Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
54. árg.  - Laugardagur 6. júní 1964.  -   127. tbl.
TJALDBORG RIS SUNN-
AN HAFNARFJARÐAR
ÞaS var óðum farið að fjölga
í gær í skátabúðunum miklu á
Höskuldarvóllum fyrir sunnan
Hafnarfjörð. Fréttamaður Vísis
var staddur þar í gær og fylgdist
með þvi þegar verið var að reisa
þar tjöld og smámsaman mynd
aðist þarna heil borg úr tjöld-
um, — eins konar bæjarfélag —
t. d. með pósthúsi, sjúkraskýli,
og verzlun sem selur skátavörur,
gosdrykki og mjólk. Þá vorú
þarna liðsmenn úr hópi skáta,
sem héldu uppi löggæzlu likt og
Framh. á bls. 5.
Þýzlcur svanur veldur neyðar-
ástandi á Tjörninni
Undanfarna daga hefur ríkt
algert neyðarástand í heim!
hinna fjólmörgu fugla á Reykja
vfkurtjörn. Þýzkur svanur, stór
og fallegur, hefur valdið slík-
um usla að dýra- og fuglavin'x
menn eins og Kjartan Ólafs-
son brunavörður, láta hafa eft-
ir sér, „að annar eins ófriðar-
seggur hafi aldrei sézt á Tjörn
inni."
Þessi þýzkí svanur hefur und
anfarna daga gert harða hrfð
að litlum andarungum og tætt
þá til bana. Virðist það vera
drápsfýsn ein, því ekki leggur
hann bráðina sér til munns. í
gærdag urðu menn vitni að því
að svanurinn drap níu andar-
unga og þótti flestum nóg um.
Svanurinn hefur tekið saman
við kvensvan þýzkan, sem
fyrir var á Tjörninni og hafa
þau skötuhjúin komið sér upp
tveim ungum. Færðist svanur-
inn mjög í aukana eftir að.af-
kvæmi hans fæddust og er fæst
um fuglum líft í nærveru hans.
Framh. á bls. 5.
Björgvin   Guð-
mundsson fréftu-
stjóri  við  VÍSI
Björgvin Guðmundsson va- í
gær ráðlnn fréttastjóri við Vísi.
Hann er viðskiptafræðlngur að
mennt, en hefur f meir en áraíug
starfað við blöð og útvarp o«
unnið á ritstjórn Vísis um nokk-
urt skeið. Mun hann eftirleiðís
gegna fréttastjórastörfum á rit-
stjórn blaðsins ásamt Þorsteini
Ó. Thorarensen.
BLÁDÍD í DAÖ
Viðræður við félögin
í Reykjavík að byrja
Búist er við því, að strax eftir
helgina hefjist samningaviðræð
ur við verklýðsfélögin í Reykja-
vík og á Suðurlandi yf irieitt. En
eftir er að ganga frá samning-
um við þessi félög og verða þeir
gerðir innan ramma samnings
rikisstjórnarinnar við verklýðs-
hreyfinguna.
Ekki er búizt við, að samning
arnir við verklýðsfélögin syðra
verði eins erfiðir og flóknir og
samningarnir við félögin fyrir
norðan og austan enda var þar
um óvenju mikla samræmingu á
kjörum að ræða. En ei að síður
má telja víst, að samningarnir
við verkalýðsfélögin í Reykja-
vík taki nokkurn tíma enda fer
ávallt talsverður tími í að yfir-
fara samninga í heild. Telja má
vist, að verkalýðsfélögin í
Reykjavík svo sem D&gsbrun
muni fara fram á hliðstæðar
breytingar og félögin fyrir norð
an og austan fengu enda þótt
sumt eigi eingöngu við félögin
á Norður- og Austurlandi.
Sporhundurinn Nonni er orðinn gamall og þreyttur. Ilann var við-
staddur á skátamótinu á Höskuldarvöllum i gær og hafði prýtt sig
með skátahatti og skátatrefli. Höfðu yngstu skátarnir gaman af þvf
að héilsa upp á hann. Hér sést hann með 9 ára Ijósálfi, Ingibjörgu
dóttur Míirinós Jóhannssonar úr Hafnarfirði.
Mikil listspiag opnuí á morgim
Mikil sýning íslenzkr
ar myndlistar verður
opnuð kl. 4 á morgun í
Listasafni íslands í Þjóð-
minjasafninu. Er þetta
yfirlitssýning um ís-
lenzka list síðustu fimm
ára. Er hún haldin í til-
efni 20 ára afmælis lýð-
veldisins og er einn þátt-
urinn í listahátíðinni.
Sýningín tekur yfir flesta sali
Listasafnsins og þar eru sýnd
verk flestra kunnustu málara
þjóðarinnar 68 talsins. Hlutur
hinna yngri málara er þar til-
tölulega stærstur þar sem aðeins
eru sýnd verk frá siðustu fimm
árum. Af eldri meisturum má
nefna Kjarval og Scheving og
Júlíönu Sveinsdóttur. Abstrakt
listin er hins vegar í yfirgnæf-
andi meirihluta á sýningunni.
Að sýningunni standa Bandalag
íslenzkra Iistamanna og Félag ís
lenzkra myndlistarmanna, en
• það er eina félag myndlistar-
manna sem í Bandalaginu er,
að því er formaður sýningar-
nefndar, Jóhannes Jðhaiinesson
listmálari tjáði Vísi f gær.
Alls sýna 32 listamenn á sýning
unni, en af þeim eru 9 mynd-
höggvarar.   Tveir   gestir   sýna
með félagsmönnum, þeir Gunn-
laugur Scheving og Júlíana
Sveinsdóttir. Við opnun sýning
arinnar mun Ragnar Jónsson f
Smára flytja áyarp. Sýningin
verður opin í 3 vikur.
Listamenn hengja upp málverkið, Vornótt eftir Gunnlaug Scheving. Á myndinni eru Steinþór Sig-
urðsson uppi í stiganum, Eiríkur Smith, Hjörleifur Sigurðsson og Þorvaldur Skúlason.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16