Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						. ttí&'Pty&BW***- y^g^fmfmit/gjm
iiniwwiw'iMg?^" ¦ 'wtfy ¦iflr~r ii iiir  i.....i'iiiimi  'iiMiiinm mwiimiib>Egn>i—niimi iniiiij
VISIR
52. árg. — Þriðjudagur 8. maí 1962. — 102. tbl.
'éðar síldveiðihorfur I
Faxafíóa fram í júlí
Vísir spurði Jakob
Jakobsson fiskifræðing í
morgun um síldveiðihorf-
urnar hér við Suðvestur-
land. Komst hann að orði á
þessa leið:
Að  undanförnu  heí'ur
meginhluti  aflans  verið
sumargotssíld þ. e. sfld,
sem hrygnir aðallega í júlí,
og teljum við það góðs
vita, að hún skuli kom-
in á miðin nú þegar, vegna
þess að hrygningarstöðv-
arnar eru hér við Faxaflóa
og Suðurland.
Við teljum því ólfklegt, að"
síldin hverfi af þessura slóðum
fyrr en í fyrsta lagi eftir hrygn-
ingu eða eftir miðjan júlí, þann-
ig að veiðihorfur Verði góðar
1 — 1% mánuð að minnsta kosti,
jafnvel næstu 2 mánuði.
Það er að vísu svo, að það hefur
Framhalo  3  r>ls  ft
Frá hinum fjölmenna kosningafundi Sjálfstæðismanna f gær.
ForBiB höfuBborginni
uppiausn
Fyrsti almenni kjósendafundur Sjálfstæðisflokks-
ins var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi við
húsfylli og mikinn einhug fundarmanna. Fundarstjóri
var Þorvaldur Garðar Kristjánsson og fundarritari
Þorbjörn Jóhannesson. Ræðumenn voru ellefu.
Fyrsti ræðumaðurinn var Geir
Hallgrfmsson borgarstjóri. Minnti
hann á það f upphafi máls síns, að
nú fyrst þyrftum vér Reykvíkingar
að vera á verði, þegar samtök, sem
oss hefðu aldrei vinsamleg verið,
væru farin að hrósa oss. Benti hann
í þyí sambandi á þann' vitnisburð,
sem Framsóknarmenn gefa Reyk-
víkingum nú, að þeir séu „fram-
takssamir", en borgarstjórnarmeiri-
hlutinn „duglaus". Ennfremur þá
hátíðlegu tilkynningu Framsóknar-
manna, sem hljóðar svo: „Almennt
er álitið að enn verði stjórnar-
tímabil Sjálfstæðisflokksins næstu
4 ár".
Borgarstjóranum gengur illa að
s'-ilja þá Framsóknarrökvísi, eins
og öllum öðrum hugsandi mönnum,
hvers vegna f ramtakssamir borgar-
ar kjðsi sér alltaf „duglausan"
meirihluta og ætli enn að fram-
lengja stjórnartfmabil hans um 4 ár!
Þá minhti borgarstjóri á, að óvar-
legt væri að treyst' faguryrðum
Framsóknarmanna f garð Réykvík-
inga fyrir kosningar, enda mættu
Reykvíkingar vera minnugir hins
neikvæða viðhorfs og afstöðu Fram
sóknarflokksins til borgarinnar og
borgarbúa, allt frá stofnun flokks-
ins til þessa dags. Hann kvað sig og
samstarfsmenn sfna í borgarstjórn
sakna málefnalegrar gagnryni og já
kvæðra umræðna um málefni borg-
arinnar, af hálfu andstæðiiigahna.
Sjálfstæðismönnum dytti ekki anh-
að f hug en að ýmsu mætti finna,
og slíkar aðfinnslur gætu verið
gagnlegar, en stóryrði andstæðing-
anna, t.d. þegar Reykjavík væri líkt
við þær borgir, sem' verst hefðu
orðið úti í heimsstyrjöldinni,
dæmdu sig sjálf og höfunda þeirra
úr leik.
Borgarstjóri sagði að eins og áð-
ur myndu Sjálfstæðismenn gefa út
bláa bók og vísaði til þeirra lof-
orða, sem gefin hefði verið í Bláu
bókinni fyrir síðustu kosningar.
