Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 1
Gott veður. VISIR 51. árg. Laugardagur 5. ágúst 1961. — 177. tbl. V18 getuni reiknað með norð- lægri átt og bjartviðri hér sunnanlands um verzlunar- mannahclgina, spáði Veður- stofan' í gærkveldi. Vísir átti seint í gær viðtal við Pál Bergþórsson veðurfræð- ing. Hann sagði að ekki væri annað fyrirsjáanlegt en að veð- ur yrði gott og bjart hér sunn- anlands og sæmilega hlýtt. Ef trúa má þeirri spá Veðurstof- Friðrik og Uhlmann efstir. Friðrik Ólafsson er nú efst- ur ásamt Uhlman frá Austur- Þýzkalandi eftir fjórar um- ferðir á skákmótinu í Marien- bad. Þeir hafa báðir 3a/2 vinn- ing. unnar ættu velflestir Reykvík- ingar að fá bjart veður á íerð- um sínum um helgina, a. m. k. svo fremi sem þeir dvelja hér sunnanlands. Um Norðurland gegnir öðru máli. Þar má búast við þoku- lofti og fremur köldu veðri. f gær var sæmilega hlýtt sunnanlands, eða 13 stiga hiti, en kalt norðanlands, allt niður í 6 stig. Þar var viða þokuloft og rigningarsúld, einkum á Norðausturlandi. Á Egilsstöð- um var bjartara veður með 13 stiga hita. Einnig var betra veður á Norðvesturlandi, en samt nokkuð kalt. Síðdegis í gær dró upp þykkni úr suðaustri yfir Reykjavík og nágrenni, en Veð- urstofan kvað það ekki mundu vera hættulegt og ekki útlit fyrir annað en það dragi niður aftur. Síldarbátur a a í gær sökk síldveiðiskipið Helgi Flóventsson Þ.H. 77 um það bil 4% sjómílur norð- vestur af Langanesi. Mann- björg varð. M. b. Helgi Flóventsson er 109 brúttó smálestir að stærð, byggður í Noregi á s.l. ári og kom þá nýr til Keflavíkur á miðri vertíð í fyrra. — Helgi Flóventsson var smíðaður úr eik og virtist hið traustasta skip í hvívetna. Eigendur skipsins eru Svan- ur h.f. á Húsavík. Þegar Vísir átti tal við Rauf- arhöfn í gærkveldi, var ókunn- ugt um tildrög slyssins, en þó vitað að þegar báturinn sökk var vindur af norðvestri, um 5 vindstig og allkrappur sjór. Báturinn var hlaðinn síld og sökk hann á mjög skömmum tíma. Er talið að skilrúm i hon- um hafi brostið, síldin runnið til og það orsakað slysið. Enginn staður á íslandi hefur verið jafn fjölsóttur og eftirsóttur á undanförnum sumrum sem Þórsmörk. Búizt er við að þúsundir Reykvíkinga fari þangað um verzlunarmannahelgina, enda er náttúrufegurð staðarins viðbrugðið. Bærinn „tæmist" I dag Fle$tir fara í Þórsmörk. Um þessa helgi, verzlunarmannahelgina, setja fleiri alla von sína á veSrið, en nokkra aðra. Þúsundir manna um land allt, sem ekki eru bundnir við störf taka sér hvíld og fara með nesti og nýja skó út í náttúruna. Hér í Reykjavík hafa hundruð bæjarbúa undirbúið ferðalög, og er sýnt að „bærinn muni tæmast af fólki“. Þeir aðilar sem skipuleggja ferðalög, hafa skýrt blað- inu svo frá, að gífurlegur mannfjöldi muni taka þátt í ferðalögum um byggðir og óbyggðir Iandsins. Hverjum einasta langferðavagni hefur verið ráðstafað, og íara sumir vagnanna fleiri ferðir í dag fullskipaðir upp í sveit. Þeir sem eiga bíla, munu þá ekki sitja heima og voru miklar annir á smurstöðvum olíufélaganna í fyrra- dag og í gærdag. M.b. Stigandi frá Ólafsfirði var nærstaddur þegar slysið vildi til og bjargaði hann mönn- unum. Komu þeir kl. 9,30 í gærkvöldi til Raufarhafnar. — Skipstjórinn á Helga Flóvents- syni kvað allt vera í lagi með skipshöfnina og að henni liði vel. Vélbáturinn Helgi Flóventsson frá Húsavík, sem sökk í gær. (Ljósm. Snorri Snorrason). Helgi Geirsson hjá Bifreiða- stöð íslands, sagði blaðinu, að ferðamannastraumurinn með bílum, sem bækistöð hafa á stöðinni, væri áberandi mestur austur að Laugarvatni. Nú þegar, en þetta var um nónbil í gær, eru hátt á fjórða hundr- að sætapantanir fyrirliggjandi með bílum til Laugarvatns. — Hátt á annað hundrað mun fara í bílalestinni austur klukk- an 1 í dag. En síðasta ferðin austur verður farin klukkan 9 í kvöld. Héðan munu fara hátt á annað hundrað manns austur í Þórsmörk. Þá verður éinnig fjölmennt í Húsafellsskógi, en þar verður samkoma bindindismanna og eru komnar á, þriðja hundrað sætapantanir þangað. Margar pantanir liggja fyrir í ferð vestur í Bjarkarlund. Eins og nú horfir munu héð- an, frá Bifreiðastöð íslands, fara á þriðja þúsund manns, en til þess að flytja þennan fjölda, sagði Helgi Geirsson, þurfum við allt að 80 langferðavagna. Farfuglar ætla að ganga á Snæfellsjökul. — Ragnar Guð- mundsson, sem verður farar- stjóri, sagði að í hópnum myndu verða 30—40 vaskir farfuglar, vel búnir, sem ganga myndu á jökulinn. Að vísu munum við ekki allir klífa jökulinn. en þeir sem í það ráðast, verða að vera á mann- broddum, og með kaðal á milli sín. Sumir munu fara vestur fyrir jökul, að Hellissandi, og sleppa jökulgöngunni, it Miklar annir voru í skrif- stofu Ferðafélagsins í gærdag. Einkum voru það tvær hinna 6 skipulögðu ferða, sem drógu ferðalangana. — Þórsmerkur- ferðin ætlar að verða fjölmenn, sagði Hallgrímur Jónsson. Við erum nú með á annað hundrað þátttakendur, og þeim fjölgar stöðugt. Nú eru í Skagfjörðs- skála í Þórsmörk um 40 manns. Þá hefur ferð um Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar dregið til sín upp undir 100 manns, og svipuð er tala þátttakenda í óbyggðaferð inn á Kjalveg. Og önnur óbyggðaferð, inn á Syðri Fjallabaksveg, milli Mýr dalsjökuls og Torfajökuls, verð- ur farin og voru þátttakendur orðnir 15 í gærdag. Inn í Land- mannalaugar fara um 50 manns á vegum Ferðafélagsins. Ferðaskrifst. Ulfars Jacob- sen hafði ákveðið að efna til tveggja ferða íiú um verzlun- armannahelgina, en fyrirsjáan- Frh. á 7. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.