Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Föstudagur 3. janúax 19S4. — 2. tbl. íslenzkur prestur ráðinn é Kefíuvíkurflugvöll Samkvæmt upplýsingum frá ir séra Bragi Friðriksson, æsku- starfandi á Keflavíkurflugvelli, í Varnarmáladeild utanríkisráðu- lýðsfulltrúi Reykjavíkurborgar, , starfsmenn flugmálastjórnarinn- í‘ neytisins, sem fjallar um öll mál verið ráðinn prestur þeirra ís- ar, lögreglumenn, tollverðir, ■ varðandi Keflavfkurflugvöll, hef lendinga, sem búsettir eru og Framhald á bls. 6. BNICIESASTA SIIDAR VíRTIÐ ustu ára hér sunnanlands og ylli! stygg og truflanir af völdum verk- margt: Aðeins annar af tveimur falla, þegar veiðarnar virtust eitt- síldarstofnunum á miðunum, hvað vera að glæðást. I byrjun slæmar gæftir, síldin ákaflega | nóvember aflaðist sæmiiega. m SWURLAND Flestir bátar að hætta BSRB fer frum á 15% hækkun Sildarvertíðin hefir verið svo léleg að undanförnu, að margir bátar munu hætta veiðum nú um áramótin, t.d. allflestir Akranes- bátar. Veldur bæði sildarleysi og gæftaleysi. Sfldarleitarskipið Þorsteinn þorskabítur hefir nú leitað, en engin síld fannst á öllu vestur- svæðinu, nema norðvestur af Eld- eyjarboða, þar sem Sigurpáll lóð- aði á síld, en náði henni ekki sök- um þess hve djúpt hún stóð. Aðrir bátar köstuðu ekki en þeir voru víða á þessu mik^a veiðisvæði og leituðu. Þorsteinn þorskabítur leitaði djúpt. Hann varð ekki var heldur í fyrrinótt. En fjórir Vestmannaeyjabátar fengu nýlega sild austur i Meðal- landsbugt, um 15 sjómílur suðvest- ur af Ingólfshöfða. Þeir voru Ófeig ur II 600— 650 tunnur, Reynir 600, GuIItoppur 300—400 og Hug- inn 200. Vísir átti tal við Jakob Jakobs- son fiskifræðing og sagði hann, að leitin í nótt hefði verið ýtarleg og gæti hún bent til, að sumargots- síldin væri farin af svæðinu, sem leitað var á, en ekki hefði verið leitað við góð skilyrði nema einn sólarhring, og bezt að fullyrða sem minnst. Dr. Jakob kvað þetta langléleg- ustu sildarvertíð (það af er) sein- Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur samþykkt að fara fram á endurskoðun gildandi kjarasamn inga. Hyggst BSRB bera fram kröfu um 15% launahækkun við þá end- urskoðun. Vísi hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá BSRB: „1 lögum nr. 55/1962, um kjara- samninga opinberra starfsmanna er ákveðið, að fyrsti kjarasamningur eða kjaradómsúrskurður um launa- kjör starfsmanna ríkisins skuli gilda til ársloka 1965. Á hinn bóginn gera 'lögin ráð fyrir, að ef almennar og veruleg- ar kaupbreytingar verði á samnings tímabili, megi krefjast endurskoð unar kjarasamningsins án uppsagn- ar hans, og fer um þá endurskoð- un á sama hátt og aðalsamning. Ef samkomulag næst ekki milli að- ila, sker Kjaradómur úr ágreiningn um. Þar sem að undanförnu hafa ó- umdeilanlega orðið almennar og verulegar kauphækkanir, hefur stjórn B.S.R.B. einróma samþykkt að nota heimild fyrrgreindra laga og krefjast endurskoðunar gildandi kjarasamnings. Hefur verið borin fram krafa um 15% launahækkun til opinberra starfsmanna frá 1. janúar 1964“. Fremst á myndinni má sjá Ieðurskjóðu og slöngu sem notuð er til þess að dæla áfengtnu upp í sig. Elnnig má sjá pilluglös og plastbrúsai á myndinni. (Ljósm. Vísis I.M.). FIMMTIUIIAT MCD AFENCII FUNDUSTÁ UNSIINGUM llíDÚ Stúlkurnar reyndu m. u. uð felu úfengið í nærbuxum og brjóstuhöfidurum Bfiuðið0 í dag Bls. 2 Samtöl við þrjá iþróttamenn í heim- sókn. — 3 Thelma sýnir. — 4 Samtal við Pétur Sigurðsson háskóla- ritara. > — 7 Strandhús við Rvík. — 8 Ritdómur um bók Indriða. — 9 Föstudagsgrein. Leit var gerð á öllum þeim unglingum sem sóttu dansleik sem haldinn var f Lidó á gamlárs kvöld, fyrir unglinga á aldrin- um 16-21 árs. Við innganginn fannst ails áfengi í 50 ilátum, en unglingarnir reyndu m.a. að komast inn með áfe gi í ýmiss konar Ieðurtuðrum, Iýsisglösum, glösum undan magatöflum plast fiöskum og fl. Unglingum var ekki skilað aftur áfenginu og er það nú i vörziu Sakadómaraem bættisins. íiát þessi fundust á hinum ólíkiegustu stöðum m.a. í nærbuxum og brjóstahöldurum sumra stúlknanna. Fljótlega eftir að dansleikur- inn var auglýstur seldust að- göngumiðar upp og var því á- kveðið að gera leit á öllum gest um, til þess að koma í veg fyr- ir óreglu og læti " dansleiknum. Skemmtunin fór hið bezta fram og urðu unglingarnir að láta sér nægja að skemmta sér yfir glasi af gosdrykkjum. Til þess að auðvelda sér að koma áfenginu inn ætluðu ung lingarnir margir hverjir að nota ýmis brögð. Margir komu með áfengið f leðurtuðrum, einnig var áfengið tekið í lýsisflösk- um, flöskum undan magatöfl- um, plastflöskum og mörgum hinum furðulegustu ílátum. Við innganginn var leitað jafnt á stúlkum, sem piltum og bar eins mikið á þvf að stúlkur hefðu á- fengi meðferðis. Flestar stúlk- urnar geymdu áfengið í hand- töskum, en nokkrar reyndu að fela það í nærbuxum og brjósta höldurum. í byrjun dansleiksins bar nokk uð á því að „kínverjar" væru sprengdir. Var þá gestum til- kynnt að leikur hljómsveitarinn ar yrði stöðvaður og skemmt- uninni slitið, ef fleiri sprenging ar heyrðust, en eftir það var enginn ,,kínverji“ sprengdur. Þrátt fyrir mikla leit við inn- ganginn að áfengi, sluppu nokkr ir unglingar með það inn í hús ið, en starfsfólkið tók það uppi í salnum. Getur fólk látið sér detta í hug hvernig dansleikur- inn hefði farið fram, ef ung- lingarnir hefðu komizt inn með allt þetta áfengi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.