Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 1
—r-t'r SIR "■■•/x'v. 54. árg. — Föstudagur 15. mai 1964. — 109. tbl. 55 LOG VORU SAMÞ YKKT Frá þmglausnum í gær Seinasti fundur sameinaðs þings og jafnframt Alþingis, var haldinn í gær kl. 3. Var þá kosin nefnd 7 þingmanna til að athuga áfengis- vandamálið. Þessir voru kjörnir: Magnús Jónsson, Einar Ingimund- arson, Axel Jónsson, Jón Þorsteins- son, Sigurvin Einarsson, Ingvar Gíslason og Alfreð Gíslason. Síðan flutti forseti, Birgir Finns- Noregsblað VfiSIS Á morgun gefur Vísir út sér- stakt Noregsblað í tilefni þess að 17. mai er 150 ára afmæli norska Stórþingsins og stjóniar- skrárinnar. í hátíðarblað þetta rita m. a. Einar Gerhardsen, forsætisráð- hcrra Noregs og Bjami Bene- diktsson forsætisráðherra. í því cr fjöldi greina um menningar- Iff og atvinnulíf Noregs, og sam band landanna tveggja. Blaðið er 24 síður að stærð og verður þvf Vísir 40 síður á morgun. son yfirlit yfir störf þingsins. Það Framh. á bls. 6 Á myndinni, sem var tekin í Surtsey í gær, sjást nokkrir diskar, sem vísindamennimir settu upp á eynni með æti og glycerinbornum plötum, til þess að fanga gró og lægri lífverur. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur ekki enn fyrir. (Ljósm.: Sturla Friðriksson). ' r Hvernig bárust lífverur í upphafi tif Islands? VÍSINDAMENN FUNDU JURTIR 0G SKORDÝR í SURTSEY í gær voru fram- kvæmdar mjög merkar athuganir í Surtsey á því hvaða Iandlífverur hafa borizt til eyjarinn- ar frá því að hún reis úr sæ. Varpa þær rann- sóknir ljósi á forsögu -3> Vann 20 minka / Breiðafjarðareyju í gærmorgun voru 20 minkar drepnir útl f einni eyju í Breiðafirði en vart varð við miklu fleiri minka þar og átti að gera aðra herferð út f eyna í dag. Þetta skeði f eynni Rifgirðingum sem heyrir undir Skógarstrandar- hrepp, austasta hrepp Snæfellsnes- sýslu að norðan. Rifgirðingar eru mannlausar á vetrum, en eigandinn, Jakob Jóns- son, hefst þar við á sumrin. í gær- Blaðið í dag Is. 3 í bátavör við Ægis- siðuna. — 4 Ræða Þorvalds Garðars Kristjánss. — 5 Ræða Jóhannesar f.’ordal, bankastjóra. — 7 Zier skrifar um vorsýninguna. — 8 Raunir Iru. — 9 Föstudagsgreinin. morgun fór Jakob i eftirlitsferð út í eyna og fékk með sér kunna minkaskyttu, Þórð Indriðason á Keisbakka. Þegar þeir komu út í eyna fundu þeir mergð af mink og samtals sjö greni. Skutu þeir eða náðu 20 minkum, en sögðust hafa orðið varir við miklu fleiri og ætluðu sér að :ra aðra ferð þang- að út í dag til að reyna að vinna bug á þeim. þess hvemig lífverur gætu hafa borizt til fs- lands í öndverðu, bæði plöntur og lægri dýr, og hafa því mjög mikið vís indalegt gildi. Fluga og jurtir. Vísir átti í morgun tal við dr. Sturlu Friðriksson jurtaerfða fræðing, sem var einn af leið angursmönnum. Hann skýrði blaðinu svo frá, að fundizt hefði ein lifandi jurt með rót og blöð um, en þó ekki rótföst, £ fjöru- borði eyjarinnar, baldursbrá eða gullbrá og lifandi stöngull af burnirót. Auk þess fundust á eynni þrjár tegundir af fræjum. Þá fundu leiðangursmenn einnig lifandi flugu, sem þeir handsömuðu I háfa sína eftir nokkurn eltingarleik. Ekki hefir tegund hennar enn verið ákvörð uð. Að ísöld lokinni? Þetta sýnir, segir dr. Sturla, að lífverur virðast hafa átt til- tölulega auðvelt með landnám á þessari nýju eyju. Gæti það gefið mikilsverðar upplýsingar um hvernig lífið* hafi jafnvel kunnað að hafa borizt til Is- lands að ísöld lokinni, þó að hér sé auðvitað um skemmri ^~*mmmmmmmmmmmmmmm—m^mmmmm vegalengd milli landa að ræða. Á Surtsey höfum við fengið ein stakt tækifæri til þess að kynn Framh. á bls. 6 Árásarmálið: Réðist fyrirvara■ laust á stúikuna — segir faðir hennar Vitnazt hefur um nafn og heimilisfang árásarmannsins, sem réðist á stúlkuna á heimili hennar s.l. þriðjudagskvöld. — Hann heitir Lárus Stefánsson, til heimilis að Hringbraut 84, og er 21 árs gamall járnsmíðanemi. Stúlkan, sem fyrir árásinni varð, heitir Erla Kjartansdóttir, til heimilis að Hraunteig 18. Hún er 18 ára gömul. Faðir Erlu, Kjartan Klemens- son, kvað þau hjónin hafa ver- ið heima umrætt kvöld og hann kvaðst fullyrða það, að ekki hafi komið til minnstu rimmu milli piltsins og stúlkunnar, held ur hafi hann ráðizt fyrirvara- laust á hana með dolk, en ekki vasahnif, eins og frá hefur verið skýrt í blö'um. Kjartan sagði Visi, að hann sjálfu; hefði verið háttaður i næsta herbergi við það, sem þau sátu í, Erla og Lárus. En þunn- ur veggur er á milli og húsið hljóðbært. Auk þess hafi dyrn- ar að herberginu, þar sem Erla og Lárus voru, verið opnar og Framh. a bls. 6 Utanríkisráðh. tekur fyrstu skóflu- stunguna í tilraunastöð skógræktar í dag kl, 2,30 tekur Guð- mundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra fyrstu skóflu stunguna að hinni nýju til- raunastöð í skógrækt að Mó- gilsá á Kjalamesi. Verður stöðin reist fyrir norsku þjóð argjöfina, sem Ólafur konung ur 5. færði Islendingum er hann kom hingað til Iands. Viðstaddir verða ráðherrar aðrir og sendiherra Norð- manna á íslandi, auk skóg- ræktarstjóra og annarra. Ríkisstjómin keypti Mó- gilsá fyrir nokkrum árum undir tilraunastöðina í skóg- rækt og til þess að útvega Iaxaræktarstöðinni í Kolla- firði vatn. Teikningar hafa nú verið gerðar af tilraunastöð- inni og nú verður hafizt handa um byggingu hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.