Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
52. árg. — Laugardagur 12. maí 1962. — 106. tbl.
11 heimsokn
Varautanríkisráðherra Egypta
lands, Hussein Zulficar Sabry
er væntanlegur í f jögurra daga
heimsókn til Reykjavíkur á
mánudaginn, ásamt með nokkr-
um öðrum fulltrúum í sendi-
nefnd. Heimsóknin er liður í vin
áttuheimsókn til allra Norður-
landanna.
Egyptanir mnnu ræða við ís-
lenzk stjórnarvöld og jafnframt
nota tækifærið til þess að kynn-
'st landi og þjóð  Héðan fer
sendinefndin til Danmerkur og
síðan til annarra Norðurlanda.
Þess er skemmst að minnast
að utanríkisráðherra Israels, frú
Golda Meir var í fyrravor á
íerðalagi um Norðurlönd og
kom þá einnig við hér á landi.
Ekki er óliklegt að hinn egypzki
ráðherra vilji nú jafna metin,
því að andúð og kepni er milli
Araba og Gyðings eins og al-
kunna er.
Björn Thoroddsen, Erlingur Einarsson og Erling Jóhannesson fyr-
ir framan De Havilland-vél vína
Flug tíl Færey/a:
x
Flugfélag það sem Daníel Péturs
son flaug fyrir í fyrra, er nú að
hefja starfsemi sína að nýju, en
hún hefur legið niðri í vetur. Daníel
sem flaug nær eingöngu í fyrra er
nú farinn til Loftleiða, sem flug-
maður. Flugmenn verða nú Erling-
ur Einarsson og Björn Thoroddsen.
Aðal eigendur félagsins eru þeir
Erlingur Einarsson, Erling Jó-
hannesson flugvirki, Egill Bene-
diktsson og Björn Thoroddsen.
Tveir þeir fyrstnefndu voru eigend-
ur í fyrra, ásamt Daníel.
Ætlunin er að byrfa að fljúga
á þá staði sem flogið var á í
fyrra, sem voru Hellissandur,
Stykkishólmur, Hólmavík,; Gjögur,
Þingeyri og Búðardalur. Auk þess
er vélin öllum föl til leiguflugs með
farþega eða vörur, hvert á land,
sem er.                    \
Vélin sem þeir félagar nota, er
sú sama og í fyrra af De Havilland
Rapide gerð. Hún er tveggja
hreyfla og hefur hvor hreyfilí 200
hestöfl. Flugþol vélarinnar er frá
4Í4 til 9 tímar, eftir því hvað mikið
af tönkum er notað. Vélin þarf um
Framh. á bls. 5
Nú virðist surnarið vera endanlega komið, eða hver getur hugsað um veturinn, þegar hann sér
þessa mynd af ungum stúlkum, með heiðan himinn í baksýn. Allir sem mögulega geta, halda
sig nú utan dyra og njóta góða veðursins.
skiptí íslenmra og
ferðammaahóm
I sumar eru margir erlendir
ferðamannahópar væntanlegir,
sem óskað hafa fyrirgreiðslu
Ferðaskrifstofu rikisins á með-
an dvalið verður hér á Iandi.
Þessir hópar eru frá ýmsum
löndum, sumir þeirra með allt
að 60 þátttakendum og þaðan af
minni. Koma þeir ýmist flug-
leiðis eða með skipum
Flestir þessir hópleiðangrar
dvelja hér nokkurn tíma, 10 —
15 daga, og ferðast um landið.
Mörgum leikur einnig hugur á
að skreppa til Grænlands á leið-
inni, pg er nú svo komið að
fullskipað er í allar eða nær all-
ar ferðir Flugfélagsins og Ferða-
skrifstofunnar til Grænlands í
iumar. Höfðu þessir aðilar á-
kveðið að efna til 8 ferða þang-
að á komandi sumri, þar af
helmingurinn til Islendinga-
byggða hinna fornu á Vestur-
ströndinni og eru það 3 daga
ferðir. Hinar fjórar ferðirnar
eru til Kulusuk á Austurströnd-
inni og tekur 1 dag hver ferð.
