Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
52. árg. — Þriðjudagur 23. október 1962. — 243. tW.
Penfield  til  Guðmundar
1 morgun gekk J. Penfield sendi-1
herra Bandaríkjanna á íslandi á
fund Guðmundar í. Guðmundsson-
ar    utanríkisráðherra.    Skýrði I
bandaríski sendiherrann utanríkis-
ráðherra frá boðskap Kennedys í
gærkvöldi og þeim aðgerðum sem
Bandaríkjamenn  munu  taka  í
sambandi við Kúbumálið. Ræddust
þeir við um alþjóðastjórnmál góða
stund.
Sendiherrar Bandaríkjanna um
allan heim gengu í morgun á fund
ríkisstjórna þeirra landa sem þeir
eru sendiherrar hjá og skýrðu frá
sjónarmiðum Bandaríkjastjórnar í
K:.bumálinu.
RÚSSAR KÆRDIR
VEGNA ARASARUNDIRBUNINCS
Bandaríkjamenn hafa
ákveðið að stöðva alla
vopnaflutninga til Kúbu.
Tilkynnti Kennedy forseti
þessa ákvörðun í áhrifa-
mikilli ræðu sem hann
flutti í útvarp og sjónvarp
í gærkvöldi.
í nótt raðaði f jöldi banda
rískra varðskipa sér hring-
inn í kringum þessa eyju í
Karabiska hafinu og munu
stöðva hvert skip sem sigl-
ir áleiðis til hennar og
krefjast þess að fá að leita
að vopnum.
Hér er ekki um algert hafnbann
að  ræða,  því að  skip  sem  ekki
hafa vopn innanborbs munu óhindr
uð fá að sigla til ákvörðunarstað-
ar síns. Finnist hins vegar vopn í
þeim, verður þeim snúið til baka
til heimalands síns
Þá hefur stjórn Bandaríkjanna
kært stríðsundirbúning Rússa á
Kúbu fyrir Öryggisráðinu og kall-
að saman fund í stjórn samtaka
Ameríkuríkjanna til að ræða þá
hættu, sem öryggi Ameríkuríkja
stafar frá stríðsundirbúningi komm
únista á Kúbu.
Hvert skip
stöðvað.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið hefur skýrt frá því, að herskip
muni stöðva hvert einasta skip,
sem er á siglingu til Kúbu, jafnt
rússnesk og annarra þjóða skip.
Hlýði þau ekki fyrirmælum um
að stöðva og láta leit fara fram,
muni þau skotin niður.
Ek' var vitað í morgun um
neitt skip, sem hefði verið stöðvað.
inleikarinn kominn
Mynd þessi var tekin f gær-
kvöldi, er Fritz Weisshappel tók
á móti ungverska fiðluleikaran-
um Bela Betrehöy á flugvellin-
um. Hann mun Ieika með Sin-
fóníuhljómsveitinni á næstu
hljómleikum hennar á fimmtu-
daginn kemur. Mun hann leika
Synphonie Espagnole, eftir Lalo.
Betrehöy mun æfa með hljóm
sveitinni á morgun, en hér
dvelst hann til föstudagsmorg-
Her Bandaríkjanna
á verði.
Ræða Kennedys kom eftir nokk
urra daga óró og orðróm um að
Bandaríkjamenn hygðust jafnvel
gera innrás á Kúbu. Jafnframt þess
um aðgerðum á hafinu umhverfis
Kúbu hefur öllu herliði Bandaríkj-
anna hvar sem er í heiminum verið
skipað að standa á verði og vera
við öllu búið.
í ræðu sinni skýrði Kennedy frá
því, að þann 11. október hefðu
honum borizt í hendur óyggjandi
upplýsingar um það að vígbunað-
ur Kúbu væri ekki einvörðungu í
varnarskyni, heldur væri unnið að
því að koma upp hættulegum árás
ar °2kistöðvum á eynni. Sagði hann
að komið hefði verið upp bæki-
stöðvum fyrir flugskeyti á Kúbu
sem geta flutt kjarnorkusprengjur
um 1000 mílna vegalengd og þýð-
ir það að Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna, Panamaskurður og
Kanaveral höfði er innan skotvidd
ar þeirra.
Þá er einnig verið að vinna við
smíði eldflaugastöðva á Kúbu fýr-
ir langdrægar eldflaugar, sem geta
náð allt norður að Hudson-flóa og
suður að Lima, höfuðborg Peru.
Blekkingar Rússa.
Kennedy sagði að þetta sann-
aði, að Rússar væru að koma sér
upp öflugri árásarstöð á Kúbu og
Framh. á bls. 5.
Kennedy
Veríur bændaskatturinn
vegna Sögu framlengdur':
7
Forráðamenn Bænda-
hallarinnar hafa í'arið
þess á leit við Alþingi að
það framlengi hálft
prósent gjaldið til bygg-
ingar Bændahallarinnar,
sem sett var 1958, til
f jögurra ára til viðbótar.
Jafnframt eru forráða-
menn Bændahallarinnar
að leita fyrir sér erlendis
um 30 milljón króna fast
lán.
Sæmundur Friðriksson for-
maður byggingarnefndar Bænda
hallarinnar tjáði Vísi í morgun
að Bændahöllin skorti fé fyrir
afborgunum og stofnkostnaði.
Væri ætlun þeirra að hálfa pró-
sentið færi til ¦ afborgunar en
fasta lánið, ef það fæst, fari til
stofnkostnaðar.     Sæmundur
kvaðst vilja að það kæmi skýrt
fram, að bændur borga þetta
hálfa prósent sjálfir. Það var
fyrst sett í lög um búnaðar-
málasjóð árið 1958 og gilti í
fjögur ár., Nú þarf að fram-
lengja gjaldið.
Um lántökur erlendis sagði
Sæmundur: Við gerum okkur
góðar vonir um að fá lánið. —
Bændahöllin fékk í fyrrasumar
stórlán erlendis til byggingar-
framkvæmdanna.
Feðgar stórslasa mann á Siglufírði
Það bar til tíðinda norður á
Siglufirði snemma á sunnudags-
morguninn að ungur maður var
kjálkabrotinn og brotnar úr honum
framtennurnar. Maðurinn var flutt-
ur til lækninga í Reykjavík í gær
og málið þegar kært.  Þykir það
sérstaklega í frásögur færandi að
feðgar tveir unnu þetta verk í
sameiningu og notuðu bæði til þess
hendur og fætur, að því er hinn
slasaði maður tjáði lögreglunni á
staðnum.
Menn þessir eru allir frá Siglu-
firði og höfðu verið ölvaðir að-
faranótt sunnudagsins. Á sunnu-
dagsmorguninn kom til þessara
slagsmáh og voru feðgarnir á móti
unga manninum einum. Talið er
að þeir hafi þótzt eiga eitthvað
sökótt við hann frá fyrri viðskipt-
um. Fólk vaknaði í næstu húsum
við viðureign þeirra úti á götu og
gerði lögreglunni aðvart. Sem
geta má nærri, af þvl sem sagt
hefur verið, var ungi maðiirinn
hroðalega útleikinn.
i )•' ' no).\) t\.\) l i '
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16