Vísir - 15.09.1964, Page 1
:■:> tr. -m
VISIR
54. árg. - Þriðjudagur 15. september Í964. - 211. tbl.
ÚTFARARATHÖFN FRÁ
DÓMKIRKJUNNI í DAG
Útför Dóru Þórhallsdóttur fer
fram frá Dómkirkjunni í dag.
Athöfnln hefst kl. 2, en fimm
minútum áður gengur forseti og
fjölskyida hans f kirkju úr Al-
þingishúsinu.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
sorgargöngulög á Austurvelli í
stundarfjórðung áður en kveðju
athöfnin hefst.
Útfararræðuna flytur herra
biskupinn dr. Sigurbjörn Einars
son, dr. Páll Isólfsson leikur á
orgel, leikið verður á strokhljóð-
færi og Dómkirkjukórinn syng-
ur.
Athöfninni í Dómkirkjunni
lýkur með því að kista hinnar
látnu verður borin úr kirkju.
Þessir bera:
Dr. Bjarni Benediktsson forsæt
isráðherra,
Emil Jónsson, formaður Alþýðu-
flokksins,
Hannibal Valdimarsson, formað
ur Alþýðubandalagsins,
Eysteinn Jónsson, formaður
Framsóknarflokks'ins,
Guðmundur I. Guðmundsson, ut
anríkisráðherra,
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra,
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra,
Birgir Finnsson, forseti Alþingis
ÍKi'BS
Kista forsetafrúarinnar borin út að líkvagninum að lokinni minningarathöfninni í morgun.
„Birta leikur
um minningarnar"
Minningarathöfn í Bessastaðakirkju í morg-
un um Dóru Þórhallsdóttur, forsetafrú
Minningarathöfn um
Dóru Þórhallsdóttur, for
setafrú, fór fram í Bessa-
staðakirkju, sóknar-
kirkju forsetahjónanna,
í morgun og hófst kl. 10.
Kirkjan var þéttsetin
við þessa virðulegu og
látlausu kveðjuathöfn,
og allmargir stóðu í
kirkjunni og úti fyrir.
Sólskin var og norðaust-
an andvari, bjart yfir og
haustlitir.
Meðal viðstaddra við minn-
ingarathöfnina voru forsætisráð-
herra íslands, dr. Bjarni Bene-
diktsson og frú huns, Sigríður
Björnsdóttir, aðrir ráðherrar og
frúr þeirra, biskup Islands, herra
Sigurbjöm Einarsson, handhafar
forsetavalds, forstöðumenn er-
Iendra sendiráða og formenn
þingflokka.
Kl. 9.45 gengu nánustu vanda-
menn forsetafrúarinnar, forset-
inn hr. Ásgeir Ásgeirsson, böm
þeirra, tengdaböm og bamabörn
heiman frá Bessastöðum í kirkj-
una, stfginn sunnan við kirkj-
una, en dánarklukkunum var
hringt. Kirkjukórinn var ailur
fagurlega skrýddur blómum og
þar stóð kista forsetafrúarfamar,
er gengið var í kirkju, blómum
skrýdd og blómsveigum hlaðið
að henni.
Minningarathöfnin hófst með
því, að Páll Kr. Pálsson lék á
orgel sálmforleik í g-moll eftir
Bach, en sfðan var leikinn sálm-
urinn )VA hendur fel þú hon-
um“, kór Bessastaðakirkju söng.
Sóknarpresturinn, séra Garðar
Þorsteinsson, prófastur flutti
minningarræfíuna og lagði út af
þessum orðum f 60. kapitula Jes
aja, spámanns:
„Ris upp, skín þú, þvi að Ijós
þitt kemur og dýrð Drottins
rennur upp yfir þér. Drottinn
skal vera þér eilíft ljós og Guð
þinn vera þér geislandi röðull."
Minningarræðan bar þess skýr
an vott hversu bjart er yfir
minningu hinnar látnu forseta-
frúar. M.a. komst prófasturinn
að orði á þessa leið: „Skær birta
leikur um aliar þær minningar.“
Prófasturinn minntist forseta-
frúarinnar sérstaklega sem eig-
inkonu, húsmóður og móður, þ.
e.a.s. einkalifs hennar. Hann gat
þess, að hún hefði talið sig
mikla gæfukonu, ekki vegna
þess að hún hefði siðustu 12 ár-
in skipað æðsta tignarsess ís-
lenzkra kvenna, heldur vegna
þeirrar hamingju, sem henni
hefði hlotnazt í einkalífi sfnu,
frá bernsku til hinztu stundar.
Á eftir minningarræðunni var
leikinn sálmur séra Hallgríms
„Guð komi sjálfur nú með náð,“
og að lokum lék organistinn
Eroica — sorgargöngulag eftir
Beethoven á meðan kista
forsetafrúarinnar var hafin
úr kirkju. Sonur forsetahjón-
anna, Þórhallur Ásgeirsson,
tengdasynir þeirra, Gunnar Thor
oddsen og Páll Ásgeir Tryggva-
son, og synir barna forsetahjón-
anna, Ásgeir Thoroddsen, Sig-
urður Thoroddsen, Sverrir Þór-
hallsson, Tryggvi Pálsson og Ás
geir Pálsson, báru kistuna úr
kirkju í líkvagninn. Forseti ís-
larúfs, herra Ásgeir Ásgeirsson
og báðar dætur forsetahjónanna
VaThoroddsen og Björg Ás-
geírsdóttir, gengu samhliða
næS't á eftir kistunni úr kirkju,
en þar næst Lily Ásgeirsson,
tengdadóttir forsetahjónanna,
og dætur barna forsetahjón-
anna. Síðan aðrir vandamenn
þeirra, embættismenn, innlendir
og erlendir, og aðrir kirkjugest-
ir.
Kista forsetafrúarinnar var
sveipuð þjóðfánanum og var ek-
ið beint frá Bessastaðakirkju að
Dómkirkjunni í Reykjavík. Með-
fram veginum frá Bessastöðum
til Reykjavíkur blöktu fánar
hvarvetna í hálfa stöng. Yfir
þessari kveðjustund á forseta-
setrinu á Bessastöðum hvíldi
djúpur helgi- og tregablær, seni
seint mun þeim úr minni líða,
er viðstaddir voru þá einstæðu
athöfn. Frú íslenzks þjóðhöfð-
ingja í embætti hefur ekki áður
í sögu Iandsins verið kvödd
hinztu kveðju.
Forseti tslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og fjölskylda hans gengur til minningarathafnarinnar f Bessastaðakirkju í morgun. Dætur forsetahjónanna, Vala Thoroddsen og
Björg Ásgeirsdóttir, leiða föður sinn. Til hægri séð inn eftir Bessastaðakirkju f morgun við athöfnina.