Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í SIR . Föstudagnr 3. júlí 1964.
laaaaannasaisaaaaa^rjasiJsaisQSEassaaaaaaaaaaaaaa
SPJALL  VÍÐ  KARL
DGEÐLÆKNI
EEE:nacEíiSQCEE2QE3Ef3E2EaEEDncnant3nnnDnnnnnDQnnn
m
TVTær allir íslendingar, sem
hafa lagt leið sína til Lon-
don á undanförnum árum, kann-
ast við Karl Strand lækni. Hann
hefur greitt götu ' fjölmargra
landa í stórborginni, og að
heimsækja lækninn og fjöl-
skyldu hans í 22 Victoria Grove
í South Kensington er eins og
að vera horfinn inn í ram-
íslenzkan heim, þar sem talað
er með hörðum áherzlum og ís-
lenzkur matur er á borðum.
Karl Strand er á ferð hér
heima um þessar mundir, og
þegar Vísir spurði, að hann
væri að vinna að bók, sem er
eins konar framhald af bók
hans, Hugur einn það veit
(kom út 1960), fór blaðið á stúf-
ana og nam að spjalla við
lækninn, þótt hann væri önnum
kafinn við ritstörf suður í
Hafnarfirði.
Hann vildi lítið tala um bók-
ina og fór að dæmi margra,
sem eru að skapa alvörubók-
menntir, að kynna verkið sem'
minnst fyrirfram. Þess má geta,
að Karl Strand er, sérstaklega
ritfær, eins og sjá má á bók
hans og Lundúnapistlunum í
Morgunblaðinu.           .  .
„Fjallar bókin um sérgrein'
yðar, geðfræði?"
„Efnið snýst um sturlanir —
þetta er gamalt íslenzkt orð,
notað yfir geðveiki".
„Á þetta skylt við hugsýki?"
„Hugsýki nqta'ég um tauga-
veiklun; það er dregið af
gamla  orðinu hugsjúkur."
„Er sefasýki og hugsýki eitt
og sama hugtakið?"
„Sefasýki er hysteria, sem er
ein 'tegund hugsýki".
"1/Tanni  skildist  á  Karli,  að
þessi nýja bók hans fjalli
um  ýmsar  tegundir  geðsjúk-
dóma.
„Ég skrifa hana með það
fyrir augum, að hver hugsandi
maður geti skilið hana - hún
er ekki. yísindalega framsett,
þótt hún fjalli .um fræðileg
'efni. Það hefur verið vand-
kvæðum bundið að' setja þessa
bók saman, því að erfitt er að
skilgreina þetta efni með ís-
lenzkum hugtökum".
„Hvað vakir fyrir yður með
því að sémja þók um geðveiki
handa   skynsömum   almenn- ¦
ingi.?"
Karl  læknir  sagði,  að  fátt
væri það til, sem fólki stæði
meiri stuggur af en geðveiki,
og viðhorf margra til geðsjúk-
dóma væri mótað af vissri van-
þekkingu. í fjölskyldum, þar
sem hún gerði vart við sig,
væri máiið viðkvæmt, „en það
er með sturlanir sem aðra sjúk-
dóma, t.d. lömunarveiki, að
hægt er að fá Iækningu við
þeim eða mikla bót. Sjúklingur,
sem fær algera lömun, getur
náð bata, eða svo mikliim bata,
að hann verði fær um að taka
þátt í lífinu, jafnvel þótt hann
þurfi að ganga við hækju. Eins
er það með sjúkling, sem verð-
ur sturlun að bráð; honum er
hægt, að hjálpa með sállækn-
ingu, starfslækningum, raflækn-
ingum og lyfjagjöf, og oft svo
mikið, að hann getur orðið al-
veg eða að miklu leyti þátt-
takandi í lífinu".
Karl lagði á það sérstaka á-
Karl Strand læknir
VERA FEi
herzlu, að fólki hrysi hugur
við geðsjúkdómum (svipað \ og
þeir væru feimnismál), meðal
annars af því, hvað það veit
lítið Um lækningamöguleika á
þeim.
Cpurður hvort  sturlanir (eða
geðsjúkdómar)  væru  ætt-
gengar, svaraði hann:
„Það er vafalítið, að í sumum
tegundum sturlana er um ein-
hvers konar ættgengi að ræða
sem orsakaþátt. Yfirleitt er þó
ekki hægt að sanna, að þetta
ættgengi fylgi ákveðið neinum
erfðalögmálum."
Hann bætti því svo við, að
uppeldi og umhverfi léki mikið
hlutverk í andlegri heilbrigði.
Ætla mætti að sami persónuleiki
gæti veikzt af sturlun eða slopp
ið allt eftir þvf, hver aðbúð
hans var, einkum í frum-
bernsku, og hve margvíslegt á-
lag hann yrði -að bera í lífi sínu.
„En hvað segið þér um geð-
villu (psychopathic state) — er
hún geðsjúkdómur eða hug-
sýki?"
„Geðvilla telst hvorki sturl-
un eða hugsýki, heldur er hún
sálrænt fyrirbæri, sem er eins
konar huglæg bæklun, þar sem
ábyrgðarleysi, takmörkuð skap-
stjórn og vanhæfni að læra af
reynslu eru megineinkenni. Af
þessum geðrænu sökum skapast
víðtæk félagsleg vandamál."
