Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
52. árg. Fimmtudagur 3. maí 1962. — 98. tbl.
Goðafoss-smyglið vesfro:
'erða hrátt kaliaí-
Ljósmyndari Vísis I. M. tók þessa mynd af skrifstofu Þjóðleikhússtjóra í morgun. Talið frá
vinstri: Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, Guðlaugur Rósinkrans og Erik Balling leikstj.
Leikstjóri 79 af stöðinni  kominn
Erik Balling aðalleikstjóri
Nordisk Film kom hingað flug-
leiðis i hótt til að ráðgast við
Guðlaug Rósinkranz Þjóðleik-
hússtjóra um kvikmyndun sög-
unnar „79 af stöðinni" eftir
Indriða G. Þorsteinsson.
Fréttamaður Vísis hitti þá
þremenningana snöggvast á
skrifstofu Þjóðleikhússtjóra í
morgun, og spurði Balling leik-
stjóra, hvernig honum litist á
söguna sem efni í kvikmynd.
Kvað hann söguna vera mjög
spennandi efni og mjög girni-
lega til að byggja kvikmynd á.
Balling kvaðst hafa komið hing-
að áður og þá tekið kvikmynd
í Hvalfirði.
Balling er bæði aðalleikstjóri
og einn af framkvæmdastjórum
Nordisk Film, sem í ráði er, að
annist kvikmyndun sögunnar
fyrir Edda Film. Fréttamaður
spurði hann, hvaða mynd félag
hans hefði nýlega gert. Nýjasta
kvikmyndin nefnist „Den kære
familie" gerð eftir samnefndri
sögu, sem gerist um aldamótin
síðustu og er töku þeirra mynd-
ar lokið. Bálling sagði, að fé-
lag hans framleiddi 3 — 4 kvik-
myndir á ári auk styttri mynda.
Leikstjórinn hefir hér aðeins
tveggja daga dvöl, og verður þá
væntanlega ákveðið, hvenær
kvikmyndargerðin hefst. Ekki
hefir enn verið ákveðið um val
leikara eða hlutverkaskipun, en
þó má telja víst, að Róbert Arn-
finnsson leiki aðalhlutverkið.
Einkaskeyti frá UPI. —
Newark í nótt.
David M. Satz, saksóknari
hins opinbera í New Jersey-
fylki, sagði í gær, að íslenzku
sjómennirnir þrír, sem hand-
teknir voru 19. marz síðast-
liðinn fyrir tilraun til smygls
á happdrættismiðum, mundu
verða Ieiddir fyrir búakvið
(grand jury) ,innan skamms'.
Komist búakviður að þeirri
niðurstöðu, að þessir þrír
menn hafi raunverulega
gerzt sekir um það athæfi,
sem þeir eru bornir, munu
þeir verða leiddir fyrir saka-
dóm, en „við getum að lík-
indum ekki hafið rannsókn
fyrir slíkum rétti fyrr en á
hausti komanda," sagði Satz
enn fremur.
Þremenningarnir, Hjalti
Þorgrímsson, Magnús Björhs-
son og Helgi Gíslason, eru
ákærðir fyrir að hafa gert til-
raun til að smygla í land
179,200 heftum af happdrætt-
ismiðum Irish Sweepstakes í
tveim ómerktum kössum. —
Hefði tekizt að selja miðana
í Bandaríkjunum, hefðu tekj-
urnar af sölunni numið 6.5
milljónum dollara. Þeir félag-
ar voru látnir lausir gegn
1000 dollara tryggingu á
mann og loforði um að koma
fyrir rétt, þegar þeir yrðu
boðaðir.
I
eysimikii síid
V-landi
Síldarmagnið við Suðvesturland
virðist enn halda áfram að aukast
og er það afleitt að fiskimennirnir
skuli verða að halda að sér hönd-
um vegna þess að ekki eru mögu-
Ieikar á að taka við aflanum.
í gær varð f ærabátur sem var að
veiðum undir Snæfellsnesi þess var
að síldin óð á Stapavíkinni og víð-
ar fyrir sunnan Snæfellsnes og er
það óvenjulegt að svo mikið sé um
síld á þessum tíma að hún vaði.
Það hefur fundizt mikið magn af
síld út af Reykjanesi, vestur af
Grindavík og er það ætlun sjó-
manna, að sú sild muni vera sterk-
ári og betri heldur en sú sem nú
geymslu vegna átunnar, sem er
komin í hana.
Verðhækkun
á brauovörum
Eins og auglýst er í blaðinu f
dag hefur Verðlagsnefnd ákveðiS
nýtt hámarksverð á brauðum f
smásölu með söluskatti.
