Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						S8. árg. — Föstudagur 28. júní 1963.
165. tbl.

;.:1
4 MORGUH
Vísir fregnaði í morg-
un að Síldarútvegsnefnd
hefði ákveðið að leyfa
söltun síldar norðan og
austan lands frá og með
klukkan tólf á hádegi á
morgun.
Tilkynning Sfldarútvegsnefnd-
ar verður send út f dag til síld-
arsaltenda. Hennar hefur verið
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Að vísu hefur borizt minna
magn af sild á land, en gera
hefði mátt ráð fyrir miðað við
' það mikla síldarmagn, sem fund
izt hefur, en horfur taldar batn-
andi.
Má nú segja, að allt verði
komið í fullan gang á sfldar-
stöðunum úti á landi eftir há-
degi á morgun. Svo er að sjá
hvernig úr rætist með aflann.
MIKILL BRUNI
Á SIGLUFIRÐI
Skömmu eftir miðnætti í nótt
kom upp eldur í síldarbragga hjá
söltunarstöðinni Sunnu á Siglu-
firði. Þetta er stórt timburhús,
hæð og hátt ris. í rishæðinni eru
íbúðarherbergi fyrir starfsfólk 2ja
söltunarstöðva, Sunnu og Vestu, en
ekki var flutt f herbergin. Á neðri
hæð var geymt salt og sykur auk
ýmiss annars varnings og tækja.
Eldurinn magnaðist fljótt og tók
þrjár klukkustundir að ráða niður-
lögum hans. Rishæðin brann mjög
mikið og allt sem í henni var eyði
lagðist. Á neðri hæð er talið að um
300 tonn af salti hafi eyðilagzt af
vatni og reyk og ýmis annar
varningur. Ekki er enn vitað um
eldsupptök. Er þetta mikið tjón
fyrir sfldarstöðvarnar og kemur
sér einkum illa nú, þar sem á
næstunni er von á slldarstulkum
sem áttu að búa í þessu húsnæði.
Stig Wennorström cr kunnur sem glæsimaður og samkvæmismaður. Myndin, sem fylgir þessum lín-
um, var tckin f Karlberg fyrir nokkrum árum, og hafði Wcnncrström þá skipað svo fyrir, að teknar
yrðu sem flestar myndir af honum og gestum hans. Konan við borð ofurstans er eiginkona ítalska
hermálasendifulltrúans; Revedin greifafrú, en hin konan er frú van Ditzhuysen, kona hollenzka her-
málafulltrúans.
Sæuska njósnamálið alvar-
legra en ætlaS var
Eitt af kuimustu blöðum Svf-1 varlegra og vfðtækara hneykslis-
þjóðar, frjálslynda blaðið DAGENS; mál en f upphafi var ætlað, þar
NYHETER, ræðst f morgun harka- i sem Anderson landvarnaráðherra
Iega á ríkissí jórnina og telur allt | hafi haft Wennerströth grunaðan f
benda til, að STIG WENNER- j meira en ár.
STRÖM-njósnamalið verði enn al-   Blaðið  segir,  að þessar grun-
VERÐ BIFREIÐÁ
Fyrir um það bil mán-
uði síðan var sérstakt
gjald, sem lagt hefur
verið á bifreiðir, þyngri
en 1150 kg., lækkað úr
135% í 100%. Breyting
þessi hefur stórfelldar
verðlækkanir í för með
sér, af skiljanlegum á-
stæðum, og nema þær
um kr. 30.000, og meir
á einstaka bifreiðateg-
undum. Á bifreiðum,
keyptum til leiguakst-
urs, lækkar áðurnefnt
þyngdargjald úr 80% í
30%, eða allt að kr. 50
þús.
Gjald þetta, eins og áður er
sagt, hefur verið lagt á þær bif-
reiðir, sem þyngri eru en 1150
kg. Hefur það því einkum kom-
ið niður á bandarískum fram-
Ieiðendum, sem framleitt hafa
sex manna bifreiðir. Var það
og ætlunin, því tilgangurinn var
upphaflega sá, að sporna við
innflutningi bifreiða frá Banda-
ríkjunum, en þannig átti gjald-
eyrir að sparast.
Það viðhorf er að sjálfsögðu
breytt núna, og hefur verið um
nokkurn tíma. Afnám þessa
gjalds hefur þó dregizt þar til
nú fyrir skömmu, og þá fyrir
tilstilli þeirra viðskiptaaðila,
sem hlut eiga að, og fyrir milli-
göngu viðskiptamálaráðuneytis-
ins.
Gjaldið er því Iækkað nú úr
135% í 100% og fyrir leigubif-
Framh. á bls. 5.
semdir hafi verið nægilega sterkar
til þess að ekki var sinnt umsókn
Wennerströms um ákveðna stöðu.
Þá sakar blaðið ráðherrann um að
hafa ekki gert grein fyrir þessum
málum innan ríkisstjórnarínnar og
sýni það, að samstarfið innan henn
ar sé ekki sem skyldi. Og blaðið
skorar á ráðherrann að svara og
gera hreint fyrir sínum dyrum.
1 NTB-fréttum f morgun var
sagt, auk þess sem að ofan er
getið að rlkisstjórnin hafi ekki
„óskað eftir" að birta neina yfir-
lýsingu í njósnamálinu, en stjórn-
málamenn í Stokkhólmi telja vlst,
að Erlander forsætisráðherra
muni brátt neyðast til að birta ein-
hverja yfirlýsingu í málinu, í einni
eða annarri mynd. Ekki hefir feng-
izt staðfest, að á stjórnarfundi I
dag muni verða rætt um njósna-
Framhald á bls. 5
FlugfargjöUin hœkkuð
Fargjöld hafa hækkað á öllum
áætlunarleiðum     innanlands,
bæði á landi og í lofti. Flug-
félag íslands hækkaði fargjöld
sfn í þessari viku, en fargjöld
í langferðabifeiðum á áætlun-
arleiðum hækkuðu í sl. apríl-
mánuði.
Samkvæmt upplýsingum sem
Vlsir fékk I morgun hjá Flug-
félagi Islands hækkuðu fargjöld
á innanlandsleiðum félagsins
um 8% og gekk sú hækkun í
gildi miðvikudaginn 26. þ.m. —
Jafnhliða lækkar tvimiðaafslátt
ur úr 10 niður í 5 af hundraði
og er það til samræmis við al-
þjóðareglur sem gilda f þessum
efnum.
Á ákveðnum flugleiðum inn-
anlands, þar sem afkastamiki-
um flugvélum verður viðkomið,
en það er á leiðunum milli S-
víkur, Akureyrar og Egilsstaða,
verður þó gefinn ákveðinn af-
sláttur yfir sumarmánuðina, eða
fr4 1. júnf til 30. sept. og nem-
ur hann 25% miðað við eins
miðagjald. Verður ekki annað
sagt en að þessi fjórðungsafslátt
ur sé mjög hagstæður fyrir
ferðafólk og er hann veittur
vegna þess hve það er miklu
notadrýgra að hafa stórar flug
vélar 1 förum á fjölförnum leið
Framh. á bls. 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16