Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						fi jflSBM
VISIR
52. árg. — Laugardagur 15. desember 1962. — 283. tbl.
MikiB um óskráð
viBtæki í landinu
Veldur tekjumissi hjá Ríkisútvurpinu
í tilefni af frétt Vísis í
gær um tilraun til að
smygla 40 útvarpstækj-
um inn í landið hef ir blað-
ið snúið sér til útvarps-
stjóra og spurt hann
hvort mikið sé um smygl
á útvarpstækjum og ó-
skrásettum tækjum hér á
landi.
— Við vitum að' það er mik-
ið um óskráð útvarpstæki í
landinu, ekki sízt þessi litlu
transistortæki, sem er svo erfitt
að fylgjast með. Pað er meira
og minna smygl á útvarpstækj
um á hverju ári. Og svo vill
brenna við að viðtækjasalar
gleymi að skrá þau útvarps-
tæki, sem þeir selja. Þetta veld
ur okkur áreiðanlega miklum
Frh. á bls. 5.
Rannsóknin á Yenusi tókst
Ameríska geimskipið Mariner II.
kom á móts við plánetuna Venus
klukkan 18 eftir íslenzkum tíma i
gærkvöldi, eftir 109 daga ferð. —
Vegalengdin er 293 milljónir kíló-
metra og fór Mariner með 24 þús.
kilómetra hraSa á klukkustund. —
Þegar var gefið merki frá jörðu
um að hefja sendingar og byrjuðu
1 <cr strax.
Mikill spenningur er um hvernig
þetta gengur og vísindamenn eru
þegar á kafi við að ranhsaka þær
upplýsingar sem Mariner sendir.
Klukkan 21.01 I gær var Mariner
næst Venusi og var þá 33.975 kíló-
metra frá plánetunni.
Sendingarnar frá Mariner hljóm-
uðu nánast eins og austurlenzk
tónlist. Þær voru í mismunandi
tónhæð, sem stafar af því að Mar-
iner skiptir frá einu tæki til ann-
ars, meðan á sendingunni stendur.
Yfirmaður geimrannsókna Banda
SEX SLASAST
ríkjanna, James E. Webb, sagði á
blaðamannafundi: — Þetta er þýð-
ingarmikið augnablik í sögu geim-
rannsókna. Þetta augnablik, sem
mun verða skráð í söguna. Með
því að nota þær upplýsingar, sem
við fáum frá Venusi, getum við
kannske gert okkur ljósari grein
fyrir myndun jarðarinnar.
Eftir að hafa farið fram hjá Ven-
usi, fer Mariner II. á braut um-
hverfis sólina, og mun halda sigji
þeirri braut, þar til hann rekst á
í fyrradag urðu fjögur slys í
Reykjavfk þar af tvö min'ni háttar
umferðarslys.
Annað þessara umferðarslysa
varð á Hæðargarði er drengur
varð fyrir bíl en meiddist lítið.
Hitt slysið varð á mótum Njáls-
götu og Snorrabrautar. Þar hafði
drengur hlaupið fyrir bifreið en
meiddist ekki alvarlega.
Þá urðu tvö önnur slys rétt um
hádegisleytið í gær og annað
næsta alvarlegt er maður datt og
fótbrotnaði. Það atvik skeði á
husatröppum hjá honum að Rauð-
arárstíg 3. Maður þessi heitir Sig-
urður Jóhannsson. Hann var flutt-
ur í Landakotsspítala.
Hitt slysið varð í Hamrahlíð
móts við nr. 31. Þar var verið
að vinna að hitaveituframkvæmd-
um með krana, en einn starfs-
mannanna varð milli kranabilsins
og rörs, sem var verið að leggja
niður f skurð. Maðurinn slasaðist
nokkuð og var fluttur í slysavarð-
stofuna. Hann heitir Guðmundur
Alexandersson til heimilis að Mið-
túni 42.
''rh  á bls.  5
Opið til kl. 10
Sölubúðir verða opnar í dag,
til klukkan tíu. Síðasta laugar-
dag fyrir jól, daginn fyrir Þor-
láksmessu verður svo opið til
klukkan tólf á miðnætti.
eitt eða annað fast, svo sem reiki-
stjörnu. Þangað til geta þó orðið
milljónir ára.
| LUCIUHÁTÍÐ
Mynd þessi er tekin á Luciu-
hátíð Sænsk-íslenzka félagsins
f Þjóðlcikliúskjallaranum á
f immtudagskvöldið. Stúlkan,
sem stendur fyrir miðju, er
sænska Lucian, sem hingað kom
í þessu tilefni. Hún heitir Eva
Larson og er frá Gautaborg.
Hún er hér í boði félagsins, en
Loftleiðir buðu henni ókeypis
far. Hátið þessi var fjölsótt og
skemmtileg. Stúlkurnar sem
sitja á myndinni eru úr Poly-
phonkrónum.
ennt að
ganga á grænu
Lögreglan mun á næsta ári
einbeita sér að þvi af alefli að
kenna fólki að nota götuvitana.
Það er áberandi f umferðinni
hvað fólk, sérstaklega fótgang-
andi fólk, tekur Iítið tillit til
þeirra. Þó mun óhætt að segja,
að á þessu hafi orðið allmikil
bót, en ekki nægileg.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
Sigurjón   Sigurðsson,   sagði
blaðamönnum á fundi í fyrra- ,.
dag, að lögreglan mundi gera
gangskör að þessu, fyrst með
ábendingum til fólks og áminn-
ingum, en ef það reyndist ekki
nægilegt, mundi verða gripið til
sekta á staðnum. Þá hefur lög-;
reglan gefið út lítinn bækling, \
sem  lögreglumenn  munu  af-
henda  þeim,  sem  ekki  nota
götuvitana rétt.
Hinrík hndinn heill á húfi
Hinrik Guðmundsson verk-
fræðingur, sem týndist við
rjúpnaveiðar i Haukadal i fyrra-
dag, fannst klukkan hálf fjögur
i dag, innarlega á HaukadaSs-
heiði, um tíu kilómetra norð-
austur af Geysi. Var hann við
góða heilsu, en þreyttur og ekki
verulega eftir sig eftir hrakn-
ingana.
Blaðið  hafði  tal af Sigurði
Greipssyni, skólastjóra á Geysi,
í gær og skýrði hann svo frá
að Hinrik hafi verið búinn að
átta sig á því að hann var á
rangri leið og hafi verið að snúa
til byggða, þegar leitarflokkur
fann hann.
Veður var vont í gær, élja-
gangur og skafrenningur og
villtist Hinrik, strax milli kl.
2 og 3, skömmu eftir að hann
skildi við félaga sinn. Var hann
á gangi annað slagið í nótt og
hvíldi sig á milii. Segir Sigurð-
ur, að hann hafi gert einmitt
það sem skynsamlegast var í
þessum kringumstæðum.
14 manna flokkur leitaði í
nótt og yfir tuttugu menn í dag
auk skólapilta á Geysi. Auk
þess var við leitina helicopter
frá  Keflavikurflugvelli.  Lofar
Sigurður mjög góða þátttöku
allra f sveitinni víð leitina og
lofar sérstaklega dugnað flug-
mannanna.
Það var Erlendur Gíslason
bóndi í Dalsmynni, sem fyrst-
ur leitarmanna mætti Hinrik.
Hafði hann þá heyrt í helicopt-
ervélinni, en hvorki hafði hann
séð þá, né þeir hann, enda
dimmt veður.
¦flKSSBSnBBHnii
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16