VATNSVEITUMAL
Loforðið um að tryggja Reykvfk-
ingum nægt neyzluvatn hefur verið
efnt þannig, að 'til stórframkvæmda
Vatnsveitunnar hefur verið varið 18
millj. kr. á kjörtfmabilinu. Dælustöð
var byggð við Gvendarbrunna, og
við það jókst vatnsmagn til borgar-
innar um 40%. Dreifikerfi eldri
borgarhluta hefur verið endurbætt,
eldri leiðslur endurnýjaðar, og nýj-
ar leiðslur eru um 16,2 km. Dælu-
stöðvar voru byggðar innanbæjar.
Framkvæmdir eru byrjaðar við
byggingu 10 þús. rúmmetra vatns-
Geir Hallgrfmsson
geymis á Litlu-Hlíð, sem mun auka
afkastagetu Hitaveitunnar um 17%.
Víðtæk ví§indaleg rannsókn hef-
ur farið fram á sögulegum vatns-
bólum í borgarlandinu og áæltun
gerð um virkjun Bulluaugna, en það
mun auka vatnsmagnið um 70%,
m. ö. o. verða viðbót sem nægir
fyrir 50 — 60þús. íbúa. Ennfremur
hafa verið settir upp vátnsmælar til
þess að sporna við óhóflegri eyðslu
og stuðlað að byggingu vatnsmæla
hjá vatnsfrekum inaðarfyrirtækjum.
RAFORKUMAL
Lokið var við Steingrímsstöð við
Efra-Sog í ágúst J960. Fest hafa
verið kaup á 15.500 kílóvatta véla-
samstæðu í Irafoss-stöðina, og verð
ur sú samstæða tekin í notkun í
lok næsta árs. Rannsóknir hafa
farið fram á stórvirkjunum í Hvítá
eða Þjórsá, f sambándi við stóriðju,
og Iokið er verkfræðilegum undir-
búningi að 15 þús. kw gufuaflsstöð
í Hveragerði.
Byggðar hafa , verið 44 nýjar
spennistöðvar. Götulýsingar endur-
bættar og götu- og hafnarljósum
fjölgað um meira en 50%.
HITAVEITAN
Haldið hefur verið áfram vísinda-
legum rannsóknum og leit að heitu
vatni í borgariandinu. Gufuborinn
hefur nú borað 13.500 metra sam-
tals fyrir Reykjavfkurborg. Koma
úr þessum holum um 125 sekúndu-
lítrar við frjálst rennsli, af 130 stiga
Framhald á  jIs  5.
Á morgun verður My Faii
Lady sýnd í Þjóðleikhúsinu í
30 sinn. Enn er varla nokkurt
Iát á sýningunum. Er alltaf
uppselt á þær og oft hafa
margir orðið frá að hverfa.
Enn er erfitt að spá um hve
margar sýningarnar geta orð
ið, en ekki ólíklegt að þær
muni komast á fimmta^ tug-
inn.
1 fyrstu voru sumir vantrú-
aðir á það, að hægt yrði að
koma þessu mikla leikhús
verki á svið hér, en það hefur
nú komið í ljós, að hér verður
um að ræða fjárhagslega eitt
bezta viðfangsefni Þjóðleik
hússins, því að eftir að tutt
ugu sýningar voru haldnar
fór leikhúsið að hafa beinan
hagnað af sýningunum.
My Fair Lady verður sýnt
í Þjóðleikhúsinu til loka
þessa leikárs eða fram í júlí.
Sýningin verður ekki tekin
upp aftur næsta haust, held-
ur verður leiktjöldum skilað
eftir lánið í sumar.
Kjósendafund
ur á Akureyri
Frá fréttaritara Vfsis,
Akureyri í morgun.
Fyrsti kjósendafundur Sjálfstæö-
isflokksins á Akureyri vegna vænt-
anlegra bæjarstjórnarkosninga var
haldinn í gærkvöldi f Borgarbfó fyr-
ir fullu húsi.
Níu frambjóðendur Sjálfstæðis-
listans tóku til máls, þeir voru J6n
G. Sólnes, Jón M. Jónsson, Sigurð-
ur Hannesson, Árni Jónsson, Jón
Viðar Guðlaugsson, Kristdór Vig-
fússon, Sigurður Guðlaugsson, Jón
Þorvaldsson og Gfsli Jónsson. Fund
arstjóri var Jónas G. Rafnar og
ritari Jakob C. Pétursson.
Mikill áhugi fyrir málefnum
Sjálfstæðisflokksins og einhugur
ríkti á fundinum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16