Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V
>;
¥I.SIB
52. árg. — Þriðjudagur 22. maí 1962. — 114. tbl
Ummæli forsætisráðherra
VÍSIR átti í morgun tal við
Ólaf Thors, forsætisráðherra,
og leitaði álits háns á njósna-
umleitan hins tékkneska er-
indreka. — Forsætisráðherra
sagði:
„Ég þekki ekki frekar
til þess máls, en fram
kemur  í  tilkynningu
dómsmálaráðuneytisins.
Ég tel hinsvegar að
hér sé um alvarleg tíð-
indi að ræða og fagna
því að íslenzk stjórnar-
völd hafa tafarlaust tek-
ið mál þetta einörðum
og réttum tökum".
Atlaga að öryggi þjóðarinnar
Tilraun V. Stochl, hins tékkneska erindreka, til þess að
múta íslenzkum flugmanni til njósna fyrir Tékkóslóvakíu hér
á Iandi hefir vakið undrun og gremju allra landsmanna. Lengi
finnast þess engin dæmi að erlend ríki hafi gert tilraun til
þess að fá íslendinga til þess að bregðast landi sínu og þjóð
og gerast landráðamenn. Okkur íslendingum hefir löngum
hætt til þess að telja land okkar of smátt til þess að erlend
stórveldi teldu sér hag í því að reka hér undirmál og njósnir.
En nú hefir annað komið á daginn.
Málaleitan hins tékkneska erindreka er frekleg móðgun
við sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Hún er einnig atlaga að
frelsi hennar og öryggi. Tilgangur tékknesku tilmælanna um
njósnir á íslenzkri grund er sannanlega sá að erlent ríki, sem
býr við einræðisstjórn fái í hendur þær upplýsingar, sem gætu
gert hugsanlegum árásaraðila árásina auðveldari. Varnarliðið
á Keflavíkurvelli er trygging fyrir því að ekki verði á landið
ráðist af erlendum ofbeldismönnum, og uppljóstranir um starf-
semi þess höggva að rótum öryggis ríkisins.
Sigurður Ólafsson flugmaður á heiður skilinn fyrir það á
hvern hátt hann brást við málaleitan tékkneska erindrekans.
Nota átti sér fjárhagserfiðleika Sigurðar, sém þó stöfuðu ein-
ungis af svikum í verzlunarviðskiptum sem hann hafði átt
við fyrrtalið ríki. Svo lúgalegur var allur málatilbúnaður hins
erlenda ríkis.
Tilraun hins erlenda kommúnistaríkis til njósna á íslandi
sýnir íslendingum glögglega hvert er hugarfar kommúnista-
ríkjanna til íslenzku þjóðarinnar og hve mikils þau virða sjálf-
stæði hennar og öryggi.
Það er hryggilegt að enn skuli vera til allstór hópur fs-
lendinga, sem aðhyllist sömu þjóðfélagsskoðanir og hið er-
lenda ríki, sem hér kemur við sögu. Vonandi verður þessi
njósnatilraun til þess að opna augu margra í þeim hópi og
gera þeim ljóst að framtíð þjóðarinnar og heill hennar er sízt
borgið í höndum slíkra manna og þjóða.

I ,'....''..,,,'.! i    ¦)!,, 'v ",,*•-,.-'                                   '
;:,,;,;;::;;::;:;;:;:;;:
"  ¦f!Hi!,''
Þetta er holi njósnablýanturinn, sem Tékkinn Stochl afhenti Sigurði Ólafssyni og sýndi hvernig fela ætti njósnamiða f honum.
Bjargai úr kröggunuu ef ég vildi njósna
Q§gyg£gggg£ttHÉra£|gæ,     Frásögn Sigurðar
Ólafssonar flugmanns
Fyrir nokkrum dögum gerðist
sá atburður í húsi einu við
Hamrahlíð hér í bænum, að
heimili Sigurðar Ólafssonar flug
manns, að tékkneskur maður
kom í heimsókn til hans, færði
honum fyrst að gjöf myndabók
frá Tékkóslóvakíu og lítinn háls
kiút til konu hans.
Litlu síðar fór tékkinn
Vlastimil Stochl, að nefna það
við Sigurð, hvort hann vildi ekki
taka að sér að afla upplýsinga
um ferðir og tölu bandarískra
herflugvéla á Keflavíkur-flug-
vejli.
— Ég varð furðu Iostinn,
sagði Sigurður, þegar fréttamað
Dómsmálaráðuneytið ákvað
að lokinni rannsókn að vísa
Tékkanum Vladim'il Stochl úr
landi og tók I.M. íjósmyndari
Vísis þessa mynd af njósn-
aranum í morgun, þegar
hann var að stíga upp í flug-
vél Flugfélagsins. Höfðu full-
trúar lögreglu og útlendinga-
eftirlitsins fylgt honum alveg
upp að landgöngustiganum.
ur Vísis talaði við hann í gær-
kvöldi. Ég varð sjokkeraður. Og
þegar fréttamaðurinn talaði lítil
lega við konu Sigurðar, mátti
heyra á henni, að hún hafði
varla trúað því að slíkt gæti
gerzt hér á íslandi. Það var
greinilegt að þeim hjónum hafði
liðið illa vikutíma síðan þetta
gerðist. Það er ekki skemmti-
legt að komast í kast við syona,
sagði Sigurður og ég er feginn
því að þetta er afstaðið.
•fc  Notfærðu sér eriiðleika
Eftir samtalinu virðist það Ijóst,
að hinn tékkneski flugmaður ætl-
aði að notfæra sér efnahagsörðug-
leika Sigurðar til þess að fá hann
til að njósna fyrir kommúnista.
Auk þess lofaði hann honum tals-
verðum ávinningi, nefndi ýmislegt
svo sem að hann fengi vinnu við
þýðingar, ókeypis flugferð til Prag
og að hann fengi lausn allra sinna
mála í sambandi við bilanir á tékk-
neskri flugvél, sem Sigurður á og
hefur orðið honum þung í skauti
fjárhagslega.
•fc  Tékkneska óhappaflugvélin
Þetta hófst í rauninni með því,
Framh. & bls. 5
|j  i i  -  . j
t l | i ¦, ,
ll.lli
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16