Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í S IR . Miðvikudagur 14. ágúst 1963.
VJSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.

&S
Li—I     I—J     Li—|
feæá \mmziA tzmím
"ö
^
Blöðin aftur kornin
Þetta tölublað Vísis er fyrsta dagblaðið sem lands-
menn fá í hendur eftir hálfs mánaðar verkfall blaða-
manna.
. í fyrsta sinn í sögu íslenzkra blaða hefir blaða-
útgáfa fallið niður af þeirri orsök. Eins og greint er
frá á forsíðu Vísis í dag náðust samningar milli samn-
inganefndanna á fundi í morgun eftir næturlanga setu.
Fysir nokkrum klukkustundum samþykkti síðan Blaða
mannafélagið hina nýju samninga — og blaðaútgáfan
er aftur hafin. Því munu margir vera fegnir, ekki síð-
ur lesendurnir en blaðamennirnir sjálfir. Þetta hlé sem
á útgáfunni hef ir orðið mun vafalaust hafa kennt mörg-
um að meta gildi dagblaðanna. Þeim er margt fundið
til foráttu, en þó er það svo að blöðin eru snar þáttur
í menningu þjóðarinnar og mikilvæg upplýsinga- og
fræðslulind.
Kauphækkun blaðamanna er 12,5%. Er það vel
sambærilegt við það sem aðrar stéttir þjóðfélagsins
hafa hlotið að undanförnu. Auk þessa er nú í fyrsta
sinn samið um fasta greiðslu til blaðamanna fyrir eftir-
vinnu. Enn eru blaðaménn stétt sem engan fastan
vinnutíma hefir og engan hámarksvinnutíma, svo sem
aðrar stéttir þjóðfélagsins. Stafar það af því hvert er
eðli blaðamehnskunnar. Fréttirnar gerast jafnt á nóttu
sem degi, og jafnt á virkum dögum sem helgum. En
það er bæði eðlilegt og sanngjarnt að blaðamönnum sé
engu að síður greidd aukaþóknún fyrir störf sem unnin
eru utan venjulegs vinnudags almennings. Viðurkenn-
ing á því sjónarmiði hefir nú fengizt. Er það mikilvægt
skref í kjarabaráttu blaðamanastéttarinnar, og reyndar
ekki annað en nokkur leiðrétting til samræmis við kjör
þau sem aðrar stéttir þjóðfélagsins hafa þegar fengið.
Dagblöðunum er mikilsvert að njóta sem hæfastra
og beztra starfskrafta. Góð kjör eru forsenda þess að
ungir og vel menntir menn leggi fyrir sig blaða-
mennsku. Sú hagsbðt, sem nú hefir fengizt, er þýðing-
armikið skref í þá átt. Það á vonandi eftir að koma
greinilega í ljós síðar.
Kjaradómur er grundvöllur
DÓmur Félagsdóms í verkfræðingadeilunni sýnir
bezt hve misvitrar aðgjörðir forystu stéttarfélags verk-
fræðinga hafa verið að undanförnu.
Með því að stefna samgöngumálaráðherra fyrir
hönd Vegagerðarinnar hugðist forystan hindra það að
ríkið gæti ráðið til sín opinbera starfsmenn og greitt
þeim laun á grundvelli Kjaradóms. Slík atlaga var í
hæsta máta fávísleg og hvfldi ekki á neinum Iaga-
rökum, eins og dómurinn bendir á. Kjjaradómur hlýt-
ur að vera grundvöllur launakjara rikisstarfsmanna og
vitanlega getur stéttarfélagið ekki meinað f élögum sín-
um að gerast opinberir starfsmenn ef þeir kjósa það.
Tímabært var að öllum aðilum væru gerðar þessar
staðreyndir ljósar.
íþróttir í bbðamannaverkfallinu:
Spenna f deildakeppninni
Nýtt íslandsmet í hástökki
Sænskar stúlkur í heimsókn
Talsvert hefur verið um
íþróttaviðburði          undanfarna
verkfalSsdaga blaðamanna og
munum við f stuttu máli geta
þeirra helztu, en ekki er á-
stæða til að rekja sögu þeirra
náið.
Knattspyrna
I. deildar keppnin hefur að-
eins boðið upp á 3 leiki að und-
anförnu. Allsögulegir hafa Ieik-
ir þessir orðið.
