Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR Hitaveitan tilbúin þegar fó/kii flytur í húsin 53. árg. — Föstudagur 21. júní 1963. — 159. tbl. í morgun voru opnuð í Inn- kaupastofnun Reykjavfkurborg- ar tilboð f hdtaveitulagningu í fyrsta áfanga Múlahverfis, sem nær yfir Fellsmúla og hverfið norðan og austan Háaleitis- brautar. Hverfið er að mestu óbyggt, var lóðum þar útlilutað í vor. Er þetta í fyrsta sinn, sem lögð verður hitaveita í hverfi áður og um leið og bygg ingarframkvæmdir hefjast. Á Valgarð Briem (t.v.) forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar ásamt fulltrúum verktaka, sem gerðu tilboð. Hrein eign Reykjavíkurborg- hún að vera tilbúin þegar íbúar hverfisins flytja f íbúðir sínar. Véltækni hf. var með lægsta tilboð kr. 2.553.748,00. En Al- menna byggingarfélagið var með um 90 þús. kr. hærra til- boð. Að sögn Valgarðs Briem, for- stjóra Innkaupastofnunarinnar, verður í umræddum áfanga lögð hitaveita í 358 íbúðir sem eru í 19 fjölbýlishúsum, 7 einbýlishús um og 39 raðhúsum. Með því að hefja hitaveitu- lagninguna áður en byggingar- framkvæmdir hefjast og geta lokið þeim samhliða bygging- unum, er unnt að nota stórvirk- ari véltækni en ella. í eldri hverfum var búið að leggja strengi og kapla í svæðið áður en hitaveituframkvæmdir hófust með þeim afleiðingum, að vinna varð á hægvirkan hátt til að varast skemmdir á því sem bú- ið var að gera. Framhald á bls. 5. 1 Sáttafundur með skipa- smiðum Eins og kunnugt er, eru skipa- smiðir í verkfalli um þessar mund- ir. I gær hélt sáttasemjari sinn fyrsta fund með þeim og vinnu- veitendum, en ekkert samkomulag mun hafa náðst á þeim fundi með deiluaðilum. Askenazi heldur tónleika í Reykjavík ú fimmtudaginn Pétur Pétursson sagði Vísi í morgun að ákveðið væri að Vladimir Askenazi og Þórunn Jóhannsdóttir kæmu til Reykja- víkur uni miðja næstu viku og Askenazi héldi fyrstu tónleika sína í Þjóðleikhúsinu n. k. fimmtudagskvöld. — Á efnis- skránni eru tvær sónötur eftir Beethoven og 4 ballöður eftir Chopin. Munu aðdáendur þessa mikla listamanns og vinir þeirra hjóna fagna þessari heimsókn, en talað hefir verið um að, Askenazi héldi 3 tónleika f Reykjavík að þessu sinni og einnig einhverja tónleika utan Reykjavíkur, a. m. k. á Akur- evri. Vísir hringdi til London í morgun,1 og vai; þá sagt að Þórunn og Askenazi væru ekki komin þangað og ekki fullvfst hvenær þau kæmu frá Moskvu. Eftir þetta samtal hafði blaðið samband við Pétur Pétursson og kvaðst hann hafa talað við Þórunni í Moskvu í fyrradag og hefði hún búizt við að þau hjónin færi þaðan til London n. k. mánudag og yrðu komin til Reykjavíkur um miðja næstu viku, að líkindum á miðvikudag. Þórunn sagði Pétri að burtför þeirra frá Moskvu hefði dregizt vegna tónleika, sem maður hennar og bandarískur píanó- leikari hefðu verið að halda saman í Moskvu, og orðið að halda oftar en búizt var við sökum mikillar aðsóknar. ar jókst um nær 100 millj. REIKNINGAR Reykja- víkurborgar fyrir árið 1962 voru til fyrri um- ræðu á borgarstjórnar- fundi í gær. Geir Hallgríms son borgarstjóri gerði stutta grein fyrir þeim. Borgarstjórinn kvað greiðslujöfn uð vera hagstæðan um rúmlega eina milljón króna. Tekjur fóru 13.8 milljónir fram úr áætlun og var þvi fé varið til framkvæmda, t. d. skólabygginga 7.7. millj., til verkamannahúsa 3.3. millj. og 1.7 millj. til sjúkrahúsa, leikvalla og íþróttamannvirkja. Rekstrargjöld urðu 213 þúsund krónum fram yfir áætlun eða 0.07%. Ef tekið er tillit til kaup- hækkana verða þau hins vegar 1.8% jmdir áætlun. Hrein eign borgarinnar jókst um 96.7 millj. Er þá búið að draga frá skuldir, sem jukust um 36 millj. Þessi aukning stafar fyrst og fremst af því að reikningum var nú lokað um áramót en hefur hing- að til ekki verið gert fyrr en i fe- brúar, þannig að þær tekjur, sem koma í janúar og febrúar geta ekki komið til lækkunar á skuldunum. Er hér um reikningslega endurbót að ræða. Eftir ræðu borgarstjóra talaði Guðmundur Vigfússon og gerði nokkrar athugasemdir. Að því loknu var tillögu borg- arstjóra visað til annarrar um- ræðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.