Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						K^'-ffJfíiflHlCff^E^^filTffiiTWfffivBn
VÍSIR . Fösttídágur 24. júlí 1964.
¦¦¦¦¦¦¦¦MBÍ
Langar mest af öllu til að
færa og geta sungið betur
Rætt v/ð unga dægurlagasöngkonu, Helgu Sigþórsdóttur frá Einarsnesi
„Það var ekkert að fást við
tuttugu og tveggja punda lax-
inn — það var sá 16 punda,
sem ég veiddi seinna, það var
hann, sem ætlaði að gera út
af við mig. Og svo þegar ég gat
loksins kippt honum upp á ey-
iná, þá er al'.t laust úr honum.
svo að ég verð að fleygja mC'r
ofan á hann ..."
Það er gamall og góður kunn
ingi minn og veiðifélagi úr
Austf jarðaánum, sem er að
segja mér frá frækilegri viður-
eign sinni og nokkurra breið
vískra stórlaxa fyrir skemmslu
Við áttum dýrlega daga, hann
og ég, í Vopnafirðinum, Breið
dalnum og úti við Unuós síðasi-
liðið sumar svo bauðst honum
tækifæri til að skreppa austur
á Breiðuvík i sumar, en mér
ekki, og er þarflaust að vera
að greina frá því, að ég öfund-
aði hann. Engu að síður — eða
kannski einmitt þess vegna —
hafði ég litið inn á athafna-
svæði hans á Röðli, til að inna
hann frétta; annars eru veit-
ingastaðir eitt af því, sem íg
veit að er ti! í borginni og síð-
an ekki söguna meir. Hvaöa
érindi á maður líka þangaö,
sem ekki er von í laxi nema
soðnum, ekki einu sinni von ;
ufsa nema sem niðursoðnum —
sjólaxi. Aftur á móti er veiði
saga í sínu fulla gildi, og mað-
ur leggur eyrun við henni, hvs-
svo senvhún er sögð.
ÓVENJULEGA
VEL SUNGIÐ
Leggur eyrun við henni —
það er nú það. Þarna gerðist
semsé það, að ég var allt í éiníí
farinn að leggja eyrun við í<í!t
öðru; dægurlagi sungnu kven-
mannsröddu — eða réttara sagt,
kvenmannsröddu sem söng dæg
urlag. Það skal þurfa dálítið
tii að maður, sem alltaf hefi'r
útvarpstónlistina glymjandi í
eyrum sér í tíma og ótíma, og
hefur vanið sig á það af frá-
bærri viljafestu og illri nauðsyn
að loka hlustunum fyrir henni.
fari allt í einu að hlusta á þann
söng; til þess þarf að vera vel
sungið — og í þetta'skipti
fannst mér óvenjulega vel sung-
ið. Djúp altrödd, breiðari og f>-
þvingaðri en búast má við þeg-
ar um lítt lærðar söngkonur er
að ræða, laus við alla tilgerð.
Mér datt sem snöggvast í nug
að enn hefði ég vist aldrei átt
blaðaviðtal við innlenda dæ*-
urlagasöngkonu; 'þar vantaði í
safnið, en svo hvarf ég frá því
aftur, og ætlaði að fara að
spyrja kunningja minn nánara
um laxana — hann hafði nef.ii
lega ekkert minnst á þann
þriðja, sem hann dró; sá var
víst ekki nema sex punda. En
það fórst fyrir, því að nú hófst
annað dægurlag, sungið af
sömu stúlku — en það hefði ég
svarið  fyrir,  hefði  ég  ekki
:  heyrt og, séð: þaðnjsjálfur;;: W\r.
var  það  ekki  lengur  altródd,
.. heldur sópranrödd, ótrúlega lif
og hreimmikil; dægurlaga söng-
kona, sem ræður yfir svo ó-
venjulegu raddsviði er þó sann-
arlega blaðaviðtals virði, hugs-
aði ég. Og kunningi minn
keypti sig frá því að minnast á
þann sex punda með því að
bera þau boð til stúlkunnar, að
mig lang^aði til að tala við hana:
mér sýndist hann hálft í hvoru
feginn. kannski ekki því, að
ég skyldi vilja tala við haiv^i
he'dur hinu, að hann skykli
s'eppa við að tala um þriðia
laxinn.
