Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 1
JWWVyNA/SAAWWVWVWV/WWWW/WWWWV^WWWWWVWVWVW'i Evrópumeistaramótið i bridge: SPANN SIGRAÐIISLAND Baden-Baden í morgun. 1 áttundu umferð á Evrópu- meistaramótinu í bridge sigraði Spánn ísland með 91 stigi gegn 79 (5—1). Allir Islenzku spila- mennirnir tóku þátt í keppn- inni. Svíþjóð vann Noreg 6—0, ltalía vann íriand 6—0, Finn- land vann Austurríki 6—0, Lí- banon vann Pólland 4—2, Dan- mörk vann Þýzkaland 4—2, Eng land vann Holland 6—0, Frakk land vann Svissland 6—0 og Belgia'vann Egyptaland 6—0. Mesta síldveiði sumarsins í nátt Sérfræðingur ronnsakur ísaga-brunonn: Sjálfsíkviknun / ÍSACA? Sérfræðingur AGA í Svíþjóð, Sten Mogensen, kom hingað til að rannsaka ísaga-brunann. — Hann fór í morgun heim með gögn í málinu til nákvæmari rannsóknar, og er myndin tek- in á flugvellinum skömmu fyr- ir brottför. (Liósm. VIsis, B. G.l. Blaðið í dag Síða 3 Á japönsku eftir- miðdegi. — 4 Sextug leikkona. 3 — 4 Parisarbréf frá Andreu. Nýr grcinaflokkur: — 7 Hfbýli og húsgögn. — 9 Viðtal við formann Varðbergs. Margt bendir til að upptök ísaga-brunans séu önnur en þau er talað var um f fyrstu. Sér- fræðingur frá AGA f Sviþjóð, móðurfyrirtæki Isaga, hefur dvalizt hér undanfama daga við rannsóknir á bru,.anum, og hélt hann utan f morgun með ýmis gögn til nánari athugunar. Próf- anir hans sýndu að um sjál'r- ikviknun gat hafa verið að ræða. Eins og kunnugt er var talið að um íkviknun vegna gáleysis hefði verið að ræða. Jón Þor- valdsson, ungur starfsmaður ís- aga, sem var eini starfsmaður- inn í verksmiðjuhúsinu þegar fkviknunin varð, taldi sig hafa orðið valdán áð brunanum með þvf að bera heitan skrúflykil að gasstraumi frá gashylki sem byrjað var að leka. Sten Mogen- sen, sérfræðingur AGA, prófaði þessa tilgátu og benda niður- stöður þeirra prófana til að íkviknun hafi ekki getað átt sér stað með þessum hætti. Mogen- sen gerði nokkrar tilraunir, bar mismunandi mikið hitaða lykla áð gasstraumi, en fkviknun átti sér ekki stað fyrr en hann hafði glóðhitáð lykilinn, svo að hánn varð dumbrauður. Hins vegar er talið víst að lykillinn, sem Jón notaði, og hitaði til að lag- færa hann, hafi verið búinn að missa mikið af hitanum þegar Jón bar hann að gastækinu, þar sem Jón varð að hlaupa með hann milli húsa, og gaf sér auk þess áður tíma til að skrúfa fyrir leiðslur áður en hann brá lyklinum upp að lekanum. Þá er önnur megintilgátan, sem virðist jafnvel sennilegri en tilgáta Jóns. Svíinn benti á þann möguleika að um sjálfs- íkviknun hefði verið að reeða. Pakkning á gashylkinu hafði sprungið og gasið þaut úr hylk- inu með ofsahraða. Er álitið hugsanlegt að um sjálfsikviknun hafi verið að ræða vegna þess hve gasið streymdi hratt. Ýmsar aðrar tilgátur komu fram, en þær reyndust fremur ósennilegar. Sérfræðingur AGA mun fara yfir öll gögn í málinu og verða niðurstöður hans síðan birtar opinberlega í Reykjavík. Sér’- fræðingurinn hélt utan í morg- un. Sildarlöndun úr Reyni frá Vestmannaeyjum. 64 skip með um 30 þúsund tunnur Mesta síldveiði sum- arsins var í gærkvöldi og nótt. Klukkan sjö í morgun höfðu alls 64 skip tilkynnt Síldarleit- inni á Raufarhöfn um afla, alls um 30 þús. tunnur. Einnig var vit- að um þó nokkuð mörg skip, sem fengið höfðu síld í morgun, en ekki höfðu tilkynnt um afla- magn, þegar Vísir hafði samband við Sfldarleit- ina. Vonir manna um á- framhaldandi síldveiði hafa nú glæðzt mjög, eftir nær samfellda 3ja vikna brælu á sfldarmið- unum. Aðalveiðisvæðið var á Héraðsflóa, Bjam- arey og út af Kögri og allt suður á Reyðarfjarð ardýpi. Það var kl. nfu f gærkvöldi sem Jón Garðar kastaði, og ekki leið á löngu þar tjl mikíll fjöldi skipa var farinn að kasta. Sált- að er f dag á öllum stöðvum fyrir austan og einnig á öllum síldarsöitunarstöðvum á Raufar- höfn. Klukkan sjö f morgun höfðu alls 64 skip tilkynnt um og er þetta lang almennasta veiði sumarsins. Þessi skip höfðu tilkynnt afla sinn í morg- un: Jón Garðar 800, Fagriklettur 700, Helgi Flóventsson 900, Mánatindur 500, Ámi Magnús- son 600, Sunnutindur 800, Heið- rún 200, Bergvfk 500, Guðrún Þorkelsdóttir 650, Guðmundur Þórðarson 500, Víðir Su. 700, Sólrún 700, Rán 300, Akraborg 900, Hannes Háfstein 700, Dóra 150, Helga Björg 800, Þórhallur 200, Araarnes 200, Baldvin Þor- valdsson 250, Kambaröst 450, Bragi 450, Sæfári BA 300, Svan- ur RE 200, Rifsnes 350, Eldborg 350, Sæfari 300, Jónas Jónsson 250, Dalaröst 500, Stefán Ben. 300, Búðartéll 300, Mímir Þorbjörn 7Q0, Keilir 300. Helgason 700, Björg NK Framh. á bls. 5 Sjö kennimenn ú heims- mót lútherstrúarmonna Alheimsmót lútherskra manna verður haldið á næstunni í Finn- landi. Biskup Islands og sex aðrir kennimenn fara héðan á mót þetta. Alheimsmótið hefst þann 30. þ. m. og stendur til 11. ágúst. Verður mót þetta mjög fjöl- mennt, en frá Vesturheimi koma m .a. 2000 fuiltrúar. Er þetta 4. heimsmót lútherstrú- armanna f röðinni. Áuk biskups munu m. a. sækja mótið bisk- upsritari, Ingólfur Ástmarsson, séra Ólafur Skúlason, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, séra Jakob Jónsson, séra Þorgrímur Sigurðsson og séra Gunnar Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.