Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
52. árg. — Miðvikudagur 31. október 1962 — 250 tbl.
SIÐASTI DAGURINN
f nótt tók Ægir brezka togar-
ann Lincoln City að veiðum í land-
helgi út af Dýrafirði. Neitaði skip-
stjórinn að sigla togaranum til fs-
Ienzkrar hafnar eftir handtökuna
o^ urðu skipsmenn af Ægi að f ara
um borð í togarann, bæði í brú
og vélarrúm og sigldu þeir hon-
um inn til ísafjarðar snemma í
morgun. Brezki skipstjórinn hefir
fengið landhelgisdóm. Var það
1955 og var þá skipstjóri á brezka
togaranum Valafelli.
Ægir sá fyrst til togarans 3 sjó-
mílur innan landhelgi. Er togarinn
varð varðskipsins var sigldi hann
út úr landhelginni og náði Ægir
honum hálfa sjómílu utan við land-
helgi. Var varpan þá úti en skip-
stjórinn ber að henni hafi ekki ver-
ERU UPP-
SAGNIRNAR
GILDAR ?
ið kastað fyrr en eftir að togar-
inn kom út fyrir línuna. Réttarhöld
í málinu hefjast á Isafirði í dag.
Skipstjóri á Ægi er nú Guðmundur
Kjærnested.
tngmn
árangur
Sáttafun  rinn í síldveiðideil-
unni stóð til kl. 3 f nótt, en ekk-
ert samkomulag náðist.
-  Nýr fundur hefur ekki verið
boðaður ennþá.

Læknadeilan var dómtekin í
Félagsdómi í gær. Kl. 5 á morg-
un verður lögð fram greinargerð
BSRB af hálfu læknanna. Félags
dómur fellir úrskurð um það,
hvort uppsagnir sjúkrahúslækna
skuli metnar gildar og hvort
þeim sé heimilt samkvæmt þeim
að leggja niður störf sín. Mál-
flytjandi læknanna er Guðmund
ur Ingvi.Sigurðsson, og af hálfu
ríkisstjórnarinnar Páll S. Páls-
son.

Læknar ræðast við á gangi í Landsspítalanum í morgun.
ÍGGJA NIBUR STORF
Á miðnætti í kvöld
hætta 31 af 65 læknum
Landsspítalans og stofn
unum hans störfum. Eft-
ir verða einn og tveir
læknar á hverri deild
auk kanditata.
Vísir leitaðist við að afla upp-
lýsinga um ástandið og eins og
það  liti  út  þegar  læknarnir
hætta.
Prófessor Niels Dungal kvaðst
verða einn eftir af læknunum í
rannsóknarstofunum. Aðrir yf-
irlæknar véku sér undan því að
gefa upplýsingar og landlæknir
kvaðst vera önnum kafinn og
ekki hafa tfma til að ræða
málið.
Það er engu að sfður aug-
Ijóst, að Landsspítalinn getur
ekki gegnt hlutverki sfnu nema
að mjög takmörkuðu leyti, eft-
ir að læknamir hætta. Enginn
efast um að þeir, sem eftir eru,
reyni ekki að gera allt sem í
þeirra valdi stendur. En það er
aðeins takmarkað. Einn og tveir
læknar verða að vinna það sem
7 læknar unnu áður.
Á rannsóknastofunum verður
prófessor Dungal einn eftir ásamt
ólæknislærðu starfsfólki sfnu.
Hann segir það ómögulegt að
anna því sem gera þarf og hljóti
að skapast „vandræðaástand",
eins og hann kallaði það.
Engir möguleikar eru á því að
fá aðra lækna f stað þeirra, sem
hætta. Að vísu er l'jöldi íslcnzkra
lækna f Svíþjóð og Danmörku,
en þeir munu ekki hlaupa i
skarðið. Ekki er búizt við því að
þeir komi, þótt svona standi á.

ALLAR SXEPN-
UR Á GJÖF
Það mun tæpast hafa komið
l'yrir í manna minnum, að hag-
laust væri orðið með öllu um
veturnætur á Suðurlandi. En
það er staðreynd í dag í lág-
sveitum Arnes- og Rangárvalla-
sýslu. Þar er svellstorka yfir
allt eftir hríðarnar, blotana og
frostin að undanförnu og hver
einasta skepna á gjöf. Og það
sem vérra er, að i svipinn er ekki
ert útlit fyrir bata, heldur þvert
á móti að það bæti á snjóinn f
nótt. Nokkur óhugur er í bænd-
um sem von er. Þeir eru ekki
vel heyjaðir eftir sumarið og
harðasti vetur þegar lagstur að.
Astandið er talið miklu betra f
uppsveitum á Suðurlandi, minni
snjór og þurrari og allgóð beit.
Allmikið hefur borið á því að
fé hafi fennt í liiiium hörðu á-
hlaupum að undanförnu, t. d. í
Fljótshlfðinni og i Vestur-Skafta
fellssýslu. Þar hefur allmargt fé
fundizt dautt f fönn og krapa.
Fá óprestlæroir vígslui
7
A fundi kirkjuþings er nú starfar
sagði biskup íslands, Sigurbjörn
Einarsson, frá þvf, að komið gæti
til mála, að óprestlærðir menn
fengju vígslu, til að bæta úr presta-
skorti, sem fyrirsjáanlegur er á
r-^tu árum.
Sagði biskup, að þessi leið hefði
verið farin erlendis, þar sem presta
skortur er, svo sem í Danmörku.
Hafa erlendis verið vígðir menn,
sem gegnt hafa störfum djákna og
einnig menn, sem hafa háskólapróf
í öðrum greinum en guðfræði.
Prestaskortur er nú mjög víða
um heim, svo sem á Norðurlönd-
um, og virðist fyrirsjáanlegt að
hann verði alvarlegur hér á landi
eftir nokkur ár. Er hans þegar orð-
ið vart, þar sem þegar eru allmörg
prestaköll prestslaus og fæst eng-
inn til að þjóna þeim. Þess er þó I prestakalla stafar þetta af óviðun-
rétt að geta, að í mörgum þessara I andi húsnæði.
Vélarnar koma í
desembermánuði
Stóraukning Sogsvirkjunarinnar
stendur fyrir dyrum. Bætt verður
við 15500 kílóvatta vélasamstæðu
í írafossstöðina. Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra, minntist á
þessa framkvæmd í utvarpsumræð
unum í gærkvöldi.
Jakob  Guðjohnsen  rafmagns-
stjóri sagði í viðtali við blaðið f
morgun að vélarnar væru væntan-
Iegar til landsins í desember og
uppsetning þeirra hæfist strax eft-
ir áramótin. Gert er fastlega ráð
fyrir að þessari stækkun verði
lokið að hausti eða fyrir lok næsta
árs
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16