Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 16
. ;d?v •• FöstuáafMf H. ágési 18M. Mikið tjón af sóti og reyk AHmikiS tjón varð í gærdag at : völdum ikviknunar í ibúðarhúsínu nr. 58 við Efstasund. Framhald á bis. 5. Hafnarbúðir orðn ar „túristahótel Eftirspurn eftir hótelherbergjum hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr í sumar, og engin leið að slhna þeim öllum. Gripið hefur verið til ýmissa úrræða, og m.a. hafa Hafnarbúðimar, sem annars eru ætlaðar fyrir sjómenn, verið i’uilar af erlendum ferðamönnum síðan i júli. Húsakynni í Hafnarbúðum eru mjög snyrtileg og góð, en þar eru 9 herbergi með 21 rúmi. Þegar blaðið hafði samband við forstöðu mann þéirra í morgun, tjáði hann blaðinu að aðeins 1—2 rúm væcu laus, hin væru upptekin — af fs- lendingum og erlendum ferða- mönnum. Hann sagði einnig að ferðaskrifstofur hefðu gert nokfcuð að því að panta herbergi fyrir fólk, en hann væri að mestu hætt- ur að sinna þeim, þvi að það hefði iðulega komið fyrir að fólk- ið sæist alls ekki. Eina skrifstófan sem hann hefði einhver viðskipti við nú orðið væri Lönd og leiðir, en hjá þeim stæði allt eins og stafur á bók. Herbergisverðið I Hafnarbúðum er einstaklega lágt. Eins manns herbergi kostar aðeins 158 kr. á sólarhring (með sölu- skatti) en þriggja og fjögurra 105 (per person). Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis, B. G. á Akranesi í gær er væntanlegir kaupendur að Trölíafossi voru að koma frá að skoða skipið: Talið frá vinstri Anderson skipaskoðunarmaður, Peter J. Kim, forstjóri skipafélagsins f S-Kóreu, og Viggo Maack, yfirverkfræðingur Eimskipafélags íslands. Næststærsta skip landsmanna selt til S-Kóreu Tröllafoss verður í förum milli Kóreu Jupun og Formósu Tröllafoss. stærsta al- menna flutningaskip landsmanna, og næst- stærsta skipið í flotan- um, verður nú seldur Seoul Shipping Compa- ny í Suður-Kóreu, heimahöfnin verður Seoul, sem er höfuðborg landsins og allir muna úr Kóreustriðinu. Forstjóri fyrrnefnds skipafé- lags, Kóreumaðurinn Peter J. Kim, sem er staddur hér, sagði i viðtali við Visi í morgun, að Tröllafoss myndi fyrst sigla undir Liberiufána af fjárhagsá- stæðum og verða í flutningum milli Kóreu, Japan, Filipseyja og Formósu. Kim forstjóri sagð ist hafa ákveðið að kaupa Tröllafoss, en lét ekki uppi verð ið og kvað hann verða af hentan sér i septemberlok að lokinni ferð skipsins til Arkang elsk í Rússlandi, en þaðan á Tröllafoss að taka timbiirfarm til Leith og mun ekki koma aftur til íslands úr þeirri ferð, ef af þessari sölu skipsins verð ur, sem Kóreumaðurinn fullyrti að yrði. Skoðuðu skipið á Akranesi Peter J. Kim kom til Reykja- víkur í gær frá Bandaríkjun- um ásamt þarlendum skipaskoð unarmanni, Anderson að nafni, og fóru þeir til Akraness með Akraborginni í gær með Viggo Maack, yfirverkfræðingi Eim- skipaféhgs íslands Þeir félagar skoðuðu skipið á Akranesi í gær, og skoða það betur í Reykjavík í kvöld. Lét Kim svo um mælt við Vísi í morgun, að hann hefði aldrei skoðað skip sem væri í betra ástandi né betur við haldið en Tröllafoss væri, og var hann beinlínis hrifinn af skipinu. Hann benti á að Suður-Kórea væri sævi girt á þrjá vegu og þyrfti mjög á góðum og miklum skipafloia að halda og Tröljafoss væri af mjög hentugri