Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
53. árg. — Þriðjudagur 11. júní 1963. — 131. tbl.
Síldveiiin byrjar
„Sildveiðin byrjar ágætlega,"
sagði Jón Einarsson skipstjóri
á sildarleitarskipinu Pétri Thor-
steinsyni, er Vísir hafði tal af
honum á Siglufirði í morgun,
.en Pétur ".' Mnsso'n hefur
nú Ieitað sv i út af Bakka-
flóa, þar sem ailmikil síld hefur '
veiðzt undanfarna daga. Síðdeg-
is í gær fengu þau fáu skip,
sem þar voru, ágæta veiði,
Grótta 1700 mál og tunnur, Odd
geir 1400, Gullfaxi 1100, Snæ-
fell 1200 og Sigurður Bjarnason
1200 mál og tunnur. Áður höfðu
Stígandi og Gunnar frá Reyð-
arfirði fengið ágæta veiði á þess
um slóðum og nokkur fleiri skip
einhvern afla.
Jón Einarsson skipstjóri
sagði, að aðalveiðisvasðið væri
fjörutíu til sextíu sjómílur
suðaustur af Lánganesi. Þar
lóðaði leitarskipið á ágætar
torfur á töluvert mörgum stöð-
Framhald á bls. 5.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURM
SITT I 41,4 PR0S
ÓSIGUR   KOMDflÚNISTA
Úrslit Alþingiskosn-
inganna eru mikill sigur
fyrir viðreisnarstjórn-
ina. Þjóðin hefur vottað
stefnu síðustu ára traust
sitt. Sjálfstæðisflokkur-
inn hci'ur aukið atkvæða
magn sitt. Framsóknar-
flokkurinn hefur einnig
fengið nokkru fleiri at-
kvæði en síðast, en kom
múnistar töpuðu veru-
lega fylgi.
S j álf stæðisf lokkurinn
hlaut jafnmarga þing-
menn og 1959, eða 24.
Alþýðuflokkurinn hlaut
8 þingmenn, einum
færra en síðast. Hafa
stjórnarflokkarnir því
meirihluta á þingi, eða
32 þingmenn. Kommún-
istar hlutu 9 þingmenn
og töpuðu einum. Fram-
sóknarflokkurinn hlaut
19 þingmenn, vann tvo.
Stjórnarflokkarnir auka atkvæðamagnið að baki sér úr 54.9% í 55.7%, og
er það í fyrsta skipti að stjórn, sem starfað hefur áður heilt kjörtímabil,
hljóti fylgisaukningu og meirihluta allra kjósenda. Stjórnarflokkarnir missa
að vísu einn þingmann, en hafa áfram meirihluta í báðum þingdeildum.
Skapa kosningaúrslitin grundvöll fyrir áframhaldandi samstart' Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks til eflingar aukinni viðreisn og velmegun.
Kommúnistar tapa stórlega fylgi í þessum kosningum, og dugir ekki einu
sinni bandalagið við ÞjóðvÖrn til að breiða yfir það tap. Missa þeir einn þing-
mann (úr 10 í 9) og hljóta nú 16% atkvæða, en höfðu áður 19.4% eða 3.4%
minnkandi fylgi. Framsóknarflokkurinn bætir við sig tveim þingmönnum
(úr 17 í 19) og eykur atkvæðafjölda sinn um 2.5%.
Á kjörskrá voru nú 100.573,
en atkvæði greiddu 90.945 eða
90.4%. Atkvæðatölur flokkanna
og hlutfallstölur þeirra (í sviga
tölur siðustu kosninga) fara hér
á eftir:
Alþýðuflokkur 12793 atkv.
eðá 14.2% (12009 atkv. eða
15.2%).
Framsóknarflokkur 25220 at-
kv. eoa 28.2% (21882 atkv. eða
25.7%).
Sjólfstæðisflokkur 37116 at-
kvæði eða 41.4% (33800 atkv.
eða 39.7%).
Alþýðubandalag 14274 atkv.
eða 16% (16504 atkv. eða 19.
Framhald á bls. 5.
