Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						M'   > ' ' ' ' .1 • (
VISIR
52. árg. — Mánudagur 13, ágúst 1962. — 188. tbl.
Mikið af járni og
merkilegt bronzbrot
Kristján Eldjárn kominn
heim frá Nýfundnalandi
Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður og prófssor
Þórhallur Vilmundarson
komu heim úr Nýfundna-
landsförinni á laugardag-
inn. Þeir eru mjög ánægðir
með förina og telur þjóð-
minjavörður að margt
merkilegt hafi komið fram
við uppgröftinn þó ekki sé
tímabært fyrr en fullnaðar
rannsókn hefur farið fram
á hlutum þeim er fundizt
hafa, að staðhæfa að þetta
séu leifar frá norrænum
mönnum.
Það er bersýnilegt, sagði Krist-
ján Eldjárn í samtali við Vísi
nokkru eftir komuna, að þarna hef
ur búið fólk, sem þekkti málma,
það hefur notað járn og bronz. Þeir
hafa kunnað að vinna járn úr mýr-
arrauða eins og íslendingar og
aðrar norrænar þjóðir á fyrri hluta
miðaldanna.
Á einum stað sem við nefndum
„Smiðjuna", fundum við mikið af
gjalli og kolum. Auk þess fundum
við þarna mikið af járnbrotum, þó
enga heila hluti, nema nagla og
brot.
—   Virðist byggð hafa yerið
þarna lengi?
— Nei, það hefur sennilega ekki
verið búið þarna lengi.
— Helge Ingstad hefur skýrt frá
því, að bronzbrot hafi fundizt
þarna.
—  Já, það fannst þarna og það
er e. t. v. einn bezti hluturinn, þar
sem hann stuðlar að þvf að útiloka
að þetta sé byggð seinni tíma
manna, frumbyggja eftir daga Kol-
umbusar og styrkir þá, að þetta sé
frá tímum Vínlandsferða.
—  Hvað voru margir þátttak-
endur við uppgröftinn?
—  10 manns hafa tekið þátt 1
uppgreftrinum lengri eða skemmri
tíma. Nú eru fimm eftir og verða
þar þarigað til leiðangrinum lýkur
um næstu mánaðamót. Þeirra á
meðal er Gísli Gestsson.
—  Hvernig var aðbúðin þarna?
—  Flestir bjuggu í tjðldum. Við
Framhald á bls. 7.
Togararnir koma mei
fullfermi frá Grænlandi
ÞorkelB Máni fyllti sig á tveim dögum
Andrian Nikolayev ofursti.
Nokkrir íslenzkir togar-
anna hafa hitt á mjög góð-
an karfaafla á Grænlands-
miðum bæði við Vestur-
strönd og Austurstfönd
Grænlands. Sá fyrsti þeirra
Þorkell  máni  kom  til
Senda Rússar fimm geim-
för á loft samtímis?
Tvö sovézk mönnuð geim
för eru á lofti, hinu þriðja
kann að verða skotið á loft
í dag — og þar næst ef til
vill tveimur til viðbótar og
yrðu þá alls fimm þátttak-
andi í þeim tilraunum, sem
Rússar eru nú að gera og
litið er á sem hinn mikil-
vægasta undirbúning til
tunglferðar. — Hvarvetna
þykir það hið mesta afrek,
að Rússar hafa nú tvö
geimför á lofti samtímis.
Þau nefnast Vostok III og
Vostok IV.
SJÁ HVOR TIL ANNARS
í fyrra geimfarinu er Andrian
Nikolayev ofursti. Hann hafði í
morgun snemma farið 31 sinni
kringum jörðu eða um þrefalda
vegalengdina  til  tunglsins,  en
geimfari hans var skotið á loft á
laugardagsmorgun, en hins — Pav-
els Romanovitsj Popovitsj — í gær
morgun og eftir tæpan sólarhring
hafði það farið 14 sinnum kring-
um jörðu.