stærð fyrir þar lendar aðstæður. Skipið er 3013 DW tonn og 3997 brútto tonn. Saga TröUafoss Eimskipafélag íslands keypti Tröllafoss frá Ameríku árið 1948, þriggja ára gamlan, en hann var smíðaður í Bandaríkj- unum. Hefir skipið sfðan stöð ugt verið í förum og flutningum fyrir Eimskip. Bjami Jónsson sótti skipið vestur og var fyrsti skipstjóri á Tröllafossi. EgiH Þorgilsson var einnig skipstjðri um tíma og Guðráður Sigurðs son hefir verið skipstjóri á Tröllafossi síðustu árin. SIÍPUKJÖT : TVj €R NEFNDIR Á THUGA MÖGU- K0STAR NÚi m _ _ _ * _ _ _ KR. 85.00 Franileiðsluráð landbúnaðar- ins hefur ákveðið fyrsta sumav- verðið á nýju dilkakjöti, en sala á því er ieyfð frá og með deginum í dag. Helldsöluverð á dilkakjöti er kr. 67.30 pr. kg., en smásölu- verð á súpukjöti 85 kr., á heil- um lærum kr. 96.90 og á hrygj- uin kr. 99.60. Þetta verðlag gildir til 20. þ. m. LBKA A LANDSVEiTU „Það er enginn vafi á því, að í framtíðinni verða all ar rafmagnsveitur frá helztu orkuverum landsins tengdar innbyrðis svo að þær myndi heildardreif- ingarkerfi. Spurningin er aðeins hvenær rétti tíminn 6 manna nefndin að hefja störf í næstu viku mun 6 manna nefndin, er fjallar um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða koma saman til fundar. Er það heldur fyrr en I fyrra. Er stefnt að því, að nefndin geti lokið störfum snemma i september. Sumarslátrun er nú hafin og kom fyrsta nýja kjötið í verzlan ir í dag. Hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins ákveðið sumar- Framhald á bls. 5. er kominn til þess að koma á slíkri landsveitu. Nú eru einmitt tvær stjóraskipað- ar nefndir að athuga þessi mál frá öllum hliðum. Þró- unin hefir gengið í þessa átt í öðrum löndum enda er það svo að rafmagns- verð lækkar yfirieitt því meira sem orkuveitusvæð ið stækkar“. Þetta sagði Eiríkur Briem raf- magnsveitustjóri rlkisins í viðtali við Vfsi f morgun, en hann er ein- mitt formaður annarrar áður- nefndra nefnda, en í henni eru Framhald á bls. 5. MET VBÐI í N0RÐURÁ Mikill lax í ánunt og útlitið gott segir veiðimálastjóri „Það er víðast hvar mikill lax í ánum og ef veiðiveður verður sæmilegt, það sem eftir er af veiðitímabilinu, er óhætt að gizka á að veiðin í sumar verði í góðu meðallagi," sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjón í stuttu viðtali við Vísi í gær — Metveiði hefur ver’ð Norðurá, en þar hafa verið dregnir á land 1237 laxar, en í fyrrasumar var þar góð veiði og veiddust alls 1188 laxar, en nú þegar er veiðin orðin tölu- vert meiri og ennþá eru 20 dagar eftir af veiðitímanum f Norðurá. Veiði lýkur í allmörgum ám um næstu mánaðamót, en neta veiði í Borgarfirði 19. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimálastjóra hefur netaveiði gengið þar allvel og búast má við að hún verði þar vel í meðal lagi. Skýrslur frá 4. ágúst um veiði í Elliðaánum sýna að þar hafi verið dreginn á land 641 lax, en yfirieitt er nú góð veiði þar, td. veiddust 18 laxar þar 'í fyrramorgunn. 11. ágúst höfðu veíðzt 236 laxar f Leir- vogsá. 10. ágúst voru 730 htx ar komnir á land í Laxá í Kjós. Þá höfðu um sex hundruð laxar veiðzt í Laxá f Le'irár- sveit. Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá, þar voru kontnir Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.