Vísir - 16.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 16.08.1961, Blaðsíða 1
60 Ijósastaurar í Hálogalandshverfi Á FUNDI bæjarráðs er hald- inn var í gær, var rætt um til- boð er borizt höfðu í að reisa og tengja 60 götuljósastólpa inni í Hálogalandshverfi. Var fyrirtækið Verklegar fram- kvæmdir með lægsta tilboð. Gert er ráð fyrir að verk þetta hefjist innan skamms. ^ Myndin var tekin við Brandenborgarhlið í gær- morgun. Á henni sjást að- gerðir austur-þýzku yfir- valdanna til að stöðva flótt- ann vestur á bóginn. — Her- menn vopnaðir vélbyssum hafa skipað sér í þéttan vegg og á bak við þá er röð af brynvörðum bílum. Þetta er örþrifaráð kommúnista eft- ir að stjórn þeirra í landinu hefur farið út um þúfur. Frakkar undirbúa flótta frá Alsír. Franska stjórnin gerir nú ráð fyrir því að nærri helming- ur allra evrópskra manna í Alsír, hverfi úr landi á næst- unni og flýi til Evrópu. Hún er nú að gera ráðstafanir til að taka á móti um 400 þúsund flóttamönnum frá Norður- Afríku, en um 900 þúsund Evrópumenn hafa verið búsettir þar. Greina öruggar heimildir frá þessxf og þykja þetta mikil tíðindi í Frakklandi, því að það þýðir að franska stjórnin sé bú- in að gefa upp alla von um að Alsír verði franskt land. Flótti óhjákvæmilegur. Franska stjórnin hefur fallizt á sjónarmiðin sem koma fram í skýrslu sem Alsír-málasérfræð- ingar hennar sömdu nýlega og fjalla um áætlun um að flytja evrópska landnema heim frá Alsír og hafa til reiðu fjármagn og atvinnumöguleika fyrir flóttafólkið. í skýrslunni segir, að þa,ð sé óhjákvæmilegt að búast við Framh. á 5. síðu. Friðrik enn efstur Nú eru búnar 11. umferðir í svæðamótinu í Marianzke og er Friðrik enn efstur. Hann hefur hreina forystu með 9V2 vinning en næstur honum kemur Filip með 9 vinninga. Friðrik átti tvær biðskákir óútkljáðar, en nú hafa þær fréttir borizt, að hann hafi unnið þær báðar. Skákirnar voru gegn Perez og Milic. í 11. umferð gerði Friðrik jafntefli við Szabo. AfWWVVVVVWWVVVVVVWA Ftúttamenn dæmdir í Austur-Þýzkatandi. Það er a'cS koma í ljós, að fólk það sem gert hefur tilraun til að flýja frá Þýzkalandi síðustu daga, en hefur verið handtekið af austur-hýzkum yfirvöld- um, hefur ekki allt sloppið með vonhrigðin og hræðsl- una. Dagblöðin í Austur- Þýzkalandi eru farin að segja frá dómum, sem kveðnir hafa verið upp yfir fólki, er reyndi að flýja. Afbrot þetta er kallað „Republikfluchtu, þ. e. flótti frá lýðveldinu. Hér er skýrt frá nokkrum slík-1 Héraðsdómstóllinn í Pritz- ___j'_______ walk dæmdi bóndann Jaenicke um domum. L „ . * - , • , 18 manaða fangelsi vegna Hjon dæmd í fangelsi. I Framh. á 5. síðu. Mikill Grænlandsáhugi hjá ferðaskrifstofum. í morgun fór þriðji og síð- asti hópurinn „í fótspor Eiríks rauða“ á vegum Flugfélags fs- lands og Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Flogið er til Narsarssuak, sem er gegnt Brattahlíð, land- námsjörð Eiríks, og síðan farið þangað, til Garða við Einars- fjörð og víðar til föstudags- kvölds, þegar heim er haldið. Þær tvær ferðir, sem þeir hafa verið farnar, tókust með ágæt- ’.um, og einkum var fólkið í annari ferðinni heppið með veður. Áhugi fyrir ferðum þessum nær langt út fyrir ísland, því að í annari ferðinni voru til dæmis ferðamenn af ellefu þjóðum, og í ferðinni, sem hófst í morgun, var um helmingur af 40 manns útlendingar. Erlend- ar ferðaskrifstofur láta líka í Ijós mikinn áhuga og ætla að setja þessar ferðir inn i áætl- anir sínar fyrir næsta sumar. Verða þær þá hafðar fleiri en að þessu sinni, því að hér er um „óplægðan akur“ að ræða eins og erlendir fréttaskrif- stofumenn komast að orði Tveir ungir menn sjást á myndinni. Þeir komust gegn- um tálmanir austur-þýzku lögreglunnar til Vestur- Bcrlínar. Eina leiðin var að synda yfir skipaskurð sem aðskilur borgarhlutana. Hér hafa þeir fengið voðir til að hlýja kér eftir kalt vatnið!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.