Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
54. árg. - Laugardagur 2ð. jání IM. - ISE tbl.
£/to alvurkgum uugum á
leigufíug erlendru uiilu
tilíSLANDS
Viðtal vid Birgi Þorgilsson fulltrúa
LOKAHOF LISTAHA TÍÐAR ÍGÆR
í gærkvóldi fór fram lokahóf
listahátíðarinnar. Fór það fram
í Hótel Sögu og var fjölmennt.
Myndin var tekín við upphaf
veizlunnar uppi við háborðið og
er Páli fsólfsson, sem var veizlu
stjóri, að setja hófið. Á mynd-
inni má meðal annars sjá for-
sætisráðherra, Bjarna Benedikts
son, forsetahjónin, frú Dóru og
Ásgeir Ásgeirsson og yzt til
hægri     menntamálaráðherra
Gylfa Þ. Gíslason. Framan við
háborðið sitja m.a. Jón Þórar-
insson tónskáld f ormaður Banda
lags íslenzkra listamanna og
Ragnar Jónsson framkvæmda-
sljóri Iistahátíðarinnar og frúr
þeirra.
Það mun vera von á a. m. k.
8—10 erlendum Ieiguflugvélum
hingað til lands í sumar til að
flytja ferðamannahópa til og frá
landinu.
Frá þessu skýrði Birgir Þor-
gilsson fulltrúi hjá Flugfélagi Is
landi í stuttu viðtaíi sem Vísir
átti við hann í gær.
— Skapa þessi leiguflug ekki
óheppilega 'samkeppni við Is-
lenzku flugfélögin?
—  Óneitanlega. Við lítum
mjög alvarlegum augum á það
þegar erlendir aðilar koma hing
að til þess eins að fleyta rjóm-
ann ofan af viðskiptunum við
íslendinga. Þetta er áþekkt því
og ef erlendur veiðifloti kæmi
á miðin og sópaði burt fiskin-
um úr okkar eigin greipum.
Þessir erlendu aðilar koma
eingöngu um hásumarið, eða á
þeim árstíma þegar þeir eru
öruggir með 100% sætanýtingu.
— Og bjóða þá verðið niður?
—  Undir þeim kringumstæð-
um er það hægt. Það gæti Flug
félagið líka gert undir sömu
kringumstæðum. En það hefur
skipulagt áætlunarflUg allt árið
og verður að miða fargjaldaverð
sitt við meðal sætanýtingu yfir
allt árið. Margar ferðir, einkum
að vetrinum, eru beinlínis rekn-
ar með tapi. Þær verður það að
vinna upp með sumarferðunum.
En það horfir illa, ef erlendir
Frs. á bls. 5
Fyrstu gestirnir gista hótel
VlKING ehir 10 daga
— Lokið er við að reiso herbergin og
unnið er við setustofuna og byrðinginn
Qera ma ráð fyrir, að fyrstu
gestirnir gisti Hótel Víking, hið
fljótandi hótel á Hliðarvatni á
Snæfelisnesi, eftir 10 daga.
Þessa dagana er unnið af fullum
krafti við byggingu hótelsins og
lokið er við að reisa herbergin,
en eftir er að reisa setustofuna
og sjálfan byrðinginn. Gengið
hefur verið frá raflögnum að
mestu leyti, og unnið er að því
að koma aflvélunum fyrir.
Flotholtið var flutt úr Reykja
vík 9. júní s. I. Var það dregið
af mótorbáti upp í mynni Borg
arfjarðar, en þar tók við trillu-
bátur, sem sá um að koma því
alla leið inn í Langárósa. Þar
var tunnum skotið undir flotholt
ið og síðan á fjöru var stórum
dráttarbíl ekið undir það, en
dráttarbíllinn flutti flotholtið
upp að Hlíðarvatni. Daginn eftir
var flotholtið svo sett á vatnið
og hafizt handa við að byggja
ofan á það. 1 vor var nokkuð
stór skáli byggður við vatnið er
verður notaður sem þvottahús,
geymsla og miðstöð í landi fyr-
ir hótelið. Inni i þessum skála
hafa flekarnir og annað það,
sem nota á við yfirbyggingu,
verið geymt.