Atkvæíumagn
og þingmenn
Sjálfstæðisflokkurinn jók
verulega fylgi sitt í þessum
kosningum (úr 39.7% í 41.1% )
Þingmannatalar flokksins helzt
hins vegar óbreytt. Einn maður
tapaðist í Reykjavík, en 1 stað
hans kemur uppbótarþingmað-
ur, Hermann Þórarinsson frá
Blönduósi. Þingmenn Sjálfstæð
isflokksins   eru  24.
Kosningaúrslitin eru mikill
sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þrátt fyrir harða hríð, beggja
stjórnarandstöðuflokkanna og
eftir að hafa setið í ríkisstjórn
allt kjörtímabilið, er það mjög
eftirtektarverður og mikilvæg-
ur árangur að fá aukið fylgi og
halda þingmannafjöldanum.
Alþýðuflokkurinn tapar ein-
um manni og lítilsháttar af at-
kvæðum, eða um 1,5% af heild
aratkvæðamagni. Ef miðað er
við siðustu borgarstjórnarkosn-
ingar ,hefur flokkurinn bætt
stórlega við sig. Góður sigur
er það fyrir Alþýðuflokkinn að
halda þingmönnum sínum í
Reykjavík og á Vesturlandi, en
þá hugðist Framsókn fella.
Framsóknarflokkurinn bætir
við sig 2.5% af heildaratkvæða-
magni og er það minni aukning
en Framsóknarmenn höfðu gert
sér vonir um. Lögðu þeir ofur-
Framhald á bls. 5.
i
Formuður  Alþýðuflokksins:
Viljum samstarf
Vfsir átti f morgun tal vlð
formann Alþýðuflokksins, Emil
Jónsson ráðherra. Spurði blaðið
hann um afstöBu Alþýðuflokks-
ins tll áframhaldandl stjórnar-
samstarfs. Ráðherrann sagði:
— Ríkisstjórnm heldur vænt-
anlega áfram, enda er það f
samræmi við það sem ákveðið
var fyrir kosningar. Við Alþýðu
flokksmenn getum verið ánægð-
ir með kosningaúrslitin. Þau
eru okkur hagstæð, miðað við
bæjarstjórnarkosningarnar síð-
ustu. Eini skugginn er að Frið-
jón Skarphéðinsson hverfur nú
af þingi. Að honum er mikii
eftirsjá.
Halda verður áfram
somu braut
— sagði Bjarni Benedikts-
son í morgun
-~ Við fögnum miklum
sigri, sagði Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálf
stæðisflokksins, er Vísir
átti tal við hann í morg-
unum kosningaúrslitin.
Tilviljanirnar hafa verið á
móti flokknum að þessu sinni,
sem fram kom í því að við
misstum þingsæti i Reykjavik,
þrátt fyrir að við stórykjum
fylgi okkar hér. Og á sama hatt
varð sigur Framsóknar yfir
Karli Guðjónssyni í Suðurlands
kjördæmi   með   broti   úr   stigi
ekki til þess að kommúnistar
misstu þingsæti, heldur gekk
ósigur þeirra út yfir okkur, þvi
ella hefðum við fengið 25 þing-
menn kosna.
Þannig verka ýmis ófyrirsjá-
anleg atvik á sjálfa þingmanna-
töluna, en i heild megum við
Sjálfstæðismenn vera mjög
ánægðir. Við höfum unnið einn
stærsta sigur sem flokkurinn
hefur fengið fyrr og síðar. Vil
ég þakka öllum, sem að honum
stóðu.
— Hvernig verður með stjörn
arsamstarfið?
—  Núverandi ríkisstjórn hef-
ur hlotið eindregna traustsyfir-
lýsingu alþjóðar og er þvi sjálf-
sagt afi áfram verði haldið á
sðmu braut. Eg þekki ekki
dæmi þess úr islenzkri stjórn-
málasögu að ríkisstjóm sem
setið hefur heilt kjörtimabil
hljóti svo mikið fylgi við al-
mennar kosningar. Enda hygg
ég að stuðningur 56% kjósenda
myndi hvarvetna í heiminum
vera talinn með mestu stjórn-
málasigrum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16