Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 16
Litll sfldveiði var í nótt, en veiði skilyrði hin beztu, ef náðst hefði til sfldarinnar, en hún var yfirleitt á 50 faðma dýpi eða dýpra. Síldveiðiflotinn mun nær allur hafa verið úti, en aðeins. 11 skip tilkynntu afla .samtals 295 tunnur. Kslenzkir nylonsokkar að koma á markaðinn: K Éf <mjmSÆT mrn mmrnrnk am m AMM IBifll IBLm \1Rl M Ai étStBj jSt SJBtr ^ nTVTk jffir mu am mwsi -i Þriðjudagur 3. desember 1963. wemsmimm tvo ú Aktmesi setiit Lítil síldveiði í nótt framleitt 450 þásund pör á ári Upp úr næstu áramótum geta íslenzkar konur klæðzt nylon- sokkum framleiddum á íslandi. Það er nýtt fyrirtæki á Akra- nesi, Sokkaverksmiðjan Eva, sem þá mun senda frá sér fyrstu framleiðslu sína. Sokkaverksmiðjan á Akranesi hefur verið í undirbúningi nokk urn tíma og er nú verið að Ijúka við innréttingu á húsnæði verk smiðjunnar að Suðurgötu 126, en þar hefur verksmiðjan 270 ferm. húsnæði á efri hæð húss- ins. Fyrsta sending véla til verk- smiðjunnar kom í gær og er nú unnið við uppsetningu þeirra. Siðar koma fleiri vélar og munu þær verða alls 10 til að byrja með. Framleiðslugeta verksmiðj unnar með þeim vélakosti verð- ur ekki minna en 450.000 pör á ári, en íslenzkar konur nota alls eitthvað hátt á 2. milljón para árlega. EVU-sokkarnir eru „micromess", eins og fagmenn kalla þá sokka, sem rekja má aðeins upp eða niður. 1 þessum mánuði munu verk- smiðjurnar reyndar, en fram- Framh. á bls. 6. SAMNINGAFUNDUR UM AÐALKRÖFURNAR ÍDA G I dag verður haldinn samn- ingafundur um aðalkröfur verk- lýðsfélaganna í launadeilunum. Er ráðgert, að í þeim fundi taki þátt samstarfsnefnd verklýðs- félaganna, samninganefnd vinnu veitenda og sáttanefnd ríkisins. Verður rætt um aðalatriðin en um helgina var rætt um sérkröf ur. Á morgun er ráðgert, að haldinn verði samningafundur á ný um sérkröfurnar. Fullskipuð stjórn Alþýðusambands íslands hélt fund s.l. laugardag. Var þar rætt um samningana samþykkt ályktun um þau mál. 1 henni er lýst fyllsta stuðningi við kröfur verklýðsfélaganna í kaupgjalds- málum. Fagnað er víðtækri sam stöðu, er náðst hafi í samning- unum. Segir i ályktuninni, að aðalkröfur verklýðsfélaganna í yfirstandandi kjaradeilu séu j vinnutími og verðtrygging þessar: Hækkað kaup, styttur | launa. Stérhætta á göt- um vegna hálku Mikið hefur borið á árekstrum í Reykjavík undanfarna daga, mest á m-orgnana, en þá hefur oft verið ísing á götunum og flughálka. Mesti árekstradagurinn um nokk urt skeið varð sl. fimmtudag, en þá var lögreglan kvödd út 20 sinn um vegna bifreiðaárekstra. Á sunnudaginn urðu 12 árekstrar, flestir á tiltölulega skömmum tíma. Á laugardag urðu 15 árekstr ar og 7 á föstudaginn. Þannig hafa orðið 54 árekstrar á aðeins fjórum dögum, en það telur lögreglan Framh á ols. 6 micrmir i ivcyKjaviKurnum Hafskip færþriðja skip sitt og Rúrik Haraldsson. Selá, nýtt 1745 tonna fiutninga- skip sem er 3. skip Hafskips h.f. kom til landsins i gær. Seiá er smíðúð hjá D. W. Kremernsohn í Vestur-Þýzkalandi, og var afhent 15 nóvember s.I. Henni er ætlað að sigla: Hamborg, Rotterdam, Huil, Reykjavík eins og Laxá, sem er fyrsta skip félagsins. Selá er eingöngu ætluð til vöru- flutninga, og er með fullkomnasta útbúnað sem fáanlegur er til slíks. | Þannig eru lestarhlerarnir af Mc Gregor gerð, en slíkir hlerar eru sérstaklega auðveldir í meðförum, og miklu fljótlegra að eiga við þá en venjulega hlera. Brinkham skipa Framh. á bls. 6. Geir Hallgrímsson ræðir frsmkvæmdir og fjár- mál Reykjavíkur á Varðarfundinum í kvöld Geir Hallgrímsson, borgarstjóri verður frummælandi á almennum fundi, sem Landsmálafélagið Vörð- ur heldur í kvöld kl. 20.30 um fram kvæmdir og fjármál borgarinnar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar er nú í undirbúningi svo að þessi mál eru ofarlega á baugi, hjá Reykvlkingum um þessar mundir. Mun borgarstjóri skýra m. a. frá helztu framkvæmdum Reykjavíkur borgar t. d. hitaveituframkvæmdum og gatnagerðinni. Án efa mun marga fýsa að heyra um fram- vindu þessara þýðingarmiklu hags munamála borgarbúa. Eftir ræðu borgarstjóra verða frjálsar umræður. Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Sunnar Eyjólfss. æfir Hamlet Æfingar hafa nú staðið yfir í langan tíma í Þjóðieikhúsinu á Hamlet eftir William Shake- speare, en þetta fræga leikrit verður jólasýning Þjóðleikhúss- ins að þessu sinni og /erður frumsýningin á annan i jólum. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leiktjöldin eru gerð af Dis- ley Jons, en hann gerði leik- tjöldin fyrir Nashyrningana fyr- ir þremur -- um í Þjóðleikhús- inu. Á næsta ári eru liðin 400 ár frá fæðingu W. Shakespeares og er þess minnzt í flestum leik húsum heimsins á þessu ári. Gunnar Eyjólfsson leikur Hamlet, en aðrir, sem fara með stór hlutverk eru: Róbert Arn- finnsson, Herdís Þorvaidsdóttir, Lárus Pálsson, P.úrik Haralds- son, Jóhann Pálsson, Árni Tryggvason, Þórunn Magnús- dóttir o.fl. Þýðingin, sem notuð er að þessu sinn ier þýðing Matthías- ar Jochumssonar, en hann þýddi sem kunnugt er nokkur helztu leikrit Shakespeare á íslenzku. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.