TjMns °8 áður sagði hefur
' Karl Strand verið starf-
andi læknir við stóran geðsjúk
dómaspítala, West Park Hospit-
al í Surrey, rétt sunnan við
London. Áður hafði hann unnið
á National Hospital Queen Squ-
are og ennfremur tekið kandí-
datsárið við St. Bartholomeus
Hospital (sem er almennur spft-
ali). Um skeið vann hann á her-
^spitala I Oxford (að rannsókn-
um með heilarita). Hann stund-
aði nám á British Postgradu-
ate Medical School Hammer-
smith (almennar lyflækningar
og taugasjúkdóma), en sérgrein
sína, geðfræði, stundaði hann
við Mawdsley Hospital (Insti-
tute of Psychiatry í London).
Karl taldi, að lækningum geð-
sjúkdóma hefði fleygt mikið
fram í Bretlandi sem víðar um
helm á undanförnum árum, t.d.
væri miðað að því að skapa á
spítölunum andrúmsloft, sem
væri sem eðlilegast, og lagt
væri mikið upp úr félagslegum
aðgerðum, sem beindust að því
að gera sjuklingana starfhæfa í
lífinu. Auk annarra lækninga-
aðferða væri beitt sállækningu,
raflækningu og starfslækning-
um, sem væru veigamikið at-
riði.
Af spjallinu við Karl var unnt
að draga þá ályktun, að upp-
runa sturlana væri þrátt fyrir
allt ennþá erfitt að rekja. Menn
standa ennþá gáttaðir á undr-
um sálarlffsins, þótt orsakir
megi finna til sfurlana og geð-
rænnar veilu hjá mörgum, t.d.
vefrænar orsakir (í ellisjúkdóm-
um), toxisk áhrif hjá stund-
argeggjuðum (af völdum áfengis
eða eiturs eða sótthita), auk
þeirrar þekkingar, sem geðlækn-
ar hafa nú á umhverfisorsökum
sturlana, og hann lagði áherzlu
á, að væri mikilvæg. — stgr.
ii 11 iiiiiii ¦iiaiiil"»mrriTiriii        "  "i" ¦

RÚLLUKRAGA-PEYSUR
í miklu úrvali. Nýkomið fjölda margir litir.
VerÖ aðeins 250 og 300 krónur.
Venl. Dzinfcl
Laugaveg 66, sími 11616
Lax- og silungsveiði
Nokkrir stangaveiðidagar til leigu í Hvítá í
Borgarfirði. Nýtt og skemmtilegt veiðihús á
staðnum.
Allar nánari upplýsingar í síma 22630.


Með verulegri lækkun mjólk
ur og launaskattinum _til f-
búðabygginga sýnir ríkisstjórn
in hug sinn í verki Með þess-
um aðgerðum er hún að vinna
að því að veita Iaunþegum
raunhæfar kjarabætur sem
hvorki auka verðbólguna í
landinu né verða stundarfyrir-
brigði. Gundvöllur þessara
kjarabóta, sem báðar voru til-
kynntar í fyrradag, er sam-
komulagið milli verklýðshreyf
ingarinnar og vinnuveitenda.
Er ekki að efa að launþegar
munu kunna vel að meta þess
ar aðgerðir.
Q Ný braut
Launaskattinn greiða at-
vinnurekendur og aðrir vinnu-
veitendur. Samtals mun hann
nema allt að 80 millj. króna
á ári, en hann er 1% af út-
borguðum launum, Vissuíega
er þetta há upphæð og nokk-
ur baggi á atvinnurekendur.
En á það ber að líta, að fyrir
vikið helzt vinnufriður vænt-
anlega í landinu í heilt ár, '
eins og samningarnir við Dags
brún gefa til kynna. Vissulega
er það nokkurs virði. Hér hef
ir verið farið inn á nýja braut
I kaup og kjaramálum laun-
þega í landinu, undir forystu
forsætisráðherra, Öll teikn
berída til þess áð ''sú braut
muíii reynast mjög-farsæl og
skynsamleg, enda voru flestir
orðnir þreyttir á hinum lang-
vinnu og harðvítugu deilum
milli verklýðshreyfingarinnar
og vinnuveitenda á undanförn
um árum
Ennþá er ósamið við mörg
verklýðsfélög. Gera verður þó
ráð fyrir þvf að samningar við
þau muni ekki ganga erfiðlega.
Dágsbrún hefir gefið fordæm
ið og rammasamningur ríkis-
stjórnarinnar er þar mikilvæg-
ur grundvöllur til að byggja á.
# Skrif Tímans
Fróðlegt er að lesa verk-
lýðsskrif Tímans þessa dag-
ana. Blaðið hefir hvorki
gleymt þvf né fyrirgefið að
hvorki verklýðshreyfingin né
ríkisstjórnin leitaði ráða hjá
Framsóknarflokknum     við
lausn vandans. í leiðara Tím-
ans í gær segir að ,,verka-
menn geti að sjálfsögðu ekki
unað við það" að launin séu
ekki stórhækkuð sem allra
fyrst. Það muni verða aðal-
krafa þeirra „að daglaununum
verði komið í viðunandi horf".
Það er eins og menn sem
þannig skrifa hafi verið í sum
arleyfi norður á Sprengisandi
og ekkert fylgzt með I stjórn-
málum síðustu vikuna. Um
það náðist einmitt fullt sam-
komulag við verklýðshreyfing-
ema að halda grunnlaununum
óbreyttum en auka kjarabætur
i öðrum myndum. Þess vegna
er broslegt og brjóstumkennan
legt að lesa verklýðsbaráttu-
skrif Tímans, svo fjarstæð eru
þau og tilefnislaus. Að minnsta
kosti ættu Tímamenn að lesa
Þjóðviljánn áður en þeir skrifa
næst um aðalkröfur verka-
manna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16