Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 1
JONFIt.t SÍW ií i "4 m. >■ I... /y % U& ' ðt&tmm Þjófur tekinn á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri. Nýlega handsamaði lögreglan á Akureyri mann sem var á harðahlaupum eftir götum bæj- arins með nýjan fatnað undir hendinni. f ljós kom að „hlauparinn“ hafði rétt áður brotizt inn í verzlun, sem nýlega var tekin til starfa í Glerárgötu, en eig- andi hennar er Jón M. Jónsson klæðskerameistani. Úr verzlun- inni stal pilturinn jakka, vesti, stakk og tveim skyrtum, en ekki varð séð að hann hafi stol- ið neinum peningum. ' Þegar þjófurinn kom út greip hann hræðsla og tók til fótanna með fötin undir hendinni, en athugaði ekki að lögreglan hef- ur líka sprettharða menn í þjónustu sinni og það voru þeir sem báru sigur úr býtum í kapphlaupinu. Þetta reyndist vera utanbæj- armaður — ekki áberandi ölv- aður — og situr hann nú í varð- haldi. Akureyrarlögreglan segir að mjög hafi borið á ölvun á al- mannafæri undanfarið og að fangageymslur hennar séu oft- ' ast yfirfullar. Sökum kauphækkana þeirra, sem nú eru komnar fram munu útgjöld Reykja víkurbæjar aukast um ca. 5% og mun því verða óhjákvæmilegt að hækka út- svörin á síðari helmingi þessa árs um minnst 11 millj. krónur, að því talið er. Upplýsingar þessa efnis komu fram á síðasta fundi bæjarráðs. Þessa dag- ana fer fram ítarleg athugun á því hver hækkunin þurfi að vera til þess að mæta launahækkununum að afstöðn- um verkföllum og þeim aukna kostnaði, sem af þeim leiðir. Otsvarsálagning stendur nú yfir, og ekki er búizt við að henni verði lokið fyrr en eftir næstu helgi. Verður endan- leg ákvörðun um hækkun útsvaranna á síðari árshelmingnum væntanlega lát- in bíða þar til þá. Bæjarráð mun ræða þessi mál á fundi sínum í dag. Landsliðsþjálfari Dana segir af sér. Maðurinn, sem kom Dönum í úrslitaleik síðustu Olympíu- leikja í knattspyrnu, landsliðs- þjálfarinn Arne Sörensen, hef- ur sagt upp stöðu sinni. Það bykir kannske ekki tíð- indum sæta hér heima, en á- stæðurnar fyrir uppsögninni eru samt sem áður athyglis- verðar fyrir okkur. Arne Sörensen hefur að vísu ekkert látið uppi, af hvaða völdum, hann sé svo skyndi- lega afhuga þessari virðingar- stöðu, en íþróttafréttaritarar Framh. á 5. síðu. Togari tekinn. Gæzluflugvélin Rán kom í gærkvöldi að brezkum tog- ara, Khartoum GY-47, þar sem hann var að veiðum 1.75 sjómílu fyrir innan þess svæðis við Skaga, þar sem brezkir togarar hafa undan- þágu til að veiða frá 1. júlí. Þór kom skjótt á vettvang og tók togarann. Komu skip- in til Akureyrar í morgun. Skipstjórinn hefur viður- kennt brot sitt. Mál hans verður tekið fyrir rétt í dag. Bæjarfógetinn á Akranesi hef- ur með tilkynningu bannað allar húsgagnasýningar utan- bæjarmanna þar í bæ. f gær mátti heyra í útvarp- inu frá . bæjarfógetanum á Akranesi, þar sem hann leggur bann við sýningum húsgagna á Akranesi. Þetta bann kom ýms- um spánskt fyrir sjónir, svo að Vísi hringdi í fógetann og bað um skýringu. Hann kvað eina sýningu hafa verið haldna þar í bæ fyrir skömmu. Hún hefði verið sölu- sýning og hefðu kjörin verið nokkuð öðru vísi en boðin eru af hinum þrem húsgagnaverzl- unum, sem eru á Akranesi. Eig- endur þeirra urðu óánægðir með þessa sýningu, sem reynd- ar var haldin í leyfisleysi, og kvörtuðu við bæjarfógetann. Framh. á 5. síou. Þessa skemmtilegu mynd af drekkhlöðnum síldarbát á leið inn á Siglufjörð tók Snorri Snorrason flugmaður í gær fyrir Vísi norður á Siglufirði í VÍSIR 51. árg. — Þriðjudagur 4. júlí 1961. — 149. tbl. Bæjarfdgetinn bannar sðlu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.