Valur gerði jafntefli I útileik
sínum £ Keflavík, 2:2. Nokkru
síðar vann Keflavík Akureyri
fyrir norðan með 2:0 í spenn-
andi og skemmtilegum leik, sem
nýliðarnir í I. deild unnu rétt-
mætt og er Akureyri þar með í
stðrkostlegri fallhættu, enda
þótt þeir hafi verið með öll
tromp á hendi sér fyrir nokkr-
um vikum, en þá átti liðið ein-
tóma heimaleiki eftir, sem vita-
skuld á að vera mikið hagræði.
Valur glataði síðustu voninni
um bikarinn þetta sama kvöld,
tapaði stórkostlega fyrir KR
2:7. KR lék mjög góðan leik,
einn bezta leik sem íslenzkt lið
hefur sýnt í sumar. Valsmenn
voru aftur á móti án nokkurrar
bardagagleði. KR, Akranes og
Fram eru því ein eftir í barátt-
unni um sigur, en annað hvort
Akureyri eða Keflavík falla f
2. deild, sennilega Akureyri, en
úr því sker leikur KR og Ak-
ureyrar á Akureyri seint í þess-
um mánuði.
1 2. deild er Breiðablik i úr-
slitum úr a-riðli, en í b-riðli er
keppni hnífjöfn. Eftir er leikur
Þrðttar og ísfirðinga, sem varð
Norræna sundkeppnin
|Um þennan glæsilega bikar er keppt í norrænu sundkeppninni, sem
iýkur senn. Eignast íslendingar bikarinn? Það er undir þér komið.
Syndum öll 200 metrana.
að fresta þar eð ísfirðingar
voru lengur í ferðalagi til Fær-
eyja en áætlað var. Fari svo að
Þróttur vinni þennan leik (á
morgun) eru 3 lið jöfn og verða
að leika aftur. Það eru Þróttur,
Siglufjörður og Hafnarfjörður,
en tapaði nýlega leik sínum á
Siglufirði 2:4  (2:0 í hálfleik).
•
Bikarkeppni hófst fyrir helgi
og var sannkölluð bikarstemn-
ing yfir leikjunum. Úrslit urðu
þau í fyrstu leikjunum að Akra-
nes-b vann Val-b 2:0 og það
þrátt fyrir að Valur væri með
hinn snjalla og Iturvaxna Al-
bert Guðmundsson í sínum röð-
um, á Isafirði vann heimaliðið
Breiðablik f jöfnum leik, sem
gat farið hvernig sem var,
en f Hafnarfirði gerðu heima-
menn, „kandidatar" ásamt 3
öðrum um 1. deildarsæti, fyrir
b-liði Fram, 2:2 og var leik-
urinn mjðg fjörlegur og jafn og
var framlengdur. Leik Dímons
og Breiðabliks var aflýst, baeði
félögin hætt að leika knatt-
spyrnu fyrir áhorfendur.
•
1 kvöld heldur bikarkeppnin
áfram, KR-b og Þróttur-b leika
á Melavelli.
Frjálsíþróttir
Talsvert hefur verið um að
vera á frjálsfþróttasviðinu.
Hæst ber ágætt met Jðns Þ.
Ólafssonar & frjálsfþróttamðti f
Noregi eftir „ffaskó'Mands-
keppni við V-Norðmenn. Hann
stökk 2.06 á erfiðum brautum.
er rignt hafði á f 3 daga. „Lands
keppnin" sjálf var einhver mesta
háðung sem fslenzkir frjáls-
íþrðttamenn hafa orðið fyrir.
Þessi hluti Noregs vann fslenzka
landsliðið með 39 stiga mun!
Undanfarna tvo daga hefur
Meistaramðt íslands í frjálsum
íþróttum farið fram og munum
við skýra nánar frá því á morg
un. Sænskar stúlkur frá GKIK
hafa dvalið hér á vegum KR og
keppt. Var mjög ánægjulegt að
sjá stúlkurnar f keppni, enda
mjög snjallar. Heimsókn þeirra
hafði lfka góð áhrif á íslenzkar
frjálsfþróttakonur sem um þess
ar mundir eru mjög að sækja.
sig.
1 handknattleik kepptu sænsk-
ar stúlkur frá sama félagi, en
Víkingur sá um móttöku flokks-
ins. Kepptu stúlkurnar marga
leiki, unnu og töpuðu á vfxl en
sýndu góða leiki.
1 blaðinu á morgun tökum við
upp þráðinn aftur og munum
sem fyrr skýra frá fþrðttavið-
burðunum kvöldið áður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12