París í fyrradag. Stundum varð hann svo reiður, að varla mátti greina
orðaskil hjá honum.
Siisjfíisi wnálin í dag?
Þrír leiðtoganna
ávarpa sína menn.
Eisenhower í Washington, Macmtllan í
London, Krúsév í A.-Berlín.
Boðar Krúsév undirritun sérfriðar-
samninga við Ulbricht ?
I dag flytja þrír af fjórum
hinna æðstu manna ræður og
gera menn ráð fyrir, að málin
muni þá skýrast eitthvað. Þess-
ir leiðtogar eru Eisenhower,
Macmillan og Krúsév.
I Washington er mikill við-
búnaður til áð fagna Eisenhow-
er sem bezt við heimkomuna.
Hann hafði, sem fyrr var getið,
sólarhrings viðkomu í Iissabon
og var þar tekið af hinum
mesta innileik af feikna mann-
fjölda. — í Washington ætla
menn að sýna öllum heimi, seg-
ir í fregnum þaðan, að banda-
ríska þjóðin stendur eínhuga að
baki forseta sínum og að hún
kann að meta slíkan mann sem
hann, leiðtoga sem sýnir algert
sjálfsagavald og þolinmæði og
heldur í öllu á virðingu sinni,
við jafn erfiðar aðstæður og í
París, er Krúsév forsætisráð-
herra hellti úr skálum reiði
sinnar yfir hann og Bandaríkin.
í neðri málstofunni gerir
Harold Macmillan gréin fyrir
atburðunum í París. Stjórn-
málafréttaritarar   segja,   að
hann eigi vísa samúð, velvild
og stuðning alls þingheims í því
sem varðar fund æðstu manna,
en það er viðurkennt af öllum á
Bretlandi, að hann hafi leitast
við að bjarga öllu við eftir
reiðilestur og ógnanir Krúsévs,
þótt ekki tækist. Hann sagði í
gær við heimkomuna til Lond-
on, að við nýjar hættur og erf-
iðlega kynni að verða að ræða,
en menn yrðu að vona, að það
sem  gerzt  hefði  væri  aðeins
„slæmur kafli" í samskiptum
þjóðanna, og betri tímar væru
framundan.
Nikita Krúsév talar á fjölda-
fundi í A.-Berlín. Ræðu hans er
beðið með nokkurri óþreyju,
þar sem hann hefur oft sagt, að
ef bandamenn fallist ekki á
samkomulag um Berlín og
Þýzkaland^ geri sovétríkin sér
friðarsamninga við A.-Þýzka-
land. Við getum gert það sama
og Japan, sagði hann í Berlín,
er Bandaríkin gerðu friðar-
samninga við Japan upp á eigin
spýtur. — Og Krúsév kvað upp-
kast til að friðarsamningum,
en hefir ekki til þessa sagt neitt
um hvenær það verður undir-
ritað.
Tapar Laxness
stórfé?
Lögfræðingur Halldórs Kilj-
ans Laxness í Kaupmannahöfn,
Per Finn Jacobsen lándsyfir-
réttarlögmaður, er flæktur í
stórfellt fjársvikamál, sem
fyrst varð kunnugt um á þriðju
dag. Lögfræðingurínn liggur
fárveikur í sjúkrahúsi, og í hin-
um fáu yfirheyrzlum, sem enn
hefur fengizt leyfi til að halda
yfir honum, hefur hann neitað
að vera sekur í þessu máli.
Þetta varð sem sagt fyrst á
vitorði í fyrradag, þegar 5 þús.
kr. víxill var afsagður og varð
orsök þess, að eitt af fyrirtækj-
um Anders Mörchs, Dana Ent-
Framh. á 7. ?!ðu.  .
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12