Svo stutt er milli geimfaranna,
að þeir sjá hvor til annars. Þeir
hafa stöðugl samband sin í milli
og við jörðu. M.a. talaði Nikola-
yev við Krúsév, sem óskaði honum
til hamingju. 1 Sovétríkjunum var
sjónvarpað frá geimfarinu og end-
ursjónvarpað um allt meginlandið
og á Bretlandi gátu menn og fylgzt
með endursjónvarpi frá Moskvu,
en kvikmynd af geimförunum var
sýnd i bandaríska sjónvarpinu. —
Kennedy forseti og Carpenter
geimfari voru meðal þeirra, sem
sendu heillaóskaskeyti í tílefrii
afreksins,
SVÁFU RÓLEGIR
í Moskvu-sjónvarpinu í morgun '
var  sagt,  að  báðir  geimfararnir
hefðu sofið vel í nótt — það var
önnur nótt Nikolayevs úti í gelmn
um — er þeir vöknuðu hafi bc'
gert líkamsæfingar, þar næst fer
ið. sér morgunvérð og svo byrjai
á vísihdalegum athugunum. 1 gœr
gátu menn fylgzt með því f sjón-
várpi, er Nikolayev gekk um og
matbjó handa sér. Mikla athygli
vakti, er kunnugt varð að hann
neytir venjulegrar fæðu f geim-
ferðinni.
MARGA DAGA A LOFTI
Mikið er um það rætt hversu
lengi geimförin verði á lofti, en
ekkert liggur fyrir um það opin-
berlega. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að geimfar Nikolayevs
verði á sveimi. kringum jörðu a. m.
k. 3—4 daga, ef til vill viku —
kannski 10 daga. Japanskir vís-
indamenn sögðust í morgun hafa
náð fyrirskipun til Vostoks IV. að
fara aftur til jarðar, en ekki hefur
fengizt nein staðfesting á þessu.
Eins og vænta mátti birtu er-
lend blöð í gærmorgun fréttina um
Vostok III. með stærsta fyrirsagná
'etri þvert yfir forsíður.
TALABI  V:^  KRÚSÉV.
f eir.ii enska blaðinu var fyrir-
•--.,- govétrfkJn biðja Bandarik-
'íðOva kjarnorkuvopnarann-
'Viko ofursti kann að verða
:s lofti 3 daga — talar við Krú-
Framhald á bls. 7.          i,
Reykjavíkur í nótt með
350 tonn. Hann var á Vest-
urströndinni og þar var
einnig Víkingur frá Akra-
nesi kominn með yfir 300
tonn af fiski, og Þormóður
goði kominn með góðan
afla.
Frá austurströnd-Grænlands eru
togararnir Haukur og Fylkir vænt-
anlegir með fullfermi eða kringum
300 tonn hvor og þar hefur Júpi-
ter einnig verið og mun vera með
nálægt því fullfermi.
1 nótt kom togarinn Askur einn-
ig til Reykjavíkur með um 160 tonn
sem hann hafði fengið á heima-
miðum. Svo að nóg er að gera við
Reykjavíkurhöfn að skipa aflanum
upp úr togurunum. Er skortur á
mannskap, því að lítið hefur verið
að gera í fiskuppskipun meðan tog-
ararnir voru í verkfalli.
Vísir átti stutt samtal við Ragn-
ar Franzson skipstjóra á Þorkeli
mána. Hann sagði, að það hefði
gengið sæmilega hjá sér. Fyrstu
dagana var veiðin lítil sem engin.
Við vorum búnir að fara víða,
sagði hann, og fundum lítið. En á
siðustu tveimur dögunum fengum
við meiri partinn af þessum afla.
Ég er hræddur um, sagði Ragn-
ar, að þessi veiði vari ekki lengi.
Það  virðist undir tilviljun komið
MMMuHMMMaMHÉa
hvort maður finnur karfann, og
hræddur er ég um að magnið sé
ekki mikið. Ég var heppinn, að
koma þarna fyrstur.
Það er nú sýnilegt, að mikið
verður að gera við höfnina og í
frystihúsunum næstu daga, þegar
nokkrir togarar f röð koma inn
með fullfermi.
Willy Brandt.
Brandt til Islands?
Vísir hefir fregnað að til tals
hafi komið, að borgarstjóri
Vestur-Berlínar, WiUy Brandt,
heimsæki ísland nú f haust.
3randt hefir þegið boð til Norð-
urlanda í október og mun þá m.
a.  halda  fyrirlestur í  Stokk-
hólmi. Viðræður hafa farið
fram við borgarstjórann um að
hann komi þá einnig til Reykja-
víkur. Enn er ekki f ullvíst hvort
af förinni hingað getur orðið en
niðurstaða mun fást innan
skamms.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16