Franskbrauð, 500 gr., verða kr.
5.40, rúgbrauð óseydd 1500 gr. kr.
8.30 o. s. frv. (Sjá auglýsinguna).
— Hækkunin nemur að meðaltali
5% á hinum auglýstu vörum.
organnnar
erðar á næstu tíu án
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, skýrði frá hinni
nýju heildaráætlun úm fullnaðarfrágang gatna, á
fundi í Landsmálafélaginu Verði í gær. Hefur borg-
arráð samþykkt tillögu, sem byggð er á áætlun-
inni, sem gerir ráð fyrir að allar götur í Reykja-
vík verði fullfrágengnar í árslok árið 1972, að þeim
undanskildum, sem lagðar eru 1970—1972. Verður
tillaga þessi lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag.
fö Áætlun þessi nær yfir svæðið vestah Elliðaána, að borgar-
mörkum í Fossvogi og Seltjarnarnesi. Er reiknað með að á
næstu tíu árum verði lokið við að fullgera allar götur á þessu
svæði, nema þær, sem teknar eru í notkun síðustu þrjú árin.
Ekki er talið hagkvæmt að ganga frá götu fyrr en bygging-
um við hana er lokið. I fullnaðarfrágangi gatna er átt við
malbikaða eða steypta akbraut, steypta gangstéttarkanta og
hellulagðar gangstéttir.
Áætlaðúr  kostnaður  við  allt. næstu  tíu  árum.  Skiptist  hann
gatnakerfiS  er  909  milljónir,  á' þannig aS 641 milljón fer til að
fullgera núverandi gatnakerfi og
268 milljónum verSur varið til
að gera ný hverfi byggingarhæf.
Auk þess verður varið 39 millj-
ónum til gatna og holræsagerðar
á þvi sem eftir er þessa árs. 675
miljónir af kostnaði við gatnagerð,
mun borgarsjóður leggja fram og j
er reiknað með að það geti orðið
án hækkana á útsvörúm, þegar
reiknað er með eðlilegri fólksf jölg-
un og tekjuaukningu í borginni.
Þær 234 milljónir sem þá vantar
verður að fá með öðrum tekjustofn
um. Er ætlunin að húseigendur
greiði hluta af kostnaði við gang-
stéttar fyrir framan hús sín, eins
og verið hefur, en til mála hefur
komið að hækka þeirra hlut úr
einum þriðja af kostnaði í helm-
ing. Einnig þykir eðlilegt að bif-
reiðaeigendur taki einhvern þátt í
kostnaðinum, þar sem þeir munu
njóta umbótanna á gatnakerfi hvað
mest.
Áætlun þessi er gerð undir stjórn
borgarverkfræðings, Gústafs E.
Pálssonar, en honum fól borgar-
stjóri að sjá um þetta. Með honum
hafa unnið að þessu Ingi Magnús-
son og Ólafur Guðmundsson, verk-
fræðingar, auk Guðlaugs Stefáns-
sonar, verkstjóra og fleiri.
Nú má heita að allur gamli bær
inn, innan Hringbrautar og Rauðar-
ársstígs, hafi fullgert gatnakerfi,
þó að nokkuð vanti á að gangstétt-
ir séu allsstaðar fullgerðar. Auk
þess eru allár meginumferðaræðar
út úr bænum að mestu malbikaðar
Framhald á bls. 5.
Björgunarleiðangur Óðins
Varðskipið Óðinn var á hðdegi
kominn 110 mílur á haf út frá
landinu á Ieið til Grænlands með
varnarliðsþyrlu, en gera skal til-
raun til að sækja sjúkling í lorans-
stöð skammt frá Kulusuk,, er þarf
að komast undir læknishendur hið
fyrsta. Slydda er á hafinu, en að
öðru leyti sæmilegt veður.
Sjúklingurinn er danskur maður
og er hann þungt haldinn af botn-
langabólgu.   -   Björn  Pálsson
.reyndi að sækja sjúklinginn s.l.
sunnudag, ásamt Þorsteini Jóns-
syni flugstjóra og dr. Friðrik Ein-
arssyni, en varð frá að hverfa veð-
urs vegna. Síðar fréttist að flugvöll
urinn við loransstöðina var ófær.
Var því valin sú leið, að leita sam-
starfs við varnarliðið og fá þyrlu
hjá því. Verður siglt eins nálægt
ströndinni og oinnt er og þyrlan
notuð til flutnings á sjúklingnum
milli stöðvarinnar og varðskipsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16