Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 1
VISIR Aramótabrenna verður ekki haldin á NUklatúni Ákveðið hefur verið að ára- mótabrenna Reykjavíkurborgar verði nú ekki lengur á Mikla- túni, en verði haldin næst i Kringlumýri, sunnan Miklubraut ar og austan Kringlumýrarbraut ar. Að venju verða allir þeir. sem ætia að hlaða áramótabál kesti, að sækja um leyfi til lög- reglunnar. Þá hefur verið ákveð ið að herða mjög á eftirliti með sölu skotelda, flugelda og skrautelda. Ef einhverjar brenn- ur verða hiaðnar upp í óleyfi, geta viðkomandi átt það á hættu að hreinsunardeild borgarinnar komi á staðinn og flytji á brott brennuefnið. Slökkvilið Reykja- víkur hefur ákveðið að veita ekki iengur aðstoð við að slökkva í bálköstum nema þvl aðeins að sérstök eldhætta stafi af þeirn. 6 m * /W- / //^ ^3 /■ //• /'■$*'//'* .♦ -' éJfe l/ Landshöfnin á Rifi. Fullkomnasta fískiSnaðurhöfn landsins á Rifí 30 millj. krónn hnfa farið fil framkvæmda — 20 bdtar geta fengið þar þjónustu sfrax í haust — Skissa að uppdrætti fyrir 5 þús. manna bæ gerð Að undanförnu hefur verið unnið af miklum krafti að hafnarfram- kvæmdum við lands- höfnina á Rifi. í vetur verður hægt að veita um 20 bátum þjónustu þar,' en geymslurými fyrir báta verður þar margfalt meira. Ríkisstjórnin á- kvað á síðasta ári að verja 30 milljónum kr. af hinu brezka fram- kvæmdaláni til hafnar- gerðar á Rifi. í framtiðinni verður tiitölu- lega auðvelt verk að stækka höfnina mjög miklð, þannig að þar geti komizt fyrir um 200 bátar. I næsta mánuði verður unnið að dýpkun og getur þá 1000-1500 tonna skip auðveld- lega lagzt þar að bryggju. — Þá hefur verið gerð skissa af skipulagi'-fjÆ#1 5 þús. manna bæ að Rifi. Árið 1951 voru á Alþingi samþykkt lög um byggingu landshafnar á Rifi á Snæfells- nesi. Með lögunum var ríkis- stjórninni heimilað að afla láns fjár til byggingar hafnar á Rifi og önnur þau atriði er ákveðin voru f því sambandi. Það, sem einkum réði ákvörðun Alþing- is var, að hafnarstæði á Hell- issandj er mjög erfitt, en byggð þar var að leggjast nið- ur, sökum atvinnuörðugleika. Tekizt hefur að koma í veg fyr ir þetta með þeim framkvæmd um, sem þegar hafa verið unn- ar. Á Rifi þótti aðstaða til hafn- argerðar hin álitlegasta, og var þegar á eftir hafizt handa um framkvæmdir. Talið er að hin góðu fiskimið, út af Snæfells- nesi muni nýtast betur frá Rifshöfn, en frá þeim öðrum höfnum, er sótt var á þau mið, er stunduð hafa verið og stund uð verða frá Rifshöfn. En frá Rifi hafa fiskveiðar verið stund aðar öldum saman og af mörg um talin þar hin bezta hafnar- aðstaða á utanverðu Snæfells- nesi. I umræðum um hafnar- gerð á Rifi hefur margsinnis verið bent á hið aukna öryggi, er allir sjófarendur mundu njóta af góðri og öruggri höfn á utanverðu Snæfellsnesi. Fljótlega eftir að lögin um landshöfn á Rif; voru sam- þykkt, var hafizt handa um framkvæmdir. Hefur síðan ver- ið unnið nokkuð að þeim mál- um og varð höfn á Rifi nothæf fyrir fiskibáta um 1955. Síðan hafa verið gerðir út frá Rifi nokkrir fiskibátar. En þar sem ekki tókst að vinna nema að fyrsta áfanga verksins, var við stöðuga erfiðleika að etja, sök- um sandburðar og litils fjár- magns. Stjórn Rifshafnar hef- ur þó unnið ötullega að öflun fjár til framkvæmda og á fjár- lögum undanfarinna ára hefur ávallt veriö veitt nokkurt fé til hafnargerðarinnar. Þrátt fyrir það tókst ekki að afia það mikils fjár að verulegur skriður kæmist á framkvæmd- ir. Það var svo á sl. ári að rlk- isstjómin ákvað að verja 30 milljónum, eða allverulegum hluta af hinu brezka fram- kvæmdaláni til hafnargerðar- innar. Síðan hefur verið unnið af miklum krafti við hafnar- gerðina og nú í vetur getur höfnin veitt um 20 bátum góða þjónustu. Áætlað er að milli 10-20 þús. teningsmetrum af sandi verið dælt úr höfninni i næsta mánuðj og geta þá nú strax i vetur 1000-1500 tonna flutningaskip lagzt við bryggju að Rifi. Til þess að veita sæmilega þjónustu fyrir um 20 báta, er gerðir væru