SÖNGUR OG TÓNLIST
í BÁÐAR ÆTTIR
Dökkhærð stúlka, fríð sýn-
um, lágvaxin og með björt, hug-
ul augu; dálítið forviða, þegar
ég fer að spyrja hana um ætt
hennar og uppruna, en svavar
þó greiðlega og hispurslaust.
Helga Sigþórsdóttir frá Einars-
nesi í Borgarhreppi... nei, það
er ekki langt síðan hún fór að
syngja dægurlög opinberlega;
ekki nema ár og henni finnst
það skammur tími, þegar hún
lítur til baka. Hún á sex syst-
kini, tveir bræður elztir, svo
hún. Sönginn og tónlistar-
hneigðina sækir hún í báðar
ættir — afi hennar i móðurætt,
Guðmundur á Valbjarnarvöllum
byrjaði sem kirkjuorganisti að-
eins tíu ára gamall, en Jón G.
Þórarinsson, lúðrasveitarstjón
er föðurbróðir hennar. Sjá:f
söng hún fyrst „opinberlega''
sjö ára á skólaskemmtun og við
fangsefnið var „Litla flugan"
hann Fúsa, en Sigfús gaf henni
lagið á nótum í viðurkenning-
arskyni, og það viðurkenningar-
skjal á hún ennþá. Já, það var
skyldi ala með sér slfka löng-
un og svo fór að ekki varð
meira úr söngnáminu — hár-
greiðslunáminu ekki heldur, og
þetta urðu henni sár vonbrigði,
sem hún hefur enn ekki gleymt.
LÖNGUNIN
SEM LÉT EXKI í FRIÐI.
Því næst tók Helga Sigþórs-
dóttir að vinna fyrir sér við
afgreiðslustörf i mjólkurbúð og
annað þess háttar, en löngunin
til 'að tjá sig í söng lét har.a
ekki í friði. Svo sá hún aug-
lýsingu í blaði — einhver vildi
...    .  ...       fá dægurlagasöngkonu til próS
nesi, og hun heldur að oll systr  . hQ„„  Jl™  o„„i,-,ot;  >»«
kini sín leiki á eitthvé'r't1' hljöð- J
færi.
Og þegar hún lagði leið sin.i
hingað suður til hárgreiðslu-
náms, greip hún fegins hendi
eina tækifærið, sem ungri og
peningalausri stúlku bauðst
hér til söngnáms. Það var hjá
hljómsveitarstjóra     KK-sex-
tettsins; óþarft er að kynna
hann nánara, jafnvel ég veit
hver hann er. En þó að hún
vanrækti ekki námið á nehm
hátt vegna söngsins, kunni
„meistarinn" því illa, einhverra
hluta  vegna,  að  nemandinn
þann, sem, auglýsti, það var
''-?\í'nio Ein'ar Logi,sem stjórnaði hljóm
sveit á flugvellinum, hún fOr
heim til hans og honum leizt
svo vel á rödd hennar, að hann
réði hana til að syngja með
hljómsveit sinni. Það gekk vfe(,
hún kveðst hafa lært mikið af
því og nú syngur hún á Röð'i
með hljómsveit Trausta Thor-
bergs.
AÐ GETA SUNGIÐ BETUR
„Hijómsveitin er ákafloVjja
samhent, og það er fyrsta skil-
yrðið til þess að söngurinn
verði eins góður og efni standa
wmmmasmrjimxaexsa
til. En mig langar til að læivi;
mig langar að finna að - ág„
kunni að syngja. Ég hef mikla á
nægju af jazz og sígildri tónlist
og eiginlega hef ég áhuga á ö!I-
um góðum söng. Það er mér víst
í blóð borið. Og eins það, að
ég hef ákaflega gaman af að
syngja, ég held að ekkert v;.!di
ég fremur gera — og að n.ig
langi ekki til annars meir en
að geta sungið betur....''
