Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						r
wisim
52. árg. — Mánudagur 7. maí 1962 — 101 tbl.
Hraðfíutt til heila-
skurðar l Höfn
Aðfaranótt sunnudags var fár-
vcik fslenzk stúlka flutt í ofboði
með herflugvél frá Keflavíkur-
flugvelli til Kaupmannahafnar,
til skyndiaðgerðar hjá hinum
heimsfræga heilaskurðlækni
Busch prófessor.
; Stúlkan gekk með heilaæxli,
sem hún hefir þjáðst af og var
í dái, er komið var með hana
suðureftir, rétt um óttu á sunnu-
dag. Ekki hafði reynzt mögu-
legt að fá aðra flugvél þessa
stundina og þvl leitað til varnar-
liðsins á Keflavíkurvelli, sem
brást vel við og lánaði flugvél.
Lagði hún af stað kl. 3,30 að
morgni sunnudags og lenti á
Kastrupflugvelli eftir 5 stunda
flug. Tvær hjúkrunarkonur
fylgdu hinni veiku stúlku út,
Inga Borg frá Reykjavík og
Joanne Williams frá sjúkrahúsi
flotans á Keflavíkurflugvelli.
Verilunarfulltrúi
til Afríku?
Utanríkisráöuneytiö lieí'ur haft
til athugunar undanfarið, hvort
timabært sé að senda  íslenzkan
Fyrsti
leikurinn
Knattspyrnutíminn er haf-
i inn. Þetta er ljósmynd Visis
I af fyrsta leiknum, sem fram
f6r í gær á Melavellinum. Val
ur og Þróttur kepptu. Leik-
1 mönnum fannst völlurinn enn
vera all gljúpur. Á myndinni
sést hvar Matthías Hjartar-
son í Val skallar á markið en
hinn ágæti markvörður Þrótt
ar Þórður ver. Leikar fóru
svo að Valur sigraði með 4
1 mörkum gegn 0 og sýndi yfir
burði í leik.
verzlunarfulltrúa til Afríku.
Hefur ráðuneytið haft um þetta
samráð við skreiðarútflytjendur,
sem hafa mikinn áhuga fyrir þessu
máli. Heildarverðmæti skreiðarút-
flutningsins var á síðasta ári 200
milljónir króna og fór mestur hluti
skreiðarinnar til Afríku.
Nigería er það land sem mest
kaupir af skreið og er því líklegt
að slíkur fulltrúi yrði staðsettur
þar. Nokkrum vandkvæðum er
bundið að senda mann þangað, þar
sem loftslag er mjög óheilnæmt og
ólíklegt að menn vilji flytja þangað
með fjölskyldu sína.
Samkvæmt upplýsingum sem
Agnar Klemens Jónsson, ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráðuneytisins, gaf
blaðinu í morgun hefur endanleg
ákvörðun ekki enn verið tekin, en
búast má við að það verði á þessu
ári. Sagði hann að hér væri um
að ræða svo mikinn þátt í útflutn-
ingi okkar að ráðuneytið teldi eðli-
legt að greiða fyrir honum á hvern
hátt sem hægt væri.
Vel heppnub tilraunavei&iför
Hallveig fékk 900
tunnur í einu kasti
TOGARINN Hallveig Fróðadótt-
ir ,sem lét úr höfn f gær til síld-
veiða, fékk gott kast suður af
Jökli, að því er Vísir frétti í
morgun.
Er blaðið hafði samband við
Bæjarútgerðina um kl. 11 fékkst
á þessu staðfesting, en ekki var
vitað um hve mikið magn var
að ræða.
Þegar blaðið átti tal við BÚR
var ekki búið að ákveða hvar
aflanum yrði landað.
Vísir frétti síðar, að Hallveig
hefði fengið 900 tunnur og
mundi hafa fengið þennan afla í
einu kasti. Haft er eftir skip-
verjuin á Hallveigu, að þeir láti
mjög vel yfir hversu þægilegt sé
að vinna með tækjunum, þ.e.
hringnótinni og kraftblökkinni,
en þáð er í fyrsta skipti, sem
þessi stórvirku tæki eru notuð
hér á togara við sfldveiðarnar.
1 gær fékk Jón Trausti 1300
tunnur og fór með aflann til
Akraness, en Guðmundur Þórð-
arson fékk 1600 tunnur og mun
hafa farið til Patreksfjarðar, en
ekki hafði blaðið þó fengið það
staðfest. Fleiri bátar fengu sfld
í gær og aflahorfur góðar.
Bílar
springa
Á laugardagskvöldið urðu
tveir drengir valdir að veruleg-
um brunaskemmdum á tveim bif
reiðum, auk þess sem minnstu
munaði að annar drengjanna
yrði fyrir stórslysi.
Þetta óhapp skeði um klukk-
an 7 síðdegis á laugardaginn
við bílasöluna, sem er til húsa á
sviðinu við Hallveigarstíg og
Ingólfsstræti. Tveir drengir,
sennilega 5 ára gamlir, voru
að leika sér með eldspýtur. Ann-
ar drengjanna bar eldspýtu að
vörubll, sem stóð þar á svæð-
inu og að benzíntánknum sem
var utan á bílnum og hefur lík
lega staðið opinn. Skipti það
engum togum að 1 benzíninu
kviknaði og varð af mikil
sprenging. Rifnaði benzíntank-
Framhald  a  Jis  5.
Greiða 40% annars reknir
Fundur  var  haldinn  í  Sjó-og voru tvö mál til umræðu,
mannafélagi Reykjavíkur í gær,
kaup félagsins á húsi og Karls-
efnismálið.
1 fyrrnefnda málinu var gerð
samþykkt um það, að stjórn fé-
lagsins skuli heimilt að festa
kaup á húseign hf. Sanitas við
Lindargötu — ásamt Dagsbrún
— ef um semst við eigendur
byggingarinnar.
Miklar umræður urðu um mál
efni  Karlefnismanna,  og voru
allir, sem til máls tóku, sammála
| um, að ekki kæmi til mála að
sleppa þeim með öllu við refs-
j ingu vegna þess að þeir sam-
I þykktu að fara veiðiförina, sem
•mestur styrr stóð um í síðasta
mánuði. Sumir vildu þó fara
vægt í sakirnar gagnvart mönn-
unum, en aðrir lögðu til, að geng
ið yrði fram í máliriu af enn
meiri hörku.
Að endingu var samþykkt, að
Halldóri Ingimarssyni skip-
stjóra, sem verið hefir í Sjó-
mannafélaginu frá fornu fari,
skuli vikið úr því, en öðrum
skipverjum, sem eru meðlimir
félagsins, gefinn kostur á að
greiða 40% af tekjum umræddr-
ar veiðiferðar í sjóði félagsins
að viðlögðum brottrekstri ella.
Þá var og samþykkt, að félög,
sem aðrir skipverjar eru félagar
í, skuli látin vita um þessa á-
kvörðun Sjómannafélagsins.
iT*  II"
og Harqlz komnir
Viðskiptamálaráðherra Gylfi
P Gíslason kom heim frá Frakk
landi og Italíu í gær. Hafði hann
1 átt viðræður við fulltrúa ríkis-
stjórnar  þessara  landa  til að
i skýr? afstöðu íslands til þátt-
töku í Efnahagsbandalagi
Evrópu. Með ráðherranum í
förinni var Jónas Haralz ráðu-
neytisstjóri.
Þeir fóru fyrst til Parísar og
Framhald á  bls. 5.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16