Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Mlðvikudagur 24. júlí 1963. 3 Sfldaraflinn á þessu sumri er meir en þriðjungi minni en á sama tima 1 fyrra. 1 fyrradag var búið að veiða um 500 þús- und mál og tunnur, en á sama tíma í fyrra 850 þús. mál og tunnur. En þótt aflirm sé minni, er þó söltun sfldarinnar meiri en í fyrra. Og í vikulokin var búið að salta f 170 þús. tunnur. Við söltunina eru mörg hand- tökin, en þau eru iitiu færri við að afla sfldarinnar. Við birtum hér f dag tvær nýj- ar síldarmyndir frá Seyðisfirði, sem fréttamaður okkar þar og ljósmyndarl, Ólafur Björnsson, tók. Á efri myndinni er verið að landa úr GuIIver NS 12 á Seyð- isfirði. Skipstjórinn, Jón Kr. Pálsson, stjórnar löndunirmi. Á efri myndinni er Arnarfell- ið að koma með tunnur til Seyð- isfjarðar og risa tunnustaflarnir jafnhátt strompi skipsins. NÝJAR SllDARM YNDIR : ireiðablik — Framhald af bls. 2. ar, haldið mjög vel saman og ríkt hefur góður félagsandi. Okkur datt aldrei í hug að við kæmumst í úr- slit, en við vorum ákveðnir f að gera okkar bezta, sagði Guðmund- ur. — Hvernig eru aðstæður til knattspyrnuæfinga f Kópavogi? — Ég þarf ekki að nota fögur ’vsingarorð til þess að segja frá seim. En í hreinskilni sagt eru bær mjög lélegar í dag. Ekki þarf að kvart yfir búningsklefunum og böðum, en völlurinn er allt of iftill. Undanfarið höfum við æft töluvert á túni fyrir neðan Fffu- hvammsveg, sem bærinn hefur á leigu. Þar eru engin mörk og túnið langt frá þvf að vera góður knatt- spyrnuvöllur. — Gerið þið ykkur ekki vonir um að aðstaða til knattspyrnuiðk- ana f Kópavogi muni batna á næst- unni? — Jú, að sjálfsögðu vonum við það. En það virðist einhver deyfð rfkja fyrir þessum málum hjá ráða- mönnum. Ákveðið var að stækka völlinn í vor og.fyrir strákana var lagt ákveðið verk til þess að vinna í sjálfboðavinnu, síðan átti bærinn að taka við. Strákarnir unnu sitt verk, en ekkert hefur orðið úr fram kvæmdum af bæjarins hálfu. — Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá eruð þið ákveðnir í að sigra II. deildina? — Nei, það máttu alls ekki hafa eftir mér. Við erum langt frá því að vera öruggir um að sigra, en við erum ákveðnir í að gera okkar bezta og æfa vel. Haukar til Færeyja Knattspyrnufélagið „Haukar" f Hafnarfirði fór 19. þ. m. f keppnis- för til Færeyja með Dronning Al- exandrine. Keppt verður í knatt- spyrnu og handknattleik karla. — ICnattspyrnuflokkurinn fór beint til Kiakksvíkur í boði Iþróttafélags Klakksvikur. Þar leika þeir tvo leiki við gestgjafana. Síðan fara þeir til Þórshafnar og leika þar einn eða tvo leiki. Handknattleiksmennirnir fara til Þórshafnar í boði Kyndils. Þeir leika þrjá leiki, 1 f Þórshöfn, 1 f Sandavogi og 1 í Vestmanna. Eins og áður segir koma knatt- spyrnumennirnir til Þórshafnar eft- ir að þeir eru búnir að keppa í Klakksvík, á Ólafsvökuna, en hún hefst 27. júlí. Lagt verður af stað heim 30. júlí. Þátttakendur f för- inni eru alls 28. Fararstjóri er Eg- ill Egilsson. 1 Þórshöfn eru H. B. og B. 36 gestgjafar. Syndið 200 metrana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.