Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Örslitin úti á landi * 16. s,
Vakað  á  kosninganótt  | 7. síða
Stórsigur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavik
Bætti nær 3.000 atkvæðum við sig. Kommúnistar tapa
Geir Hallgrímsson.
Auður Auðuns.
Gísli Halldórsson
Gróa Pétursdóttir.
Úifar Þórðarson.
Guðjón Sigurðsson.
Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum hér í
Reykjavík. Fékk flokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn og einum fulltrúa
betur. Bætti hann við sig 2.746 atkvæðum frá síðustu kosningum, alþingiskosn-
ingunum 1959. Sitja nú níu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn en alls
eiga þar 15 fulltrúar sæti.
Hefir Sjálfstæðisflokkurinn haldið hinu óvenju mikla fylgi sínu frá bæiarstjórnarkosning-
unum 1958 nær því óskertu, þótt hann eigi nú einum manni færra f borgarstjórninni.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarmenn bættu við sig atkvæðum ef borið er saman við bæjar-
stjórnarkosningarnar 1958. Fengu Framsóknarmenn nú 2 bæjarfulltrúa . Kommúnistar töpuðu
atkvæðum en héldu þó þremur borgarfulltrúum.
Hvorki Þjöðvarnarflokkurinn né bindindismenn komu manni að.
Alþýðufl.
Framsókn
Sjálfstæðisfl.
Kommúnistar
Þjóðvörn
Bindindismenn
Nú
3961 atkv. (1)
4709  —  (2)
19220  —   (9)
6114  —   (3)
1471  —
893  —
Bæjarstj. 1958
2860  (1)
3227  (1)
20027 (10)
6698 (3)
1831
Alþingi 1959
5946 atkv.
4100 —
16474 —
6543 —
2247
36897 greiddu atkvæði af 41780 á kjörskrá eða 88,3%.
Stjórnarstefnunni
vottaB traust
1 morgun snéri Vísir sér til
forsætisráðherra Ólafs Thors,
Bjarna Benediktssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins og
Geirs Hallgrímssonar borgar-
stjóra og bað þá að segja álit
sitt á úrslitum bæjar- og sveit-
'Meirihluti borgarstjórnar.
stjórnarkjörsins, sem fram fór
í gær. Fara ummæli þeirra hér
á eftir.
„Kosningaúrslitin eru mér mik-
ið gleðiefni. Víðast hvar hefir
Sjálfstæðisflokkurinn ýmist
haldið velli eða bætt miklu við
sig.
Reykjavík er stórsigur.
Úrslitin eru sigur þeirra, sem
í kjöri voru, en jafnframt sigur
stjórnarstefnunnar. Bezt sést
þetta á samanburði úrslitanna
1958 og nú. Þá höfðum við óvin
sælustu stjórn, sem setið hefir,
að bandamanni, því auðvitað
urðu óvinsældir hennar okkur
til framdráttar.
Nú hafa Sjálfstæðismenn bor
ið ábyrgð á ríkisstjórninni í nær
3 ár. Úrslitin eru þessvegna
lika traustyfirlýsing til ríkis-
stjórnarinnar, sem mér er ljúl't
og skylt að þakka".
Ólafur Thors.
„Ég er mjög ánægður með úr-
slitin í Reykjavík og sama má
segja um úrslitin í heild, þótt
misjafniega hafi gengið á ein-
stöku stöðum. Þegar meta skal
stjórnmálaþýðingu kosninganna
verður að minnast þess, sem
Sjálfstæðismenn margoft tóku
fram fyrir þessar kosningar í
bæjarstjórnarkosningum 1958
var kosið undir allt öðrum skll-
yrðum en nú. Þá var vinstri
stjórnin i öllu sfnu veldi og
hvarvetna um land vildu menn
nota tækifærið til þess að lýsa
vantrausti á hana. Þess vegna
urðu þær kosningar Sjálfstæð-
ismönnum óvenju liagstæðar.
Eftir l'all vinstri stjórnarinnar
gerbreyttust viðhorfin. Að svo
miklu leyti sem nú er kosiO um
sveitarstjórnarmál á hverjum
stað er kosið um núverandi
stjórnarstefnu. Mega Sjálfstæð-
ismenn vel una viB þann dóm,
Framh. á 5. síðu.
Þ6r Sandholt.
Birgir Isl. Gunnarsson.
Þórir Kr.  Þórðarson.     ^^^^*^~-~~-^-^-^'^-^-^-^--**^--**^-'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16