Og nú er hljómsvc';nni og
gestunum farið að þykja ncg
um hve lengi ég ræði við söng
konuna. Hún kveður og gengur
upp á hliómsveitarpallinn. Hvor
röddin skyldi^ir^ þar næst?,
Þá héfúj. ihnlenörÆægurfá'ga-
söngkona bæzt. í; viðtalasafnið;
og ég segi innlend, þvi að ein-
hvern tíma átti ég viðtal við
Alice Babs, þegar hiin var hér
á ferðinni. Og nú skal kunn-
ingi minn verða minntur á að
hann eigi eftir að segja fndi
frá orrustunni við sex punda
laxinn . . .
En hvað sem öllum laxi líð-
ur — mikið er það gam^n,
svona sem tilbreyting, að eiga
tal við manneskjur, sem finnst
að þær éigi mikið eftir ólært
og langar einskis til meir en
að mega gera betur. — lg
LAXARÆí
efur góða
raun hjá japömkum manni
íslenzkur maður, sem nýlega
var á ferðalagi austur í Japan,
tók þar eftír athygiisverðri frétt
i blaði einu, sem gefið er út
á ensku í Tokyo. Þar sem hann
bjóst við að fréttin myndi vekja
sérstaka athygli í hópi Iax-
veiSimanna sendi hann Visi úr-
kiippuna t'il birtingar.
Hið japanska blað skýrir frá
því, að japönskum áhugamrtnni
í fiskirækt hafi nú tekizt það.
sem talið hefur verið ófram-
kvæmanlegt fram að þessu, að
rækta lax í eldistjörnum Iíkt og
silungar hafa verið ræktaðir.
Japani þessi, sem heitir Tada
hira Kaneno er 57 ára að aldri.
Hann er ekki atvinnumaður  i
fiskirækt, heldur hefur harri
stundað hana sem áhugamál og
frístundagaman. Sjálfur er hann
eigandi opinberra baðhúsa og
efnaður maður.
Kaneno hóf tilraunir si'nar
með laxarækt veturinn 196?
Þá fékk hann sér 2400 laxaseyði
2.5 cm. að lengd eins og au^-
velt er að fá í laxaeldisstöðurn.
En svo kemur nýjungin. Hann
sleppti seiðunum ekki í á, svo
að þau gætu leitað til hafs,
heldur i 15 ferm. sjðgeymi.
Eftir mikla vandvirkni het'ur
honum tekizt að rækta f þf>ss
um saltvatnsgeymi 200 laxa.
sem eru 30 cm. að lengd. HeFur
þetta leitt til þess, að Kaneno
hefur nú hafið tilraunir í íaxa
rækt í miklu stærri stíl. Spurn-
ingin er hvort hægt sé að frarr.
kvæma hana sem atvinnugrein
Kaneno segir, að aðalatriðið
til þess að ala megi það laxa-
afbrigði, sem hann hefur sé,
að halda stöðugum 20 stiga híta
í vatninu eða eilítið lægra en
20 stig.
Þetta heppnaðist honum, rreð
því að blanda sjóinn, sem venjo
lega er um 23 stiga heitur, með
nokkru af brunnvatni, sem var
14 stiga heitt. En einnig skipti
mjög miklu máli, að hann beitti
mikilli vandvirkni við eldi fisks
ins  og  hafði  súrefnisblöndun
nákvæma.
Á myndinni sjást hinir yfirbyggðu sjógeymar, sem laxinn
var ræktaður í og í horninu mynd af Japananum Kaneno.
Kaneno gerir nú tilraunir með
21 þúsund laxaseiði, sem hann
geymir í fjórum sjógeymum. El
þessar tilraunir heppnast vei,
er búizt við að fyrsti eldislax
inn komi á markaðinn í október.
Hið japanska blað hefur einr
ig rætt við veiðimálastjóra Jaj
ans, Kazuo Kobayashi og segir,
að hann hafi hælt tilraunum
Kanenons og að þær geti mark-
'itiih'iWI  \ ili' II  H m  »|| n
að tímamót og orðið undirstaða
nýrrar atvinnugreinar.
Þetta er athyglisverð frétt fyr
ir laxveiðimenn. Margir eru
þeir ábyggilega hér á landi-, sem
hafa látið sér koma til hugar
slíka laxarækt hér á landi,
jafnvel hugsanlegt að einhverjir
hafi gert tilraunir með hana í
sjávarlónum, þó littlar sögur
fari af því.
1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16