Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Þriðjudagur 3. desember 1963.
Lítil síldveiði
í nótt
LítU sfldveiði var í nótt, en veiði
skilyrði hin beztu, ef náðst hefði
til síldarinnar, en hún var yfirleitt
á 50 faðma dýpi eða dýpra.
Sildveiðiflotinn mun nær allur
hafa verið úti, en aðeins. 11 skip
tilkynntu afla .samtals 295 tunnur.

Islenzkir nylonsokkar  að koma  á  markaðinn:
VerksmiBjan Eva á Akranesi
framleitt 450 þúsund pör á ári
Upp úr næstu áramótum geta
íslcnzkar konur klæðzt nylon-
sokkum framleiddum á íslandi.
Það er' nýtt fyrirtæki á Akra-
nesi, Sokkaverksmiðjan Eva,
sem þá mun senda frá sér fyrstu
framleiðslu sfna.
Sokkaverksmiðjan á Akranesi
hefur verið í undirbúningi nokk
urn tíma og er nú verið að Ijúka
við innréttingu á húsnæði verk
smiðjunnar að Suðurgötu 126,
en þar hefur verksmiðjan 270
ferm. húsnæði á efri hæð húss-
ins.
Fyrsta sending véla til verk-
smiðjunnar kom í gær og er nu
unnið við uppsetningu þeirra.
Síðar koma fleiri vélar og munu
þær verða alls 10 til að byrja
með. Framleiðslugeta verksmiðj
unnar með þeim vélakosti verð-
ur ekki minna en 450.000 pör á
ári, en íslenzkar konur   nota
alls eitthvað hátt á 2. milljón
para árlega. EVU-sokkarnir eru
„micromess", eins og fagmenn
kalla þá sokka, sem rekja má
aðeins upp eða niður.
í þessum mánuði munu verk-
smiðjurnar reyndar,  en  fram-
Framh. á bls. 6.
NINGAFUNDUR UM
• •
I dag verður haldinn samn-
ingafundur um aðalkröfur verk-
lýðsfélaganna í launadeilunum.
Er ráðgert, að í þeim fundi taki
þátt samstarfsnefnd verklýðs-
félaganna, samninganefnd vinnu
veitenda og sáttanefnd ríkisins.
Verður rætt um aðalatriðin en
um helgina var rætt um'sérkröf
ur. Á morgun er ráðgert, að
haldinn verði samningafundur á
ný um sérkröfurnar. Fullskipuð
stjórn Alþýðusambands íslands
hélt fund s'.l. laugardag. Var þar
rætt um samningana samþykkt
ályktun um þau mál. I henni er
lýst fyllsta stuðningi við krðfur
verklýðsfélaganna í kaupgjalds-
málum. Fagnað er vlðtækri sam
stöðu, er náðst hafi í samning-
unum. Segir í ályktuninni, að
aðalkröfur verklýðsfélaganna f
0FURNARIDAG
yfirstandandi   kjaradeilu   séu j   vinnutími   og   verðtrygging
þessar:. Hækkað kaup,  styttur|   launa.
Stórhætta á göt-
um vegna hálku
Mikið hefur borið á árekstrum
f Reykjavík undanfarna daga, mest
á morgnana, en þá hefur oft vérið
fsing á götunum og flughálka.
Mesti árekstradagurinn um nokk
urt skeið varð sl. fimmtudag, en
þá var lögreglan kvödd út 20 sinn
um vegna bifreiðaárekstra. Á
sunnudaginn urðu 12 árekstrar,
flestir á tiltölulega skömmum
tíma. Á laugardag urðu 15 árekstr
ar og 7 á föstudaginn. Þannig hafa
orðið 54 árekstrar á aðeins fjórum
dögum, en það  telur  lögreglan
Framh  á  Ols. P
-<&
Selá affermir f Reykjavfkurhöfn
Hafskip færþriðjaskip sitt
Selá, nýtt 1745 tonna flutninga-
skip sem er 3. skip Hafskips h.f.
kom til Inndsins f gær. Selá er
smfðúð hjá D. W. Kremernsohn f
Vestur-Þýzkalandi, og var afhent
15 nóvember s.I. Henni er ætlað
að sigla: Hamborg, Rotterdam,
HuII, Reykjavfk eins og Laxá, sem
er fyrsta skip félagsins.
Selá er eingöngu ætluð til vöru-
flutninga, og er með fullkomnasta
útbúnað sem fáanlegur er til slíks.
Þannig eru lestarhlerarnir af Mc
Gregor gerð, en slíkir hlerar eru
sérstaklega auðveldir í meðförum,
og miklu fljótlegra að eiga við þá
envenjulega hlera. Brinkham skipá
Framh. á bls. 6.
Geir  Hallgrímsson ræðir
framkvæmdir og fjár-
mál Reykjavíkur
ci  Varðarfundinum  í  kvöld
Geir Hallgrimsson, borgarstjóri
verður frummælandi á almennum
fundi, sem Landsmálafélagið Vörð-
ur heldur í kvöld kl. 20.30 um fram
kvæmdir og fjármál borgarinnar.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar er nú f undirbúningi svo að
þessi mál eru ofarlega á baugi, hjá
Reykvíkingum um þessar mundir.
Mun borgarstjóri skýra m. a. frá
helztu framkvæmdum Reykjavíkur
borgar t. d. hitaveituframkvæmdum
og gatnagerðinni. Án efa mun
marga fýsa að heyra um fram-
vindu þessara þýðingarmiklu hags
munamála borgarbúa.
Eftir ræðu borgarstjóra verða
frjálsar umræður.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri.
Gunnar Eyjólfss. æf ir Hairslef
Frá æfingu leikritsins. Gunnar Eyjólfsson (Hamlet), Jóhann Pálsson
og Rúrik Haraldsson.                                     a
Æfingar hafa nú staðið yfir
i Iangan tíma f Þjóðleikhúsinu
á Hamlet eftir William Shake-
speare, en þetta fræga leikrit
verður jólasýning Þjóðleikhúss-
ins að þessu sinni og /erður
frumsýningin á annan í jólum.
Leikstjóri er Benedikt Árnason,
en leiktjöldin eru gerð af Dis-
ley Jons, en hann gerði leik-
tjöldin fyrir Nashyrningana fyr-
ir þremur ^-um i Þjóðleikhús-
inu.
Á næsta ári eru liðin 400 .4r
frá fæðingu W. Shakespeares
og er þess minnzt í flestum leik
húsum heimsins á þessu ári.
Gunnar Eyjólfsson leikur
Hamlet, en aðrir, sem fara með
stór hlutverk eru: Róbert Arn-
finnsson, Herdís Þorvaldsdóttir,
Lárus Pálsson, P.úrik Haralds-
son, Jóhann Pálsson, Árni
Tryggvason, Þórunn Magnús-
dóttir o.fl.
Þýðingin, sem notuð er að
þessu sinn ier þýðing Matthías-
ar Jochumssonar, en hann þýddi
sem kunnugt er nokkur helztu
leikrit Shakespeare á íslenzku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16