Vegna geysilegrar eftirspurn-
ar eftir Grænlandsferðum í
sumar, bæði af hálfu innlendra
sem erlendra ferðamanna, hef-
ur verið rætt um að f jölga þeim
eitthvað, og nú þegar hefur ein
viðbótarferð verið ákveðin. Ó-
víst er um fleiri,. bæði vegna
þess  að  erfitt  er  um  fyrir-1
greiðslu hjá hótelinu í Narsars-
suak í Eiríksfirði, m. a. vegna
þess að hótelið þar annast sjálft
Grænlandsferðir beint frá Dan-
mörku og þess vegna takmörk
fyrir því hvað það getur tekið
á móti mörgum gestum. Nú f
öðru lagi má búast við miklu
annríki hjá Flugfélagi Islands í
sumar og óvíst hvað það getur
látið  mikinn  flugvélakost  til
Grænlandsferða.
Þá má að lokum geta þess að
Ferðaskrifstofa rikisins mun
eins og að undanförnu veita
móttöku erlendum ferðamanna-
skipum og annast fyrirgreiðslu
þeirra. Ekki er enn ákveðið hve
mörg þau verða, en a. m. k.
tvö eru þegar ákveðin og hafa
óskað- samstarfs við Ferðaskrif-
stofuna.
Fegurðarkeppmnni
verður sjónvarpa
Fegurðarsamkeppninni verður út
varpað og sjónvarpað í Keflavíkur
stöðinni, fegurðardísirnar fá glæsi-
legri tækiffæri, sem aldrei hafa gef-
ist áður, stærri og glæsilegri vinn-
inga en nokkru sinni fyrr.
í kvöld hefst þessi spennandi
keppni, sem allir hafa verið að
bíða eftir. Úrslitin hafa aldrei ver-
ið jafn óviss og nú. Einar Jónsson
forstjóri fegurðarsamkeppninnar,
sagði Vísi í gærkvöldi að aldrei
hefði verið meiri þátttaka í at-
kvæðagreiðslunni   um   fegurstu
stúlku íslands og árið 1962. I dag
eiga að koma fram sex af tíu fal-
Iegustu stúlkunum i fegurðarsam-
keppninni. Keppnin hefst í Austur
bæjarbiói kl. 19 og krýningarhátíð-
in byrjar I Næturklúbbnum kl. 21.
Auk keppninnar eru mörg skemmti
atriði og ef veður leyfir fara stúlk-
urnar í skrúðfylkingu um götur
borgarinnar. Útvarps- og sjónvarps
stöðin í Keflavík mun sjónvarpa
allri keppninni. Sigríður Geirsdótt-
ir, fegurðardrottning íslands 1959
framh  n 5  síðu
EKKIHÆGTAÐ FL YTJA 5ÍLD TIL
NOREGS- SEGIR SKIPSTJÚRINN
Mestur hluti 4500 hektólitra
farms, sem er í norska síldar-
flutningaskipinu Vimi, mun vera
ónýtur og segir skipstjórinn
Kristjan , Storkorsen, ' að ekki
rriuni vera mögulegt að flytja
þessa siid héðan til Noregs.
Skipið liggur nú á Seyðisfirði,
en þangað kom það í gær, eftir
að hafa legið tvo daga í vari
út af Austfjörðum.
Skipinu er skipt í hólf, eftir
endilöngu. í miðjunni er mjótt
hólf, en til hliðanna eru breið-
ari hólf, sitt hvora mcgin. Sild-
in f hliðarhólfunum er alger-
lega komin í graut og mcö óllu
ónýt. Eitthvað af sildinni í mið
iiólfinu mun vera nothæft og
verður það flutt til Eskifjarðar
i bræðslu.
Fréttaritari Visis  á  Seyðis-
firði hafði tal af  Storkorsen
Framh.ábls. 4  .

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16