Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIF
52. árg. — Föstudagur 24. ágúst 1962. — 198. tbl.
Hótelum borð
í Gullfossi
Um næstu mánaðamót
breytast   áætlunarferðir
Geysir
lifnar við
r   r
a ny
í gær gerðist það, að Geysir
f Haukadal rumskaði við og
gaus fallegasta gosi eftir langan
Þyrnirósarsvefn. Þegar Sigurð-
ur Grelpsson í Haukadal sá gos-
ið koma allt í einu varð honum
að orði: „Guði sé lof, að hanu
er byrjaður á ný."
Það voru tveir starfsmenn
frá Flugfélaginu, þeir Birgir
Þórhallsson og Snorri Snorra-
son sem fengu hinn gamla jöfur
til að gjósa á ný. Settu þeir í
hann sápu til að reyna hvort
hann fengist ekki á leik og ætl-
uðu m. a. að taka af honum
myndir fyrir Flugfélagið.
Aðstöður voru góðar, loftvog
ágæt og hlýtt og gott veður.
Biðu menn nú um stund eftir
gosinu, og allt f einu kom það,
45 — 50 metra hátt og stóð það
yfir í nærri hálftíma. Sagði
Sigurður Greipsson, að þetta
yrði að teljast gott meðalgos.
Þegar þetta gerðirt hafði ekk-
ert lífsmark verið með Geysi
síðustu átta vikurnar.
Gullfoss á þann veg sem
verið hefur undanfarna
yetur, en ýmsar nýstárleg-
ar breytingar verða á þeirri
hlið, sem að farþegunum
sjálfum snýr.
Sá háttur verður hafður á í vet-
ur,. að annað og þriðja farrými verð
ur lagt niður, og aðeins fyrsta far-
rými verður opið. Hins vegar verð-
ur verðið lækkað niður í það, sem
verið hefur á öðru farrými í sum-
ar.
Sú nýjung verður einnig tekin
upp að skipið verður notað sem
nokkurs konar hótel, meðan það
dvelur í Kaupmannahöfn. Er þá
farþegum  gefinn  kostur á  að
halda  herbergjum  sinum  og
gista i Gullfossi f þá 6 eða 7
daga, sem þar er dvalið.
Ekki er að efa að þessar ráðstaf-
anir Eimskipafélagsins eiga eftir að
verða mjög vinsælar og margur á
eftir að nota sér þá ágætu þjónustu
sem hér er boðið upp á.
Eimskipafélagíð bauð fréttamönn
um til sín skömmu fyrir hádegis-
bilið og skýrði þar frá ýmsum fleiri
nýjungum í starfsemi og ferðum
Gullfoss og verður væntahlega
hægt að skýra frá því hér í blað-
inu á morgun.
Þær eru skritnar þessar — þær ætla virkilega að nota skíðin og það strax i dag! — Blómarósirnar
(þ. e. a. s. þær með skfðin) heita Guðný Theodórsdóttir og Anna Kristjánsdóttir og eru þátttakendur
í skíðanámskeiði því, sem Valdimar Örnólfsson efnir til í Kerlingarfjöllum á sumri hverju. Fjöldi
fólks tekur þátt i þessu námskeiði Valdimars og hélt hópurinn af stað f gærdag, og þar tók Ingi-
mundur Magnússon þessa ágætu Ijósmynd.
Bændur í W syslum undirbua
sö/ustöðvun ufurðu sinnu
Bændur  i  10  sýsluni
norðanlands  og  austan
telja óhjákvæmilegt að und
trbúa sölustöðvun land-
búnaðarafurða til þess að
árétta kröfur sínar um
bætt kjör. Var samþykkt
þessa ef nis gerð af f ulltrú-
um bænda frá Stranda-
sýslu til Austur-Skaftafells
sýslu að báðum meðtöld-
um, auk fulltrúa Stéttar-
sambandsins.
Er hér um kröfu um 15%
jhækkun  á  afurðum  að
j ræða, auk hækkunar vegna |
I aukins  rekstrarkostnaðar |
i vísitölubús.            i
Kveðast bændur á Norður- og
Austurlandi munu stöðva sölu á
afurðum sfnum, ef
•k tillögur Stéttarsambands bænda
um afurðaverðið,  sem  bornar
voru  fram  síðastliðið  haust,
verði ekki samþykktar,
¦fr ef ekki bætist vi ðþað verð ný
afurðahækkun vegna hækkunar
Framhald á bls. 5.
Pyngjan opnaðist í tukthúsinu
Sakadómaraembættið í Reykja-
vík hcl'ur mjög hert á innheimtu
hvers konar sekta og ráðið sér-
stakan sektarinnheimtumann, sem
gengur skelegglega fram f þvf að
sektir séu greiddar á tilskildum
tíma. Gegn þeim sem þrjóskast eða
vanrækja að kpma á tilskildum
tfma íil sakadómaraembættisins
verður gefin út handtökufyrirskip-
un og þeir fluttir í hegningarhúsið.
Þegar búið er að sekta einhvern
borgara þjóðfélagsins, sama hvort
það er fyrir ölvun á almannafæri,
umferðarlagabrot, vanrækslu í
því að koma með bifreið til skoð-
unar eða hvað annað, er viðkoru-
andi manninn gert að greiða sekt-
ina fyrir ákveðinn dag. Hafi menn
trassað að greiða þessar sektir eða
srjóskazt við að borga þær hefur
það oft og einatt dregizt úr hömlu
að innheimta þær, einkum vegna'
annríkis  hjá  sakadómaraembætt-
inu. En nú hefur embættið ráðið
sérstaklega mann í þennan starfa
—  sektarinnheimtustjóra' —  sem
reynzt  hefur  hinn  skeleggasti
starfi, og hikar ekki við að fa.u
Framhald. á bls 5.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16