Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
52. árg. — Mánudagur 20. ágúst 1962. — 194. tbl.
Vatnsdalsármálið:
Hii refsiverða
tii sýslumanns
— Það er orðið Ijóst, að
laxveiði og silungsveiði í
net fer ekki saman í lítilli
á, sagði Þór Guðjónsson
veiðimálastjóri við Vísi í
tnorgun með Vatnsdalsá í
huga. Jafnvel í Ölfusá eru
stöðugir árekstrar út af
þessu atriði.
Við spurðum veiðimálastjóra um
Vatnsdalsmálið og hann sagði:
— Þar er ýmislegt athugavert.
Ég fer norður strax og ég get til
að hlýða á mál beggja aðila. Ég
held að um nokkurn misskilning
á báða bóga sé þarna að ræða. Hið
refsiverða fer að sjálfsðgðu til
sýslumanns.
Á þessu stigi málsins get ég ekki
upplýst meira. Hins vegar hefi ég
nokkuð rannsakað málið og m. a.
fengið bréf erlendis frá vegna þess.
Guðmundur Ásgeirsson er nú fyrir
norðan og einnig formaður veiði-
félagsins, en hann fórst á mis við
Guðmund, leigutakann hér í Reykja
vík fyrir skömmu.
? í Alsír er reynt að ná sanian
Iista með nöfnum 176 þingmanna-
efna og á hann að verða tilbúinn
n. k. laugardag, en stjórnlagaþing-
kosningarnar eiga aS fara fram 2.
sept. sem kunnugt er.
Myndin er frá knattspyrnukappleik, ekki í Suður-Ameríku heldur norður á Akureyri. Sést
hér mannfjöldinn eftir að hal'a þyrpzt inn á Ieikvanginn að leik loknuni.
Róstur eftir kappleik
ik
Blóðhiti í
Akureyr-
ingum
Sá sögulegi atburður
átti sér stað í leik Ak-
ureyringa og KR á Ak-
ureyri í gær, að áhorf-
endur höfðu ekki taum
hald á skapi sínu og
ruddust inn á leikvang-
inn að leik loknum,
kringum  leikmenn  og
dómara og leit Iengi vei
út fyrir alvarlegum róst-
um.
Mátti þar sjá þekktan íþrótta-
frömuð akureyrskan snara sér
að öðrum línuverðinum, taka
hann steinbítstaki með þeim orð
um, „að réttast væri að berja
ykkur alla saman."
Ekki varð þó Ur frekari handa
Framh. á bls. 7.
æ&jumuia|mKai
Einar Kristjánsson söngvari og kona hans, frú Marta, á gangi við Tjörnina í góða veðrinu um helgina.
Einar Kristjánsson alkominn
Þegar mér. var boðin
staða fyrir 15 árum sem
söngkennari við Tónlist-
arskólann, fannst mér
ég enn vera of ungur til
að þiggja hana. En þeg-
ar mér bauðst staðan
nú fannst mér ég verða
að taka henni, því að
bráðum yrði ég kannski
of gamall til að taka
henni.
Þannig mælti Einar Krist-
jánsson óperusöngvari þegar
fréttamaður Vísis hitti hann
og konu hans Mörtu á gangi
niður við Tjörn nú um helgina.
•
En þau komu hingað til lands
alkomin í síðustu viku. I byrjun
vikunnar kváðust þau hafa far-
ið að „pákka niður"., — Það
var ægilegt verk. Þegar bjiið
var að koma bðkum, búsáhöld-
<!"¦¦ 'IMWM
um og ýmsum Iausum hlutum
niður í kassa, fór ég að telja
kassana, sagði Einar. Ég hætti
að, telja þegar ég var kominn
upp í 50. Svo flugum við heim,
en buslóðin er á leiðinni með
Gullfossi.
Á yngri árum, þegar við vor:
um í Þýzkalandi, fluttum við
oft með þriggja ára millibili,
milli Dresden, Stuttgart og
Hamborgar, en siðan við sett-
umst að í Kaupmannahöfn hef-
ur meiri búslóð safnazt í kring-
um okkur og flutningurinn er
því mikil fyrirhöfn. Við ætlum
að búa í húsi einu viðNýlendu-
götuna og vonandi þurfum við
ekki að flytja aftur.
—  Hvaða starf er það sem
þér farið nú að vinna hér?
—  Það er kennarastarf við
óperukennslu hjá Tónlistarskól-
anum. Þetta er ekki beinllnis
söngkennsla. Ætjazt er til að
menn hafi verið í söngnámi áð-
ur, en hér á að bætast við m. a.
Framh. á bls. 7.
af fimm
María Guðmundsdóttir fegurðar-
drottning komst í undanúrslit á
Langasandi eins og kunnugt er af
fréttum, en varð ekki ein af fimm
fyrstu f lokaúrslitunum. Af þeim
fimmtán, sem komust át'rani f und-
anúrslit er aðeins fimm raðað nið-
ur, þannig að Maríu var ekki get-
ið í fréttaskeytinu um Urslit feg-
urðarkeppninnar.
Er Vísir átti tal við móður Maríu
í morgun, hafði hún ekki haft nein-
ar fréttir af dótturinni né lokaúr-
slitunum. Ekki hafði hún heyrt
neitt frá Maríu síðan hún fór ut-
an, en bréf fékk hún dagsett 14.
Framh. á bls. 7.
Marfa Guðmundsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16