8 menn hafa unnið að því að
undanförnu að skrúfa flekana
saman og ganga frá herbergjun-
um og er nú lokið við að reisa
öll herbergin en þessa dagana er
unnið að því að reisa setustofu
og ganga frá byrðingnum. Búið
er að leggja rafmagnið að mestu
Framh. á 5. síðu.
BANASL YS I
KIFLA VlK
Sá sorglegi atburður gerðist
i Kcflavík skömmu eftir hádegið
í gær, að 4ra ára drengur varð
fyrir miklu höfuðhöggi og beið
bana. Drengurinn var að leika
sér i bflskúr, sem stendur við
hús númer 63 við Hringbraut.
Með honum var kunningi hans,
3 ára.
Talið er að skrufstykki, sem
stóð uppi á borði, hafi fallið á
htffuð drengsins. Kunningi hans
gerði aðvart og var lögreglan
í Keflavík kölluð á staðinn kl.
13,42. Drengurinn var þegar i
stað fluttur á sjúkrahuslð i
Kcliavik, en þegar þangað kom,
var hann látinn og töldu læknar
að hann hefði látizt samstundis
Skrúfstykkið, sem féll á höfuð
drengsins, vóg 67 kíló.
Ekki er hægt að birta nafnið
á barninu vegna f jarstaddra ætt
ingja.
BLADID í DAG	
	
IbIs	2 Verðlaunakross-
	gáta.
1 —	3 Myndsjá  frá  17
	júní á Akureyri.
1 —	4 Hugleiðingar um
	listdóma
1 —	5 Iþróttir
1 —	6 Ávarp f jallkonunnar
1 —	8 Samningamaður-
	inn Stikker
1 —	9 Heimsókn í Leið-
	belningastöð hús-
	mæðra.
GLEYMDUAÐ BIÐJA BONDA UM
LEYFI TIL ELDFLAUGARSKOTS
Miklar mælingar og útreikn-
ingar hafa verið gerðir í sam-
bandi við þá fyrirætlun franskra
vísindámanna, að skjóta upp
eldflaug frá Mýrdalssandi í
sumar. Þóttust sumir jafnvel
getað reiknað út að hér væri
eitthvað gruggugt á seyði, þyi
að allur þorri almennings «irð-,
ist líta eldflaugar nokkru horn-
auga. Eins og gefur að skil'a
var mikið „spekulerað" og
spjallaö hjá Frönsurum, en eitt
WHs£ þehn alveg. Þeir gleymdu
að blöja bóndann um leyfL
Samkvæmt áætlunum þeirra
átti að skjóta eldfiauginni eina
7 knj- frá bænum HöfðabreKku,
og hafði bóndinn þar, Ragnar
Þorsteinsson heyrt það á sicot-
spónum, en ekkert nánar. Eins
og vænta mátti var hann frem-
ur óhress yfir þeim gangi mál-
anna, enda mundu fáir vera það
sem fréttu að Utlendingar væm
að flækjast um land þeirra skjút
andi upp eldflaugum. Áður en
til aðgerða kæmi rankaði þó
einhver við sér og var þá í
skyndi samið við Ragnar um
leyfi. Þegar Vísir hafði samband
við Ragnar í gærkvöldi, sagði
hann, að svo hefði virzt, scrn
þetta hefði alveg dottið þeim Ur
minni þar til hafizt var handa
um framkvæmdir á landi hans.
Aðspurður um hugarfar fólks í
sambandi við þessar aðgerðir,
sagði hann að ekki bæri á nein-
um óhug, en hins vegar væru
margir forvitnir.
Þess ber að geta að ekki
höfðu Fransmennirnir hugsað
sér að gera þetta að Islend-
ingum  algerlega  forspurðum
m
m
m
m
og höfðu haft samband við díuis
málaráðuneytið í því skyni að
fá leyfi. Ráðuneytið veitti það
Ieyfi, eftir að athugun hafði far-
ið fram, með því skilyrði að
allar nauðsynlegar varUðarráð-
stafanir yrðu gerðar. Var þei"n
ÁgUsti Valfells, forstöðumanni
almannavarna, Einari Oddssyni
sýslumanni Skaftafellssýslu og
Pétri Sigurðssyni forstjóra Lard
helgisgæzlunnar falið að hafa
eftirlit með fullnægjandi íðð-
stðfunum til gæzlu almannaór-
yggis í sambandi við þessar að-
gerðir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16