út frá Rrifi, var talið nauðsynlegt að byggja 2 garða, annan eftir Rifinu sjálfu um 650 m til 700 m langan og hinn innan frá ströndinni um 450 m langan, Unnið hefur ver ið samkv. áðurgreindum áætl- unum frá því á miðju siðasta ári og er nú svo komið, að þess er vænzt að þegar sé komin aðstaða til þjónustu við um 20 báta. Verður þá dýpi við viðiegukant ekki undir 3 m., víða 4-5 m og hafnargarðarnir loka að mestu fyrir sand og öldu, þannig að bátar og skip ættu að vera óhult í höfninni. Þá er búizt við því, að hægt sé að dýpka siglingarrásina svo, að öruggt 3 m. dýpi fáist þar mið- að við me$tu fjörur. ■ f-h á ds 6 ísraelsför forsætisráð- herra lýkur á mánudag Forsætisráðherra Bjarm Bene- diktsson og frú hans sem eru í opinberri heimsókn í ísrael þessa dagana halda áfram ferðalagi sínu um landið í dag og heimsækja Tel- Aviv, en þar verður þeim haldin BLÁ-DIÐ IDAG BIs. 3 Myndir frá Olympiu- leikunum. — 4 Er þetta gull. Viðtal við Ásmund Sveinss. — 5 Bruninn á Keflavík- urflugvelli. — 8 íslenzka töluð í Finn landi. — 9 Fjárlagaræða Gunn- ars Thoroddsen fjármálaráðherra. móttaka kl. 19 að fsraelskum tima, af ísraelsk-íslenzku vináttufélagi á Hotel Dan. i gær voru forsætis- ráðherra og frú í Nazaret en þaðan halda þau til Tel AViv kl. 17 eftir að hafa skoðað fornminjar og hina fomu höfn Ceasaríu. Á morgun verður haldið kl. 9 til Jerúsalem og þar verður háskóli heimsóttur kl, 10.30, en á hádegi fara hjónin í heimsókn til borg- arstjórans í Jerúsalem, en að henni lokinni snæðir forsætisráð- herra með vara-forsætisráðherra Israeis, hr. Abba Eban á President Hotel, en forsætisráðherrafrú heimsókir frægan skóla í borginni og snæðir þar hádegisverð. Sama dag verður blaðamanna- fundur með forsætisráðherra á skrifstofu forsætisráðherra ísraels kl. 16.15 og kl. 18.30 halda is- lenzki forsætisráðherrann og frú veizlu hinum Israclsku gestgjöfum sínum á Hóteli Daviðs konungs. Á mánudagsmorgun lýkur hinni opinberu heimsókn á Lod-flugvelli kl. 9.30. Kirkjuþing vill fjölga bisk- upumí3hiS fyrsta Kirkjuþingi Þjóðkirkju islands I á íslandi, eða endurreisn hinna lauk í gær, það hafði staðið 21 fornu biskupssetra á miklu fylgi vikur og afgreitt öll mál, sem I fyrir það voru lögð, 18 að tölu. Á þinginu fluttu 10 fulltrúar af 15 frumvarp þess efnis að biskup- ar skuli vera þrír í Þjóðkirkjunni, í Skálholti og að Hólum og í Reykjavik. Efni þessa frumvarps samþykkti kirkjuþing síðan i á- lyktunarformi og er ályktunin orðuð á þá Ieið að fjölga eigi bisk- upum hið allra fyrsta í þrjá og kaus kirkjuþing 3 léikmannafull- trúa í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan biskupsdæma og leggja þær í frumvarpsformi fyrir næsta kirkjuþing. Jafnframt var mælzt til að næsta prestastefna kysi einnig 3 presta í þá nefnd Er augljóst af samþykkt þessarar tillögu, og eins kom það fram í umræðum á kirkjuþingi, að hug- myndin um þrjá fullgilda b'iskupa að fagna meðal þeirra, sern iáta sig kirkjumál varða. Kirkjuþing það, sem lauk störf- um I gær, kaus einnig nefnd til að ræða við ríkisstjómina og gera tiílögur um tekjustofna handa þjóðk'irkjunni. Vi l ja breytinga r á laxveiðilögum Landssamband íslenzkra stang- veiðimanna hélt aðalfund sinn sunnudaginn 25. okt. sl. í Hótel Sögu. Mættir voru 47 fulltrúar úr félögum viðsvegar að af landinu, auk veiðimálastjóra. Rædd voru áhugamál stangveiði- manna eins og fiskræktarmálin, nauðsyn á endurskoðun á lax- og silungsveiðilöggjöfinni, og að Landssamb. fái fulltrúa í Veiðimála nefnd og almenningur fái betri að- gang til stangaveiði í fiskivötnum í óbyggðum. Samþykktar voru m a. eftirfarandi tillögur: „Þar, sem knýjandi nauðsyn ber til að endurskoðun á lax- og s'il- ungsveiðilöggjöfinni fari fram, beinir aðalfundur Landssamb. isl. stangveiðimanna, haldinn þann 25. okt. 1964, að Hótel Sögu, þeim tilmælum til Veiðimálanefndar, að hún sendi tillögur sínar hér að Framh. á bls. 6 > >■ > ' * í * •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.