Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						53. árg. — Miðvikudagur 5. júní 1963. — 125. tbl.
„Það er indælt að starfa með
Framsóknarflokknum. Hann er
róttækur og góður" sagði Einar
Olgeirsson á Alþingi f janúar s.l.
HINDRUM NÝJA VINSTRISTJÓRN
y. Atkvæði sem greitt er Framsóknar-
flokknum við þessar kosningar jafngildir
atkvæði :il kommúnista. Það eru engar
ýkjur. Það er staðreynd. Ef stjórnarand-
staðan ber sigur af hólmi munu þeir Einar
Olgeirsson og Eysteinn Jónsson mynda
nýja vinstri stjórn.
Það er jafn víst og dagur fylgir nóttu
y~ Lítum á hvernig tvíburasamstarf
kommúnista og framsóknar hefir verið á
síðustu misserum. Látum staðreyndirnar
tala.
1) Á Alþingi í vetur mærði Einar
Olgeirsson mjög Framsóknarflokkinn og
sagði í ræðulok: „Framsóknarflokkurinn
er nú róttækur og góður og það er indælt
að starfa með honum. AU frá 1924 minn-
ist ég þess ekki að svo gott haf i verið að
starfa með honum".
2)  Skömmu áður en Berlínarmúrinn var
reistur gisti Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri Austur Berlín í boði Ulbrichts. í
grein í Tímanum um förina sagði hann:
Hér er ég meðal vina.
3)  Á þingi Alþýðusambandsins 1960
gengu Framsóknarmenn í lið með komm-
únistum og hindruðu með ólögum að
stærsta stétt landsins, verzlunarfólk,
fengi inngöngu í samtökin.
4)  Eftir að Félagsdómur hafði ógilt þetta
framferði hindraði Framsóknarmenn enn
í samblæstri við kommúnista að verzlun-
arfólk fengi frumstæðustu mannréttindi,
atkvæðisrétt, á þinginu í fyrra.
5)  Árið 1958 studdu Framsóknarmenn
kommúnista til meirihlutavalds í ASÍ,
sem þeir síðan notuðu til þess að brjóta
rétt á verzlunarf ólki og ef la til verkf alla á
næstu árum.
6)  Á Alþingi 1960 sameinuðust Fram-
sóknarmenn og kommúnistar um tillögu
um grunnlínur landhelginnar. Nú vilja
báðir flokkarnir rifta í sameiningu land-
helgissamningnum frá 1960.
7)  Síðast en ekki sízt stjórnuðu Fram-
sóknarmenn og kommúnistar landinu í
tvö ár, 1956—1958 í beztu samvinnu og
eindrægni. Þá sagði Hermann: Samhent-
ari stjórn hefir aldrei setið á íslandi.
3f  Þetta sýnir að Framsóknarmönnum
er ekki treystandi.
Þegar á ríður eiga þeir og kommún-
istar eina sál. Þess vegna brýtur fylgi við
Framhald á bls. 5.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16