Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 2
Vafalaust hefur þaö komiö mörgum fundargesta á óvart, hve tölvustarfsemi Flugleiöa er umfangsmikil. Hér í Reykjavík starfrækir félagiö tölvudeild, kerfis- fræöi- og forritunardeild og gagnaskráningu. 1 tölvudeildinni er notuö tölva af gerðinni IBM 370/125, meö öflugum búnaÖi. AÖ auki er þar svo lítil tölva, Burroughs L 2000. GagnaskráningarkerfiÖ er fyrst og fremst svonefnt "key to disk" af gerðinni CMC 5. Auk þess gatarar, IBM 129.- 1 New York reka Flugleiðir litla tölvudeild, sem annast bókhald, uppgjör við söluaðila o.fl. Þar er vélbúnaður- inn IBM System 3, model 10. Loks eru svo Flugleiðir aöili aö merkilegu fjarvinnslu- kerfi, sem nefnt er GABRIEL. Aöilar aö þe'ssu sama kerfi eru mörg önnur flugfélög og þau ekki öll af minni sortinni. MiðstöÖ kerfisins er í Atlanda í Bandaríkjunum, en þaö tengist síöan aöalskrifstofunni hér í Reykjavík og söluskrifstofum vítt og breitt í Bandaríkjunum og Evrópu. Beinir starfsmenn tölvudeildanna eru um 15 talsins. Gagna- skráningatæki eru alls 29, þar af eru CMC-stöðvarnar 24. Góður rómur var gerður aö erindum flutningsmanna og svöruöu þeir spurningum fundargesta að lokum. Aö endingu voru svo málin rædd nánar yfir góðum kaffibolla, í boöi félagsins. INNHEIMTA FÚLAGSGJALDA Gjaldkerinn hefur beöiö TÖLVUMÁL aö "skjóta" því aö félagsmönnum, að nú hafa verið sendir út gíró- seðlar v/innheimtu félagsgjalda fyrir áriö 1976. Þar sem innheimtan er í seinna lagi á ferðinni, er þaö ákaflega vel þegið, að menn greiði gjöldin hiö fyrsta. Raunar skal þaö tekið skýrt fram og þakkað margfaldlega, aö nú þegar hafa margir (flestir) gert góÖ skil á gjöldunum. En svona litlir reikningar, eins og gíróseðlarnir frá félaginu eru, geta jú auöveldlega grafist innan um önnur stærri skjöl á borðs- horninu og gleymst þar. FÚLAGATALIÐ Gert var ráö fyrir, aö félagatal Skýrslutæknifélagsins, yrði birt nú í þessu tölublaði TÖLVUMÁLA. Nú þykir ritnefndinni hentugra aö geyma þaö til næsta blaðs, og vonar aö þaö komi hvergi að sök, en biður velvirðingar á drættinum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.